Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2025 13:03 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem segja betur hefði farið á að skipuleggjendur hefðu fagnað deginum án þess að af því hlytist efnahagslegt tjón. Vísir/EinarÁrna Samtök atvinnulífsins gagnrýna breytingu á kvennafrídeginum á morgun þar sem konur og kvár séu nú með nær engum fyrirvara hvött til að leggja niður störf allan daginn. Þá minna þau á að engin skylda hvíli á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum enda í misgóðri aðstöðu til að missa starfsfólk úr vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna en tilefnið er sagt vera fjöldi fyrirspurna vegna kvennafrídagsins á morgun. Þá verða liðin fimmtíu ár frá fyrsta kvennafrídeginum þegar talið er að níu af hverjum tíu konum hafi lagt niður störf til að leggja áherslu á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði. Samtökin benda á að á seinustu fimmtíu árum hafi margt áunnist hvað varði jafnrétti kynjanna. „Sem dæmi má nefna innleiðingu laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um fæðingar- og foreldraorlof. Aðgengi að umönnun barna hefur aukist til muna og stuðlað að mikilli atvinnuþátttöku kvenna þó enn vanti herslumuninn til að brúa umönnunarbilið að fullu,“ segja samtökin. „Launamunur kynjanna hafi farið sífellt minnkandi og leiðréttur launamunur milli karla og kvenna staðið í 3,6% samkvæmt nýjustu rannsókn Hagstofu Íslands. Konur gegna nú mörgum af helstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Íslensk fyrirtæki hafa jafnframt sett jafnréttismál á oddinn í sinni starfsemi í síauknum mæli. Það er því sannarlega tilefni til að minnast allrar þeirrar framþróunar sem hefur átt sér stað frá kvennafrídeginum 1975 með jákvæðum formerkjum og hátíðardagskrá.“ Samtökin benda á að konur og kvár hafi upphaflega verið hvött til að leggja niður launuð störf á meðan skipulagðri dagskrá stóð frá klukkan 13:30. „Mörg fyrirtæki hyggjast koma til móts við konur og kvár sem hyggjast taka þátt í skipulögðu dagskránni og hafa skipulagt starfsemi sína með góðum fyrirvara að teknu tilliti til þess,“ segir í tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins ítreka að þau leggja áherslu á að starfsfólk sem hyggst taka þátt í skipulagðri dagskrá viðburðarins óski með góðum fyrirvara eftir samtali við sinn atvinnurekanda um hvort hægt sé að koma við fjarvistum þennan dag og þá með hvað hætti. „Samtökin minna jafnframt á að atvinnurekendur eru í misgóðri aðstöðu til að koma slíkum fjarvistum við og að engin skylda hvílir á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum sem þessum.“ Samtök atvinnulífsins gagnrýna þá breytingu sem hefur átt sér stað með nær engum fyrirvara að konur og kvár séu nú hvött til að leggja niður störf allan daginn. „Samtökin leggja ríka áherslu á jafnrétti en telja að betur færi á því að þeir aðilar sem standi að baki þeim kröfum sem útlistaðar eru í tengslum við kvennafrídaginn veki athygli á þeim án þess að af því hljótist það efnahagslega tjón sem í slíkum aðgerðum felst.“ Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna en tilefnið er sagt vera fjöldi fyrirspurna vegna kvennafrídagsins á morgun. Þá verða liðin fimmtíu ár frá fyrsta kvennafrídeginum þegar talið er að níu af hverjum tíu konum hafi lagt niður störf til að leggja áherslu á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði. Samtökin benda á að á seinustu fimmtíu árum hafi margt áunnist hvað varði jafnrétti kynjanna. „Sem dæmi má nefna innleiðingu laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um fæðingar- og foreldraorlof. Aðgengi að umönnun barna hefur aukist til muna og stuðlað að mikilli atvinnuþátttöku kvenna þó enn vanti herslumuninn til að brúa umönnunarbilið að fullu,“ segja samtökin. „Launamunur kynjanna hafi farið sífellt minnkandi og leiðréttur launamunur milli karla og kvenna staðið í 3,6% samkvæmt nýjustu rannsókn Hagstofu Íslands. Konur gegna nú mörgum af helstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Íslensk fyrirtæki hafa jafnframt sett jafnréttismál á oddinn í sinni starfsemi í síauknum mæli. Það er því sannarlega tilefni til að minnast allrar þeirrar framþróunar sem hefur átt sér stað frá kvennafrídeginum 1975 með jákvæðum formerkjum og hátíðardagskrá.“ Samtökin benda á að konur og kvár hafi upphaflega verið hvött til að leggja niður launuð störf á meðan skipulagðri dagskrá stóð frá klukkan 13:30. „Mörg fyrirtæki hyggjast koma til móts við konur og kvár sem hyggjast taka þátt í skipulögðu dagskránni og hafa skipulagt starfsemi sína með góðum fyrirvara að teknu tilliti til þess,“ segir í tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins ítreka að þau leggja áherslu á að starfsfólk sem hyggst taka þátt í skipulagðri dagskrá viðburðarins óski með góðum fyrirvara eftir samtali við sinn atvinnurekanda um hvort hægt sé að koma við fjarvistum þennan dag og þá með hvað hætti. „Samtökin minna jafnframt á að atvinnurekendur eru í misgóðri aðstöðu til að koma slíkum fjarvistum við og að engin skylda hvílir á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum sem þessum.“ Samtök atvinnulífsins gagnrýna þá breytingu sem hefur átt sér stað með nær engum fyrirvara að konur og kvár séu nú hvött til að leggja niður störf allan daginn. „Samtökin leggja ríka áherslu á jafnrétti en telja að betur færi á því að þeir aðilar sem standi að baki þeim kröfum sem útlistaðar eru í tengslum við kvennafrídaginn veki athygli á þeim án þess að af því hljótist það efnahagslega tjón sem í slíkum aðgerðum felst.“
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira