„Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2025 17:01 Nadine Guðrún Yaghi. Vísir/Vilhelm Nadine Guðrún Yaghi segir „afar ólíklegt“ að hún sé á leið í framboð fyrir Miðflokkinn í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir marga hafa spurt sig út í mögulegt framboð en orðrómurinn byggi á draumi Ólafar Skaftadóttur, vinkonu sinnar. „Nei, það tel ég afar ólíklegt,“ segir Nadine við spurningu um hvort hún ætli í framboð fyrir Miðflokkinn. „Þú ert hins vegar alls ekki sá fyrsti sem spyr mig að þessu. Raunar er ég spurð oft á dag þessa dagana.“ Hávær umræða um mögulegt framboð Nadine hefur átt sér stað að undanförnu. Sérstaklega eftir að rekstur Play fór í þrot en þar starfaði Nadine sem forstöðumaður samskipta og markaðssviðs. Áður starfaði hún sem fréttamaður á Stöð 2 (Nú Sýn), Vísi og Bylgjunni. Eins og frægt er er Nadine gift Snorra Mássyni, varaformanni og þingmanni Miðflokksins, sem starfaði einnig sem fréttamaður hjá Stöð 2 á árum áður. Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, sem gera hlaðvarpið Komið gott, hafa meðal annarra haldið því fram að Nadine ætli sér að verða oddviti Miðflokksins í Reykjavík. Nadine segir umræðuna um framboð hennar byggja á draumi Ólafar. Hún eigi einhvern þátt í þessum orðrómi. „Ég tek reyndar fram að það þarf engan sérfræðing til að sjá að staða Miðflokksins í borginni er sérstaklega góð, að mælast næstum með tvo borgarfulltrúa inni án þess að hafa kynnt lista,“ segir Nadine. „Ég var reyndar aðeins að grínast um að háu mælingarnar væru orðróminum um mitt framboð að þakka. Ég hef samt hugboð um að listarnir þegar þeir verða kynntir muni koma flokknum á enn meiri siglingu. Þetta er afskaplega spennandi.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu. 21. október 2025 12:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
„Nei, það tel ég afar ólíklegt,“ segir Nadine við spurningu um hvort hún ætli í framboð fyrir Miðflokkinn. „Þú ert hins vegar alls ekki sá fyrsti sem spyr mig að þessu. Raunar er ég spurð oft á dag þessa dagana.“ Hávær umræða um mögulegt framboð Nadine hefur átt sér stað að undanförnu. Sérstaklega eftir að rekstur Play fór í þrot en þar starfaði Nadine sem forstöðumaður samskipta og markaðssviðs. Áður starfaði hún sem fréttamaður á Stöð 2 (Nú Sýn), Vísi og Bylgjunni. Eins og frægt er er Nadine gift Snorra Mássyni, varaformanni og þingmanni Miðflokksins, sem starfaði einnig sem fréttamaður hjá Stöð 2 á árum áður. Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, sem gera hlaðvarpið Komið gott, hafa meðal annarra haldið því fram að Nadine ætli sér að verða oddviti Miðflokksins í Reykjavík. Nadine segir umræðuna um framboð hennar byggja á draumi Ólafar. Hún eigi einhvern þátt í þessum orðrómi. „Ég tek reyndar fram að það þarf engan sérfræðing til að sjá að staða Miðflokksins í borginni er sérstaklega góð, að mælast næstum með tvo borgarfulltrúa inni án þess að hafa kynnt lista,“ segir Nadine. „Ég var reyndar aðeins að grínast um að háu mælingarnar væru orðróminum um mitt framboð að þakka. Ég hef samt hugboð um að listarnir þegar þeir verða kynntir muni koma flokknum á enn meiri siglingu. Þetta er afskaplega spennandi.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu. 21. október 2025 12:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Miðflokkurinn rýkur upp Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu. 21. október 2025 12:00