Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 16:31 Joao Pedro kom ekki nálægt mörkunum þremur sem Chelsea skoraði gegn Nottingham Forest. Getty/Andrew Kearns Chelsea-framherjinn Joao Pedro hefur ítrekað valdið eigendum sínum í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar vonbrigðum síðustu vikur. Það er eitthvað sem Albert Þór Guðmundsson, annar stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, segir hafa verið fyrirsjáanlegt. Albert bauð Sindra Kamban félaga sínum upp á tvær gátur í nýjasta þætti Fantasýn. Önnur var hvað „2-2-2-2“ stæði fyrir og var svarið stigin sem Pedro hefur tryggt eigendum sínum í síðustu fjórum leikjum Chelsea. „Það var óþolandi að sjá 3-0 sigur og að hann tæki ekki þátt í neinu af mörkunum,“ sagði Sindri um sigur Chelsea gegn Nottingham Forest um síðustu helgi. Seinni gátan snerist um hvað „0-0-1-1“ þýddi: „Þetta eru skotin hjá Pedro, í síðustu fjórum leikjum. Og hann er framherji! Hann er bara ekki gott val og ég er bara harður á því. Ég veit að það er fullt af góðum „managerum“ og mönnum sem vinna við að gefa út fantasy-efni, sem eru með þennan gæja og hafa trú á honum. En ég sé bara ekki hvað er málið með hann,“ sagði Albert en umræðuna má heyra í þættinum hér að neðan, eftir 11 mínútur. Þægileg dagskrá hjá Chelsea „Hlutirnir hafa samt verið að falla með Pedro til að gera hann að betra vali. Fyrst datt Cole Palmer út. Gæti hann þá verið á vítunum? Delap er meiddur líka svo hann mun pottþétt spila. Mínúturnar eru öruggar. Svo er Enzo núna dottinn út, svo Pedro mun pottþétt taka vítin meðan Enzo er úti. En hann er ekki að bjóða upp á neitt með því. Þeir skora þrjú mörk og hann kemur ekki nálægt þeim,“ sagði Albert en Sindri benti á að það væri ekki svo auðveld ákvörðun að losa sig við kappann: „Það er líka pirrandi að þeir eru að fara í ágætis prógramm. Sunderland, Tottenham, Wolves og Burnley í næstu fjórum. Það er erfitt að selja hann núna.“ Albert hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að Pedro væri ekki nægilega góður kostur, þrátt fyrir að vera framherji heimsmeistaranna: „Ég vil fá hrós fyrir að hafa séð að þetta væri leikþáttur. Bara eins og Saint Pete segir, svo mikill leikþáttur að það ætti að breyta þessu í seríu.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira
Albert bauð Sindra Kamban félaga sínum upp á tvær gátur í nýjasta þætti Fantasýn. Önnur var hvað „2-2-2-2“ stæði fyrir og var svarið stigin sem Pedro hefur tryggt eigendum sínum í síðustu fjórum leikjum Chelsea. „Það var óþolandi að sjá 3-0 sigur og að hann tæki ekki þátt í neinu af mörkunum,“ sagði Sindri um sigur Chelsea gegn Nottingham Forest um síðustu helgi. Seinni gátan snerist um hvað „0-0-1-1“ þýddi: „Þetta eru skotin hjá Pedro, í síðustu fjórum leikjum. Og hann er framherji! Hann er bara ekki gott val og ég er bara harður á því. Ég veit að það er fullt af góðum „managerum“ og mönnum sem vinna við að gefa út fantasy-efni, sem eru með þennan gæja og hafa trú á honum. En ég sé bara ekki hvað er málið með hann,“ sagði Albert en umræðuna má heyra í þættinum hér að neðan, eftir 11 mínútur. Þægileg dagskrá hjá Chelsea „Hlutirnir hafa samt verið að falla með Pedro til að gera hann að betra vali. Fyrst datt Cole Palmer út. Gæti hann þá verið á vítunum? Delap er meiddur líka svo hann mun pottþétt spila. Mínúturnar eru öruggar. Svo er Enzo núna dottinn út, svo Pedro mun pottþétt taka vítin meðan Enzo er úti. En hann er ekki að bjóða upp á neitt með því. Þeir skora þrjú mörk og hann kemur ekki nálægt þeim,“ sagði Albert en Sindri benti á að það væri ekki svo auðveld ákvörðun að losa sig við kappann: „Það er líka pirrandi að þeir eru að fara í ágætis prógramm. Sunderland, Tottenham, Wolves og Burnley í næstu fjórum. Það er erfitt að selja hann núna.“ Albert hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að Pedro væri ekki nægilega góður kostur, þrátt fyrir að vera framherji heimsmeistaranna: „Ég vil fá hrós fyrir að hafa séð að þetta væri leikþáttur. Bara eins og Saint Pete segir, svo mikill leikþáttur að það ætti að breyta þessu í seríu.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira