Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. október 2025 23:13 Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Bjarni Fordómafullar og öfgakenndar skoðanir hafa fengið stærri vettvang og auðveldara er að koma þeim á framfæri en áður með tilkomu æ fleiri hlaðvarpsþátta, að mati stjórnmálafræðings. „Ég er ekkert bara að tala um menningu. Ég er að tala um bara genamengi, líka það skiptir miklu máli. Leyf mér að spyrja þig, ef einhver kallar þig rasista? Já. Hvað, hvernig líður þér með það? Ég segi að ég sé bara race realist.“ Þessi ummæli Sverris Helgasonar í Bjórkastinu þar sem rætt var um útlendingamál hafa vakið mikla athygli. Ástæðan er sú að Sverrir var þar til fréttir voru birtar af ummælum hans stjórnarmaður í ungliðahreyfingu Miðflokksins. Formaður Miðflokksins vildi ekki veita viðtal vegna málsins en Sverrir hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum X í umræðunni um útlendingamál. Þar hefur hann meðal annars talað um að berjast gegn úrkynjun og hnignun íslensks samfélags og um það hvernig gen hafi áhrif á getu manna til að aðlagast samfélögum. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir umræðuna á villigötum. Umræðan á villigötum „Ofbeldishneigð, eða svona neikvæð hegðun ef maður getur orðað það þannig, sem er auðvitað óásættanleg, það hefur ekkert með gen að gera. Það hefur með aðstæður fólks að gera þegar það er að alast upp og félagslegar og efnahagslegar aðstæður. Þannig þessi genaumræða er á algjörum villigötum,“ segir Eva Heiða. Alls konar skoðanir eigi rétt á sér en fólk hafi líka rétt á að andmæla þeim. Slíkar skoðanir fái gjarnan byr undir báða vængi í sístækkandi hópi hlaðvarpsþátta sem lúta ekki sömu reglum og venjulegir fjölmiðlar. „Þar af leiðandi geta ýmsar skoðanir sem eru kannski ekki mjög útbreiddar í samfélaginu fengið vettvang þar. Þessar skoðanir hafa auðvitað verið til í langan tíma en hafa kannski ekki fengið vettvang og það er kannski ástæða fyrir því vegna þess að þetta stenst enga skoðun með þessa genaumræðu,“ bætir Eva við. „Svo getur fólk haft skoðanir á því hvort fólk sem komi úr ólíkum menningarheimum eigi kannski erfiðara með að búa saman hlið við hlið eða það þarf meiri aðlögun eða hvernig sem það er. En það hefur ekkert með kynþætti eða gen að gera.“ Hér má sjá nokkrar af færslum Sverris á samfélagsmiðlinum X. svo er eitt, hvers konar idiot þarftu eiginlega að vera til þess að halda að gen hafi EKKI áhrif á getu manna til þess að aðlagast og byggja upp samfélög? ég held að þetta sé bara frekar basic sannleikur sem flestir eru sammála um😭😭😭— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 28, 2025 já neinei ég og strákarnir við erum ekkert fasistar sko við erum esóterískir schizoidar að berjast fyrir einsleitara og fallegra samfélagi pic.twitter.com/rrCjx8TPTm— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 27, 2025 hvað ætlar þú að gera í dag til að sporna við úrkynjun og hnignun íslensks samfélags? https://t.co/7GSeBuHwvT pic.twitter.com/atAkg0NWNm— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 25, 2025 Miðflokkurinn Innflytjendamál Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. 28. október 2025 10:32 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
„Ég er ekkert bara að tala um menningu. Ég er að tala um bara genamengi, líka það skiptir miklu máli. Leyf mér að spyrja þig, ef einhver kallar þig rasista? Já. Hvað, hvernig líður þér með það? Ég segi að ég sé bara race realist.“ Þessi ummæli Sverris Helgasonar í Bjórkastinu þar sem rætt var um útlendingamál hafa vakið mikla athygli. Ástæðan er sú að Sverrir var þar til fréttir voru birtar af ummælum hans stjórnarmaður í ungliðahreyfingu Miðflokksins. Formaður Miðflokksins vildi ekki veita viðtal vegna málsins en Sverrir hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum X í umræðunni um útlendingamál. Þar hefur hann meðal annars talað um að berjast gegn úrkynjun og hnignun íslensks samfélags og um það hvernig gen hafi áhrif á getu manna til að aðlagast samfélögum. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir umræðuna á villigötum. Umræðan á villigötum „Ofbeldishneigð, eða svona neikvæð hegðun ef maður getur orðað það þannig, sem er auðvitað óásættanleg, það hefur ekkert með gen að gera. Það hefur með aðstæður fólks að gera þegar það er að alast upp og félagslegar og efnahagslegar aðstæður. Þannig þessi genaumræða er á algjörum villigötum,“ segir Eva Heiða. Alls konar skoðanir eigi rétt á sér en fólk hafi líka rétt á að andmæla þeim. Slíkar skoðanir fái gjarnan byr undir báða vængi í sístækkandi hópi hlaðvarpsþátta sem lúta ekki sömu reglum og venjulegir fjölmiðlar. „Þar af leiðandi geta ýmsar skoðanir sem eru kannski ekki mjög útbreiddar í samfélaginu fengið vettvang þar. Þessar skoðanir hafa auðvitað verið til í langan tíma en hafa kannski ekki fengið vettvang og það er kannski ástæða fyrir því vegna þess að þetta stenst enga skoðun með þessa genaumræðu,“ bætir Eva við. „Svo getur fólk haft skoðanir á því hvort fólk sem komi úr ólíkum menningarheimum eigi kannski erfiðara með að búa saman hlið við hlið eða það þarf meiri aðlögun eða hvernig sem það er. En það hefur ekkert með kynþætti eða gen að gera.“ Hér má sjá nokkrar af færslum Sverris á samfélagsmiðlinum X. svo er eitt, hvers konar idiot þarftu eiginlega að vera til þess að halda að gen hafi EKKI áhrif á getu manna til þess að aðlagast og byggja upp samfélög? ég held að þetta sé bara frekar basic sannleikur sem flestir eru sammála um😭😭😭— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 28, 2025 já neinei ég og strákarnir við erum ekkert fasistar sko við erum esóterískir schizoidar að berjast fyrir einsleitara og fallegra samfélagi pic.twitter.com/rrCjx8TPTm— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 27, 2025 hvað ætlar þú að gera í dag til að sporna við úrkynjun og hnignun íslensks samfélags? https://t.co/7GSeBuHwvT pic.twitter.com/atAkg0NWNm— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 25, 2025
Miðflokkurinn Innflytjendamál Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. 28. október 2025 10:32 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. 28. október 2025 10:32