„Túnin eru bara hvít“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 16:02 Eggert Valur segir bændur vera orðna langþreytta á álftinni. Vísir/Magnús Hlynur Oddviti Rangárþings ytra vill að brugðist verði við gríðarlegri fjölgun álfta í sveitarfélaginu. Hann segir álftirnar gera bændum lífið leitt, þær valdi tjóni á ræktarlandi sem nemi milljónum króna. Alfriðaður álftastofninn hefur stækkað hratt undanfarin ár í Rangárþingi ytra á Suðurlandi að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar oddvita sveitarfélagsins. Hann hefur áður tjáð sig um stöðuna í héraðsmiðlum en hann segir álftirnar farnar að færa sig upp á skaftið, þær valdi miklu tjóni á ræktunarsvæði bænda. „Ég lít á það sem svo að þetta sé að verða vandamál. Ég sé þetta svo vel, ég bý nú bara sjálfur nánast inni á kornakri og horfi á þetta út um eldhúsgluggann hjá mér á hverjum degi. Túnin eru bara hvít, þetta er bara skaðvaldur, það þarf að fækka henni.“ Gríðarlegt tjón Eggert segir álftina eyðileggja tún en einnig fara í trjágræðlinga sem fólk sé að reyna að koma upp. Mesta tjónið sé á kornökrum þar sem álftin skilur eftir sig flakandi sár að sögn Eggerts. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir bændur. Það má kannski áætla að einn hektari af korni kosti bónda upp undir milljón að koma í jörðina og ef það eru 70 til 80 prósent af akrinum ónýtt eftir fuglinn þá sjá það allir hvernig það lítur út það dæmi.“ Nóg komið Fuglinn sé í dag alfriðaður en Eggert vill að takmarkaðar heimildir verði veittar til að bregðast við. „Ég held það væri bara nauðsynlegt að gefa fólki leyfi á að skjóta á hana. Þá er ég ekkert að hugsa kannski endilega um, því hún fælist ef skotið er á hana, að það verði minna tjón af henni ef henni yrði fækkað eitthvað. Það verður að fækka henni, hún er búin að fjölga sér svo gríðarlega á undanförnum árum, það sjá allir sem horfa upp í himininn, þetta er algjör skelfing.“ Eggert segist skilja að margir beri hlýjar tilfinningar til álftarinnar. „Ég skil það alveg og álftin hefur sterka stöðu í huga Íslendinga, ég er ekki að tala hana niður sem slíka heldur bara að reyna að benda á hvernig staðan á þessu er. Það er bara komið nóg af henni í bili.“ Rangárþing ytra Dýr Landbúnaður Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Alfriðaður álftastofninn hefur stækkað hratt undanfarin ár í Rangárþingi ytra á Suðurlandi að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar oddvita sveitarfélagsins. Hann hefur áður tjáð sig um stöðuna í héraðsmiðlum en hann segir álftirnar farnar að færa sig upp á skaftið, þær valdi miklu tjóni á ræktunarsvæði bænda. „Ég lít á það sem svo að þetta sé að verða vandamál. Ég sé þetta svo vel, ég bý nú bara sjálfur nánast inni á kornakri og horfi á þetta út um eldhúsgluggann hjá mér á hverjum degi. Túnin eru bara hvít, þetta er bara skaðvaldur, það þarf að fækka henni.“ Gríðarlegt tjón Eggert segir álftina eyðileggja tún en einnig fara í trjágræðlinga sem fólk sé að reyna að koma upp. Mesta tjónið sé á kornökrum þar sem álftin skilur eftir sig flakandi sár að sögn Eggerts. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir bændur. Það má kannski áætla að einn hektari af korni kosti bónda upp undir milljón að koma í jörðina og ef það eru 70 til 80 prósent af akrinum ónýtt eftir fuglinn þá sjá það allir hvernig það lítur út það dæmi.“ Nóg komið Fuglinn sé í dag alfriðaður en Eggert vill að takmarkaðar heimildir verði veittar til að bregðast við. „Ég held það væri bara nauðsynlegt að gefa fólki leyfi á að skjóta á hana. Þá er ég ekkert að hugsa kannski endilega um, því hún fælist ef skotið er á hana, að það verði minna tjón af henni ef henni yrði fækkað eitthvað. Það verður að fækka henni, hún er búin að fjölga sér svo gríðarlega á undanförnum árum, það sjá allir sem horfa upp í himininn, þetta er algjör skelfing.“ Eggert segist skilja að margir beri hlýjar tilfinningar til álftarinnar. „Ég skil það alveg og álftin hefur sterka stöðu í huga Íslendinga, ég er ekki að tala hana niður sem slíka heldur bara að reyna að benda á hvernig staðan á þessu er. Það er bara komið nóg af henni í bili.“
Rangárþing ytra Dýr Landbúnaður Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira