Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. október 2025 06:59 Fullorðnir einstaklingar innan 764 veiða börn og ungmenni í net sitt á veraldarvefnum og hvetja þau til að skaða sjálf sig og aðra. Getty Greint var frá því í Kastljósi í gær að ung íslensk stúlka hefði lent í alþjóðlega glæpahópnum 764 og verið neydd til að skaða sjálfa sig og hvött til ofbeldis gegn öðrum. Þá varð hún vitni að þremur sjálfsvígum ungmenna í beinu streymi. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur unnið að rannsókn á meðlimum hópsins og tilkynnti meðal annars á mánudag að einn hefði verið ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni, ofbeldi gegn dýrum og hótanir, svo eitthvað sé nefnt. Viðkomandi er 19 ára gamall. Að sögn íslensku stúlkunnar var það í raun ekki fyrr en hún greindi frá ofbeldinu gegn sér á Tik Tok sem FBI setti sig í samband við hana en fram að því höfðu lögregluyfirvöld á Íslandi sagt að ekkert væri hægt að gera í málinu. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Hún segir að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni á hafa náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Þegar leið á fóru henni að berast hótanir, þar sem henni var meðal annars skipað að skaða sjálfa sig og gæludýrin sín og deila nektarmyndum. Hótanirnar hafi verið settar fram af „háttsettum“ körlum innan hópsins. Á tímabili horfðu allt að 100 manns á stúlkuna í beinu streymi, niðurlægðu hana og hvöttu til sjálfsskaða og ofbeldisverka. „Þá var verið að segja mér að rífa hausinn af páfagauknum mínum eða að stinga halanum á eðlunni minni inn í mig eða eitthvað. Ég neitaði að gera það og þá var bara öskrað á mig og hótað mér og þá þurfti ég að skera mig í staðinn og setja hníf inn í mig,“ segir hún. Hún hafi að lokum sloppið þegar hún eyddi Discord og hunsaði áreiti á öðrum samskiptamiðlum. „Þegar að barn hefur lent í öllu þessu og séð allt sem hún hefur séð, þá spyr maður sig í rauninni bara hvernig verður framtíðin. Eins og ég sagði áðan, ég kenni mér um þetta, en ég geri allt sem ég get til að reyna að hjálpa henni út úr þessu,“ sagði móðir stúlkunnar. Hér má finna umfjöllun Kastljóss. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur unnið að rannsókn á meðlimum hópsins og tilkynnti meðal annars á mánudag að einn hefði verið ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni, ofbeldi gegn dýrum og hótanir, svo eitthvað sé nefnt. Viðkomandi er 19 ára gamall. Að sögn íslensku stúlkunnar var það í raun ekki fyrr en hún greindi frá ofbeldinu gegn sér á Tik Tok sem FBI setti sig í samband við hana en fram að því höfðu lögregluyfirvöld á Íslandi sagt að ekkert væri hægt að gera í málinu. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Hún segir að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni á hafa náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Þegar leið á fóru henni að berast hótanir, þar sem henni var meðal annars skipað að skaða sjálfa sig og gæludýrin sín og deila nektarmyndum. Hótanirnar hafi verið settar fram af „háttsettum“ körlum innan hópsins. Á tímabili horfðu allt að 100 manns á stúlkuna í beinu streymi, niðurlægðu hana og hvöttu til sjálfsskaða og ofbeldisverka. „Þá var verið að segja mér að rífa hausinn af páfagauknum mínum eða að stinga halanum á eðlunni minni inn í mig eða eitthvað. Ég neitaði að gera það og þá var bara öskrað á mig og hótað mér og þá þurfti ég að skera mig í staðinn og setja hníf inn í mig,“ segir hún. Hún hafi að lokum sloppið þegar hún eyddi Discord og hunsaði áreiti á öðrum samskiptamiðlum. „Þegar að barn hefur lent í öllu þessu og séð allt sem hún hefur séð, þá spyr maður sig í rauninni bara hvernig verður framtíðin. Eins og ég sagði áðan, ég kenni mér um þetta, en ég geri allt sem ég get til að reyna að hjálpa henni út úr þessu,“ sagði móðir stúlkunnar. Hér má finna umfjöllun Kastljóss. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira