Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 08:44 Langflestir svarenda telja að meira halli á konur í íslensku samfélagi en athylgi vekur að yngra fólk, bæði karlar og konur, eru langtum líklegri en fólk í öðrum aldurshópum til að finnast meira hallað á karla. Vísir/Vilhelm Segja má að þjóðin skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort fullu kynjajafnrétti hafi verið náð á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Gallup. Nær 47% svarenda segja jafnrétti milli karla og kvenna hafa verið náð en 44% telja svo ekki vera. Töluverður munur er á afstöðu kynjanna til þessa en þannig telja ríflega 60% karla að jafnrétti hafi verið náð en aðeins rúm 30% kvenna. Þá er yngra fólk og þau sem eru tekjuhærri líklegra til að finnast jafnrétti hafa verið náð. Í tilkynningu frá Gallup um könnunina kemur einnig fram að kjósendur Framsóknarflokksins og Miðflokksins eru helst sammála því að fullu jafnrétti kynjanna hafi verið náð öfugt við kjósendur Flokks fólksins sem eru ekki eins sannfærðir um að svo sé. Þeir sem segjast myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á Alþingi eru með svipað viðhorf til þessa og kjósendur Flokks fólksins, en 68% þeirra segjast ósammála því að jafnrétti hafi verið náð á meðan 82% kjósenda Framsóknar og Miðflokksins telja jafnrétti náð. Svona skiptust svörin þegar spurt var hvort fólk væri sammála eða ósammála því að það ríki fullt jafnrétti milli karla og kvenna í íslensku samfélagi.Gallup Spurt var einnig hvort svarendum þætti halla meira á karla eða konur þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi. Langflestir, eða 87% svarenda telja halla meira á konur en 13% segja halla meira á karla. Athygli vekur að hlutfall þeirra sem telja að meira halli á karla er hæst meðal fólks í aldurshópnum 18 til 29 ára af báðum kynjum. Þannig telja 36% karla og 37% kvenna undir þrítugu að það halli á karla, en í öllum öðrum aldurshópum er hlutfallið undir 20%, og í flestum tilfellum undir 10%. „Bæði karlar og konur sem eru ósammála því að fullu jafnrétti kynjanna sé náð telja mun frekar að það halli á konur en karla. Fleiri karlar en konur telja þó að það halli frekar á karla, eða 21% karla á móti 8% kvenna,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Svona dreifðust svörin þegar innt var eftir því hvort fólk telji halla meira á konur eða karla.Gallup Könnunin var gerð dagana 17. til 22. október og voru 1.688 í úrtaki en svarhlutfall var 43,4%. Jafnréttismál Skoðanakannanir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Gallup um könnunina kemur einnig fram að kjósendur Framsóknarflokksins og Miðflokksins eru helst sammála því að fullu jafnrétti kynjanna hafi verið náð öfugt við kjósendur Flokks fólksins sem eru ekki eins sannfærðir um að svo sé. Þeir sem segjast myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á Alþingi eru með svipað viðhorf til þessa og kjósendur Flokks fólksins, en 68% þeirra segjast ósammála því að jafnrétti hafi verið náð á meðan 82% kjósenda Framsóknar og Miðflokksins telja jafnrétti náð. Svona skiptust svörin þegar spurt var hvort fólk væri sammála eða ósammála því að það ríki fullt jafnrétti milli karla og kvenna í íslensku samfélagi.Gallup Spurt var einnig hvort svarendum þætti halla meira á karla eða konur þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi. Langflestir, eða 87% svarenda telja halla meira á konur en 13% segja halla meira á karla. Athygli vekur að hlutfall þeirra sem telja að meira halli á karla er hæst meðal fólks í aldurshópnum 18 til 29 ára af báðum kynjum. Þannig telja 36% karla og 37% kvenna undir þrítugu að það halli á karla, en í öllum öðrum aldurshópum er hlutfallið undir 20%, og í flestum tilfellum undir 10%. „Bæði karlar og konur sem eru ósammála því að fullu jafnrétti kynjanna sé náð telja mun frekar að það halli á konur en karla. Fleiri karlar en konur telja þó að það halli frekar á karla, eða 21% karla á móti 8% kvenna,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Svona dreifðust svörin þegar innt var eftir því hvort fólk telji halla meira á konur eða karla.Gallup Könnunin var gerð dagana 17. til 22. október og voru 1.688 í úrtaki en svarhlutfall var 43,4%.
Jafnréttismál Skoðanakannanir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“