Innlent

Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkis­stjórnarinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristrún Frostadóttir er nýkomin til landsins á fundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna.
Kristrún Frostadóttir er nýkomin til landsins á fundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna. Vísir/Anton Brink

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Fram-salnum í Úlfarsárdal klukkan 16:30 í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinar. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri verður einnig á fundinum en þar verður kynnt nýtt samstarfsverkefni ríkisins og Reykjavíkurborgar.

Vísir verður með beina útsending frá fundinum sem hefst klukkan 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×