Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 19:45 Guðlaugur Ingi Guðlaugsson er eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar. Vísir/Lýður Valberg Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Landsbankinn kynnti í gær breytingar á lánaframboði sínu í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar fela í sér að nú geta aðeins fyrstu kaupendur fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Auk þess verða verðtryggðu lánin til fyrstu kaupenda nú aðeins veitt til tuttugu ára, í stað fjörutíu ára líkt og áður, og núna einungis með föstum vöxtum. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið. Guðlaugur Ingi Guðlaugsson eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar segir að breytingar Landsbankans feli í sér útilokun fyrir stóran hluta kaupenda frá markaðnum. „Þetta er að setja mikið stopp á markaðinn og lokar á stóran hluta kaupenda. Í dag ef þú ætlar að kaupa 65 milljón króna íbúð og ætlar að taka 80 prósent lán sem eru 52 milljónir þá þarftu að vera með 1,8 milljónur í mánaðartekjur, sem segir sig sjálft að lokar á stóran hluta kaupendur og eiginlega bara örugglega alla fyrstu kaupendur.“ Það sé ekki neikvætt í sjálfu sér að tekið sé fyrir verðtryggð húsnæðislán, en í núverandi vaxtaumhverfi sé það á færri örfárra aðila að taka óverðtryggð lán. „Þetta bitnar á mjög mörgum og stoppar bara mjög mörg mál, það eru mjög mörg mál inni á borði hjá okkur sem eru bara stopp. En það er kaupvilji, við erum að fá mætingar í opin hús.“ Allt stöðvist nú á meðan lánaframboð sé til endurskoðunar. Stjórnvöld verði að bregðast við hið fyrsta. „Þetta eru ekki bara fyrstu kaupendur. Þetta eru líka fólk sem er bara að koma sér fyrir, stækkandi fjölskyldur sem þurfa stærra húsnæði. Þannig þetta er bara mikið áhyggjuefni og ríkisstjórnin þarf að beita sér fyrir breyttum aðstæðum.“ Guðlaugur hefur verið fasteignasali síðan 2005 og segist ekki muna ekki eftir viðlíka breytingum á lánaumhverfi hérlendis síðan í hruninu. Þær séu víðtækari en margir geri sér grein fyrir. „Af því að einhvers staðar þarf keðjan að byrja. Hún byrjar yfirleitt hjá aðilum sem eru að byrja kaupin, þannig allar þessar keðjur bara hrynja ef keðjan brotnar einhvers staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að koma eitthvað frá ríkisstjórninni, eins og ég sagði áðan, svo það sé hægt að taka þessi lán.“ Annars er bara meirihluti fólks ekki að fara að geta keypt sér íbúð? „Já, það er bara þannig.“ Húsnæðismál Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Landsbankinn kynnti í gær breytingar á lánaframboði sínu í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar fela í sér að nú geta aðeins fyrstu kaupendur fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Auk þess verða verðtryggðu lánin til fyrstu kaupenda nú aðeins veitt til tuttugu ára, í stað fjörutíu ára líkt og áður, og núna einungis með föstum vöxtum. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið. Guðlaugur Ingi Guðlaugsson eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar segir að breytingar Landsbankans feli í sér útilokun fyrir stóran hluta kaupenda frá markaðnum. „Þetta er að setja mikið stopp á markaðinn og lokar á stóran hluta kaupenda. Í dag ef þú ætlar að kaupa 65 milljón króna íbúð og ætlar að taka 80 prósent lán sem eru 52 milljónir þá þarftu að vera með 1,8 milljónur í mánaðartekjur, sem segir sig sjálft að lokar á stóran hluta kaupendur og eiginlega bara örugglega alla fyrstu kaupendur.“ Það sé ekki neikvætt í sjálfu sér að tekið sé fyrir verðtryggð húsnæðislán, en í núverandi vaxtaumhverfi sé það á færri örfárra aðila að taka óverðtryggð lán. „Þetta bitnar á mjög mörgum og stoppar bara mjög mörg mál, það eru mjög mörg mál inni á borði hjá okkur sem eru bara stopp. En það er kaupvilji, við erum að fá mætingar í opin hús.“ Allt stöðvist nú á meðan lánaframboð sé til endurskoðunar. Stjórnvöld verði að bregðast við hið fyrsta. „Þetta eru ekki bara fyrstu kaupendur. Þetta eru líka fólk sem er bara að koma sér fyrir, stækkandi fjölskyldur sem þurfa stærra húsnæði. Þannig þetta er bara mikið áhyggjuefni og ríkisstjórnin þarf að beita sér fyrir breyttum aðstæðum.“ Guðlaugur hefur verið fasteignasali síðan 2005 og segist ekki muna ekki eftir viðlíka breytingum á lánaumhverfi hérlendis síðan í hruninu. Þær séu víðtækari en margir geri sér grein fyrir. „Af því að einhvers staðar þarf keðjan að byrja. Hún byrjar yfirleitt hjá aðilum sem eru að byrja kaupin, þannig allar þessar keðjur bara hrynja ef keðjan brotnar einhvers staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að koma eitthvað frá ríkisstjórninni, eins og ég sagði áðan, svo það sé hægt að taka þessi lán.“ Annars er bara meirihluti fólks ekki að fara að geta keypt sér íbúð? „Já, það er bara þannig.“
Húsnæðismál Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent