„Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2025 20:15 Santa J. Claus, sem var gestur á Hótel Rangá í nokkra daga og sló þar í gegn eins og allstaðar þar sem hann fer í heimsókn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólki á Hótel Rangá var nokkuð brugðið í þegar fullskapaður jólasveinn mætti á hótelið í sínum skrúða til að dvelja þar í nokkrar nætur. Um er að ræða jólasvein frá Bandaríkjunum, sem er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Fagnaðar fundur urðu þegar Kjötkrókur hitti þann ameríska. Hér erum við að tala um Bandarískan og gamlan íslenskan jólasvein, sem höfðu gaman af því að hittast og syngja saman þó nokkuð sé í jólin sjálf. Santa J. Claus er nútíma jólasveinn, sem notar Instagram og Tiktok síður sínar til að dreifa jólalegri gleði allt árið um kring. Hann er með yfir 5 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum þar sem hann deilir hvetjandi myndböndum til sinna fylgjenda. Hann hefur verið jólasveinn fræga fólksins í Bandaríkjunum í mörg ár og hann vinnur einnig náið með samtökum sem styðja við langveik börn. „Nú loksins hef ég náð að koma til Íslands að degi til og séð alla þessa stórbrotnu fegurð. Þetta er fallegt land“, segir sveinki. Og þú ert jólasveininn eða hvað? „Vissulega, vissulega, ég er kallaður allskonar nöfnum. Sumir kalla mig jólasvein, sumir kalla mig Pére Noel, Babbo Natale, heilagan Nikulás. Það eru mörg nöfn út um allan heim“, segir jólasveininn kátur og hress. Skeggið og hárið á sveinka er allt náttúrulegt og svo lét hann hanna á sig þennan fína jólasveina klæðnað. „Heyrðu jólasveinninn, hann var bara að koma frá Norðurpólnum hingað í heimsókn til okkar. Hann er í smá fríi áður en öll jólavertíðin byrjar hjá honum og haldið að hann hafi ekki valið Hótel Rangá og Ísland til að koma til. Hann er bara alveg frábær, hann er ekkert smá skemmtilegur og frábær jólasveinn,“ segir Eyrún Aníta Gylfadóttir, markaðsstjóri Hótels Rangár. Gamli íslenski jólasveininn er líka alltaf flottur en hér er Kjötkrókur. „Við náttúrulega eigum heima í helli í Heklu eins og gengur og gerist og við höfum gaman af því að vera að skoða svona hella og vera að þvælast og vesenast. En við þurfum náttúrulega að hitta útlensku jólasveinana til að bera saman bækur okkar sjáðu til,“ segir Kjötkrókur eldhress, sem hlakkar mikið til jólanna. Bandaríski jólasveininn koma víða við á ferð sinni á Suðurlandi en hann fór meðal annars í hellana á Hellu. Þar urðu fagnaðarfundir þegar sá ameríski bankaði upp á og hitti aftur Kjötkrók. Ameríski jólasveininn fékk að sjálfsögðu íslenska lopapeysu skreytta hreindýrum í gjöf áður en hann hélt heim til síns lands. Instagram síða jólasveinsins Tiktok síða jólasveinsins Rangárþing ytra Ferðaþjónusta Jólasveinar Bandaríkin Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Hér erum við að tala um Bandarískan og gamlan íslenskan jólasvein, sem höfðu gaman af því að hittast og syngja saman þó nokkuð sé í jólin sjálf. Santa J. Claus er nútíma jólasveinn, sem notar Instagram og Tiktok síður sínar til að dreifa jólalegri gleði allt árið um kring. Hann er með yfir 5 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum þar sem hann deilir hvetjandi myndböndum til sinna fylgjenda. Hann hefur verið jólasveinn fræga fólksins í Bandaríkjunum í mörg ár og hann vinnur einnig náið með samtökum sem styðja við langveik börn. „Nú loksins hef ég náð að koma til Íslands að degi til og séð alla þessa stórbrotnu fegurð. Þetta er fallegt land“, segir sveinki. Og þú ert jólasveininn eða hvað? „Vissulega, vissulega, ég er kallaður allskonar nöfnum. Sumir kalla mig jólasvein, sumir kalla mig Pére Noel, Babbo Natale, heilagan Nikulás. Það eru mörg nöfn út um allan heim“, segir jólasveininn kátur og hress. Skeggið og hárið á sveinka er allt náttúrulegt og svo lét hann hanna á sig þennan fína jólasveina klæðnað. „Heyrðu jólasveinninn, hann var bara að koma frá Norðurpólnum hingað í heimsókn til okkar. Hann er í smá fríi áður en öll jólavertíðin byrjar hjá honum og haldið að hann hafi ekki valið Hótel Rangá og Ísland til að koma til. Hann er bara alveg frábær, hann er ekkert smá skemmtilegur og frábær jólasveinn,“ segir Eyrún Aníta Gylfadóttir, markaðsstjóri Hótels Rangár. Gamli íslenski jólasveininn er líka alltaf flottur en hér er Kjötkrókur. „Við náttúrulega eigum heima í helli í Heklu eins og gengur og gerist og við höfum gaman af því að vera að skoða svona hella og vera að þvælast og vesenast. En við þurfum náttúrulega að hitta útlensku jólasveinana til að bera saman bækur okkar sjáðu til,“ segir Kjötkrókur eldhress, sem hlakkar mikið til jólanna. Bandaríski jólasveininn koma víða við á ferð sinni á Suðurlandi en hann fór meðal annars í hellana á Hellu. Þar urðu fagnaðarfundir þegar sá ameríski bankaði upp á og hitti aftur Kjötkrók. Ameríski jólasveininn fékk að sjálfsögðu íslenska lopapeysu skreytta hreindýrum í gjöf áður en hann hélt heim til síns lands. Instagram síða jólasveinsins Tiktok síða jólasveinsins
Rangárþing ytra Ferðaþjónusta Jólasveinar Bandaríkin Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira