Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. október 2025 15:40 Kerecis völlurinn verður skafaður og klár í slaginn á fyrsta degi vetrar. vestri Vestri tekur á móti KR á morgun, á fyrsta degi vetrar, í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta ári. Vestramenn þurftu að draga fram snjósköfurnar í morgun og vona að það snjói ekki í nótt, en völlurinn verður klár í slaginn sama hvað. „Staðan er bara fín, það snjóaði lítillega í nótt en það var búið að gera völlinn kláran áður en æfingar hófust í morgun. Það þurfti aðeins að skafa, en það var mjög lítið, svo skín sólin núna, þannig að það er bara allt upp á tíu hérna“ sagði Samúel Samúelsson, framkvæmdastjóri Vestra í samtali við Vísi. „Ég ætla að vona að það snjói ekki aftur í nótt, ég vona ekki, en völlurinn verður fínn á morgun“ bætti hann svo við. Kerecis-völlurinn er grænn og glæsilegur í sólinni, nýskafaður. Lítilsháttar snjókomu er spáð í flestum landshlutum í nótt og samkvæmt veðurspá verður um fimm stiga frost á Ísafirði. Kerecis-völlurinn á Ísafirði er ekki upphitaður og því þarf að skafa ef snjórinn fellur. „Ef það myndi snjóa aftur, þá þyrftum við bara að gera það sama og í dag, skafa. Það er aðallega bara að tíminn hlaupi ekki frá manni, en þetta er allt gert með tækjum“ sagði Samúel áhyggjulaus fyrir morgundaginn. Spáin fyrir leikinn sjálfan lítur líka betur út en hún gerði fyrir stuttu síðan og leikurinn ætti að fara fram við hita um frostmark, frekar en í -3 gráðum eins og fyrsta spár gerðu ráð fyrir. Lokaleikur tímabilsins í fyrra fór fram við krefjandi aðstæður og mikinn snjóþunga. sýn skjáskot Lokaleikur síðasta tímabils milli Vestra og Fylkis situr mörgum í minni, en sá leikur fór fram við mikinn snjóþunga. Á Íslandi er auðvitað allra veðra von og spár geta snögglega breyst, en það lítur út fyrir að leikurinn á morgun muni fara fram við mun betri aðstæður og litla eða enga snjókomu. Úrslitaleikur Vestra og KR verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland á morgun klukkan 14. Besta deild karla Vestri KR Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
„Staðan er bara fín, það snjóaði lítillega í nótt en það var búið að gera völlinn kláran áður en æfingar hófust í morgun. Það þurfti aðeins að skafa, en það var mjög lítið, svo skín sólin núna, þannig að það er bara allt upp á tíu hérna“ sagði Samúel Samúelsson, framkvæmdastjóri Vestra í samtali við Vísi. „Ég ætla að vona að það snjói ekki aftur í nótt, ég vona ekki, en völlurinn verður fínn á morgun“ bætti hann svo við. Kerecis-völlurinn er grænn og glæsilegur í sólinni, nýskafaður. Lítilsháttar snjókomu er spáð í flestum landshlutum í nótt og samkvæmt veðurspá verður um fimm stiga frost á Ísafirði. Kerecis-völlurinn á Ísafirði er ekki upphitaður og því þarf að skafa ef snjórinn fellur. „Ef það myndi snjóa aftur, þá þyrftum við bara að gera það sama og í dag, skafa. Það er aðallega bara að tíminn hlaupi ekki frá manni, en þetta er allt gert með tækjum“ sagði Samúel áhyggjulaus fyrir morgundaginn. Spáin fyrir leikinn sjálfan lítur líka betur út en hún gerði fyrir stuttu síðan og leikurinn ætti að fara fram við hita um frostmark, frekar en í -3 gráðum eins og fyrsta spár gerðu ráð fyrir. Lokaleikur tímabilsins í fyrra fór fram við krefjandi aðstæður og mikinn snjóþunga. sýn skjáskot Lokaleikur síðasta tímabils milli Vestra og Fylkis situr mörgum í minni, en sá leikur fór fram við mikinn snjóþunga. Á Íslandi er auðvitað allra veðra von og spár geta snögglega breyst, en það lítur út fyrir að leikurinn á morgun muni fara fram við mun betri aðstæður og litla eða enga snjókomu. Úrslitaleikur Vestra og KR verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland á morgun klukkan 14.
Besta deild karla Vestri KR Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira