Lífið

Sviti, mjólk og hósta­kast eftir að hafa manað hvorn annan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Siggi og Aron smökkuðu ferskan chillí.
Siggi og Aron smökkuðu ferskan chillí.

Leikararnir og vinirnir Aron Már Ólafsson og Sigurður Ingvarsson sýndu vægast sagt óhefðbundin handtök í eldhúsinu í síðasta þætti af Ísskápastríðinu.

Aron var með Gumma Ben í liði og Sigurður var með Evu Laufey. Skemmtilegt atvik átti sér stað rétt áður en liðin réðust í eftirréttaþrautina.

Þá mönuðu vinirnir hvorn annan að smakka ferskan chillí. Í fyrstu leit út fyrir að strákarnir væru að höndla málið nokkuð vel en þegar leið á þáttinn kom annað í ljós.

Klippa: Mönuðu hvorn annan til að smakka chillí





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.