Íslenski boltinn

Lárus Orri fram­lengir á Skaganum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lárus Orri hefur skrifað undir framlengingu á samningi sem gildir út keppnistímabilið 2027.
Lárus Orri hefur skrifað undir framlengingu á samningi sem gildir út keppnistímabilið 2027. ÍA

Lárus Orri Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við ÍA út keppnistímabilið 2027.

Lárus tók við liðinu á miðju tímabili í sumar, þegar ÍA var í neðsta sæti deildarinnar með 9 stig eftir 12 umferðir. Skagamenn stigu hins vegar vel upp og unnu nýlega fimm leiki í röð sem forðuðu þeim frá falli. Liðið situr nú í öruggu sæti með 31 stig eftir 26 umferðir.

„Við fögnum þessum frábæru tíðindum og hlökkum til að halda áfram samstarfinu með Lárusi Orra á komandi árum“ segir í tilkynningu ÍA.

ÍA mætir Aftureldingu á útivelli í lokaleik tímabilsins á morgun. Þar hafa Skagamenn ekki að neinu nema stoltinu að spila en Afturelding gæti fallið niður í næstefstu deild, nema ef liðið vinnur leikinn og KR gerir jafntefli við Vestra á sama tíma. 


Tengdar fréttir

Lárus Orri stýrir ÍA út tímabilið

Lárus Orri Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs ÍA í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Jóni Þór Haukssyni sem lét af störfum í byrjun vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×