Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 19:45 Guðlaugur Ingi Guðlaugsson er eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar. Vísir/Lýður Valberg Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Landsbankinn kynnti í gær breytingar á lánaframboði sínu í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar fela í sér að nú geta aðeins fyrstu kaupendur fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Auk þess verða verðtryggðu lánin til fyrstu kaupenda nú aðeins veitt til tuttugu ára, í stað fjörutíu ára líkt og áður, og núna einungis með föstum vöxtum. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið. Guðlaugur Ingi Guðlaugsson eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar segir að breytingar Landsbankans feli í sér útilokun fyrir stóran hluta kaupenda frá markaðnum. „Þetta er að setja mikið stopp á markaðinn og lokar á stóran hluta kaupenda. Í dag ef þú ætlar að kaupa 65 milljón króna íbúð og ætlar að taka 80 prósent lán sem eru 52 milljónir þá þarftu að vera með 1,8 milljónur í mánaðartekjur, sem segir sig sjálft að lokar á stóran hluta kaupendur og eiginlega bara örugglega alla fyrstu kaupendur.“ Það sé ekki neikvætt í sjálfu sér að tekið sé fyrir verðtryggð húsnæðislán, en í núverandi vaxtaumhverfi sé það á færri örfárra aðila að taka óverðtryggð lán. „Þetta bitnar á mjög mörgum og stoppar bara mjög mörg mál, það eru mjög mörg mál inni á borði hjá okkur sem eru bara stopp. En það er kaupvilji, við erum að fá mætingar í opin hús.“ Allt stöðvist nú á meðan lánaframboð sé til endurskoðunar. Stjórnvöld verði að bregðast við hið fyrsta. „Þetta eru ekki bara fyrstu kaupendur. Þetta eru líka fólk sem er bara að koma sér fyrir, stækkandi fjölskyldur sem þurfa stærra húsnæði. Þannig þetta er bara mikið áhyggjuefni og ríkisstjórnin þarf að beita sér fyrir breyttum aðstæðum.“ Guðlaugur hefur verið fasteignasali síðan 2005 og segist ekki muna ekki eftir viðlíka breytingum á lánaumhverfi hérlendis síðan í hruninu. Þær séu víðtækari en margir geri sér grein fyrir. „Af því að einhvers staðar þarf keðjan að byrja. Hún byrjar yfirleitt hjá aðilum sem eru að byrja kaupin, þannig allar þessar keðjur bara hrynja ef keðjan brotnar einhvers staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að koma eitthvað frá ríkisstjórninni, eins og ég sagði áðan, svo það sé hægt að taka þessi lán.“ Annars er bara meirihluti fólks ekki að fara að geta keypt sér íbúð? „Já, það er bara þannig.“ Húsnæðismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Landsbankinn kynnti í gær breytingar á lánaframboði sínu í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar fela í sér að nú geta aðeins fyrstu kaupendur fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Auk þess verða verðtryggðu lánin til fyrstu kaupenda nú aðeins veitt til tuttugu ára, í stað fjörutíu ára líkt og áður, og núna einungis með föstum vöxtum. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið. Guðlaugur Ingi Guðlaugsson eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar segir að breytingar Landsbankans feli í sér útilokun fyrir stóran hluta kaupenda frá markaðnum. „Þetta er að setja mikið stopp á markaðinn og lokar á stóran hluta kaupenda. Í dag ef þú ætlar að kaupa 65 milljón króna íbúð og ætlar að taka 80 prósent lán sem eru 52 milljónir þá þarftu að vera með 1,8 milljónur í mánaðartekjur, sem segir sig sjálft að lokar á stóran hluta kaupendur og eiginlega bara örugglega alla fyrstu kaupendur.“ Það sé ekki neikvætt í sjálfu sér að tekið sé fyrir verðtryggð húsnæðislán, en í núverandi vaxtaumhverfi sé það á færri örfárra aðila að taka óverðtryggð lán. „Þetta bitnar á mjög mörgum og stoppar bara mjög mörg mál, það eru mjög mörg mál inni á borði hjá okkur sem eru bara stopp. En það er kaupvilji, við erum að fá mætingar í opin hús.“ Allt stöðvist nú á meðan lánaframboð sé til endurskoðunar. Stjórnvöld verði að bregðast við hið fyrsta. „Þetta eru ekki bara fyrstu kaupendur. Þetta eru líka fólk sem er bara að koma sér fyrir, stækkandi fjölskyldur sem þurfa stærra húsnæði. Þannig þetta er bara mikið áhyggjuefni og ríkisstjórnin þarf að beita sér fyrir breyttum aðstæðum.“ Guðlaugur hefur verið fasteignasali síðan 2005 og segist ekki muna ekki eftir viðlíka breytingum á lánaumhverfi hérlendis síðan í hruninu. Þær séu víðtækari en margir geri sér grein fyrir. „Af því að einhvers staðar þarf keðjan að byrja. Hún byrjar yfirleitt hjá aðilum sem eru að byrja kaupin, þannig allar þessar keðjur bara hrynja ef keðjan brotnar einhvers staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að koma eitthvað frá ríkisstjórninni, eins og ég sagði áðan, svo það sé hægt að taka þessi lán.“ Annars er bara meirihluti fólks ekki að fara að geta keypt sér íbúð? „Já, það er bara þannig.“
Húsnæðismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira