Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 26. október 2025 19:00 Getty/Grafík Spurning barst frá 30 ára karlmanni: Sæl Aldís, Ég var í sambandi með fyrrverandi kærustu minni og ég elskaði að stunda kynlíf með henni. Það var tilfinning sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra fyrir þér. Það var ekki bara kynlíf, það var meira en það. Eftir að við hættum saman þá hef ég sofið hjá öðrum konum. Aftur á móti þá finn ég gjörsamlega ekkert, þetta er bara eintómt kynlíf. Mig langar að upplifa þessa tilfinningu aftur sem ég átti með fyrrverandi nema ég get það ekki með hverri sem er. Er þetta eðlilegt? Takk. Ó já, það er eðlilegt að sakna þess að finna djúpa tengingu og mikla nánd í kynlífi. Það er stutta svarið, en svo er gaman að leyfa sér að kafa aðeins dýpra. Vissulega tengja ekki öll ást og kynlíf saman. Fyrir sum er kynlíf best þegar því fylgir ekki skuldbinding eða tilfinningaleg tengsl. Fyrir önnur eru þessi tengsl hins vegar grunnurinn að góðu kynlífi. Þegar við erum ástfangin, upplifum öryggi og vellíðan í sambandinu okkar fer kynlíf oft að snúast um meira en bara samfarir eða aðra kynhegðun. Kynlíf veitir okkur allskonar nánd; tilfinningalega, líkamlega, kynferðislega og andlega. Kynlíf fer að snúast um að tengjast manneskjunni sem þú elskar og sú vellíðan sem kemur í kjölfarið er ekki eingöngu út af fullnægingunni. Nú veit ég ekki meira en það sem fram kemur í spurningunni en það getur tekið langan tíma að jafna sig eftir sambandsslit. Það er oft ekki bara kynlífið sjálft sem við söknum, heldur tilfinningin sem fylgdi því; nándin, öryggið og tengingin við manneskjuna sem við elskuðum. Mörg upplifa að kynlíf eftir sambandsslit getur orðið yfirborðskennt og það tekur skiljanlega tíma að byggja upp nýtt samband og nýja tengingu. Hvenær erum við tilbúin til að stunda kynlíf eftir sambandsslit? Það er mjög misjafnt og fer eftir ýmsu varðandi þitt fyrra samband og hvernig því lauk. Það getur verið að við upplifum okkur tilbúin til að byrja að deita aftur eða sofa hjá en stundum erum við ekki endilega tilbúin til þess, tilfinningalega. Eftir langt samband með manneskju sem þú elskar og þekkir vel, getur kynlíf orðið frekar framandi með einhverjum nýjum. Þú þarft að læra inn á nýja manneskju með þarfir sem geta verið mjög frábrugðnar þörfum fyrrum maka. Einnig getum við upplifað kynlíf með nýrri manneskju innantómt í samanburði við fyrra samband þar sem miklar tilfinningar eða sterk tenging var hluti af kynlífinu. Það er mikilvægt að virða eigin mörk og fara ekki of snemma af stað. Kynlíf sem þú ert ekki tilbúinn að stunda er ekki kynlíf sem þú vilt vera að stunda. En það þýðir ekki að þú munir ekki komast á þann stað að vera tilbúinn að tengjast á ný. En hvað er hægt að gera? Kannski er fyrsta skrefið að leyfa sér að sakna. Það að leyfa sér að sitja í tilfinningunum sínum þýðir ekki að þú sért fastur í fortíðinni. Þú áttir raunverulega tengingu með manneskju sem þér þótti vænt um og það er ekki skrítið að allskonar tilfinningar komi upp eftir sambandsslit. Það er gott að gefa sér tíma til að melta og vinna úr, í stað þess að reyna að laga þetta strax. Smám saman verður auðveldara að halda áfram og reyna aftur. Nokkrar spurningar sem væri gott að skoða: Hvað var það við sambandið sem gerði kynlífið svona sérstakt fyrir þig? Hvernig getur þú ræktað djúp og góð tengsl í nýju sambandi, jafnvel áður en kynlíf kemur til sögunnar? Þarft þú að kynnast manneskju og mynda tengsl áður en kynferðislegur áhugi kviknar? Sum laðast bara að öðrum kynferðislega ef þau mynda tilfinningaleg tengsl við viðkomandi, það er til orð yfir það: Demisexual (demi). Þá er mikilvægt að gefa sér tíma til að kynnast og jafnvel fylgja áhugamálum sínum og sækja viðburði þar sem tengsl geta myndast hægt og rólega. Þú hefur þegar sýnt að þú getur tengst annarri manneskju, það er ekki eitthvað sem hverfur. Þú hefur líka fundið að kynlíf fyrir þig verður betra og innihaldsríkara þegar þú tengist á fleiri vegu en bara líkamlega. Ef þú gefur þér tíma til að byggja upp nýtt samband frekar en að flýta þér að byrja stunda kynlíf á ný, þá er ansi líklegt að þú finnir það sem þú hefur saknað. Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Sæl Aldís, Ég var í sambandi með fyrrverandi kærustu minni og ég elskaði að stunda kynlíf með henni. Það var tilfinning sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra fyrir þér. Það var ekki bara kynlíf, það var meira en það. Eftir að við hættum saman þá hef ég sofið hjá öðrum konum. Aftur á móti þá finn ég gjörsamlega ekkert, þetta er bara eintómt kynlíf. Mig langar að upplifa þessa tilfinningu aftur sem ég átti með fyrrverandi nema ég get það ekki með hverri sem er. Er þetta eðlilegt? Takk. Ó já, það er eðlilegt að sakna þess að finna djúpa tengingu og mikla nánd í kynlífi. Það er stutta svarið, en svo er gaman að leyfa sér að kafa aðeins dýpra. Vissulega tengja ekki öll ást og kynlíf saman. Fyrir sum er kynlíf best þegar því fylgir ekki skuldbinding eða tilfinningaleg tengsl. Fyrir önnur eru þessi tengsl hins vegar grunnurinn að góðu kynlífi. Þegar við erum ástfangin, upplifum öryggi og vellíðan í sambandinu okkar fer kynlíf oft að snúast um meira en bara samfarir eða aðra kynhegðun. Kynlíf veitir okkur allskonar nánd; tilfinningalega, líkamlega, kynferðislega og andlega. Kynlíf fer að snúast um að tengjast manneskjunni sem þú elskar og sú vellíðan sem kemur í kjölfarið er ekki eingöngu út af fullnægingunni. Nú veit ég ekki meira en það sem fram kemur í spurningunni en það getur tekið langan tíma að jafna sig eftir sambandsslit. Það er oft ekki bara kynlífið sjálft sem við söknum, heldur tilfinningin sem fylgdi því; nándin, öryggið og tengingin við manneskjuna sem við elskuðum. Mörg upplifa að kynlíf eftir sambandsslit getur orðið yfirborðskennt og það tekur skiljanlega tíma að byggja upp nýtt samband og nýja tengingu. Hvenær erum við tilbúin til að stunda kynlíf eftir sambandsslit? Það er mjög misjafnt og fer eftir ýmsu varðandi þitt fyrra samband og hvernig því lauk. Það getur verið að við upplifum okkur tilbúin til að byrja að deita aftur eða sofa hjá en stundum erum við ekki endilega tilbúin til þess, tilfinningalega. Eftir langt samband með manneskju sem þú elskar og þekkir vel, getur kynlíf orðið frekar framandi með einhverjum nýjum. Þú þarft að læra inn á nýja manneskju með þarfir sem geta verið mjög frábrugðnar þörfum fyrrum maka. Einnig getum við upplifað kynlíf með nýrri manneskju innantómt í samanburði við fyrra samband þar sem miklar tilfinningar eða sterk tenging var hluti af kynlífinu. Það er mikilvægt að virða eigin mörk og fara ekki of snemma af stað. Kynlíf sem þú ert ekki tilbúinn að stunda er ekki kynlíf sem þú vilt vera að stunda. En það þýðir ekki að þú munir ekki komast á þann stað að vera tilbúinn að tengjast á ný. En hvað er hægt að gera? Kannski er fyrsta skrefið að leyfa sér að sakna. Það að leyfa sér að sitja í tilfinningunum sínum þýðir ekki að þú sért fastur í fortíðinni. Þú áttir raunverulega tengingu með manneskju sem þér þótti vænt um og það er ekki skrítið að allskonar tilfinningar komi upp eftir sambandsslit. Það er gott að gefa sér tíma til að melta og vinna úr, í stað þess að reyna að laga þetta strax. Smám saman verður auðveldara að halda áfram og reyna aftur. Nokkrar spurningar sem væri gott að skoða: Hvað var það við sambandið sem gerði kynlífið svona sérstakt fyrir þig? Hvernig getur þú ræktað djúp og góð tengsl í nýju sambandi, jafnvel áður en kynlíf kemur til sögunnar? Þarft þú að kynnast manneskju og mynda tengsl áður en kynferðislegur áhugi kviknar? Sum laðast bara að öðrum kynferðislega ef þau mynda tilfinningaleg tengsl við viðkomandi, það er til orð yfir það: Demisexual (demi). Þá er mikilvægt að gefa sér tíma til að kynnast og jafnvel fylgja áhugamálum sínum og sækja viðburði þar sem tengsl geta myndast hægt og rólega. Þú hefur þegar sýnt að þú getur tengst annarri manneskju, það er ekki eitthvað sem hverfur. Þú hefur líka fundið að kynlíf fyrir þig verður betra og innihaldsríkara þegar þú tengist á fleiri vegu en bara líkamlega. Ef þú gefur þér tíma til að byggja upp nýtt samband frekar en að flýta þér að byrja stunda kynlíf á ný, þá er ansi líklegt að þú finnir það sem þú hefur saknað. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira