Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2025 16:49 Inga Sæland með sleggju á lofti. Vísir/Bjarni Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. Ríkisstjórnin segir lengi hafa verið kallað eftir breytingum til að auðvelda byggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði. „Ríkisstjórnin hyggst ráðast í stórfellda einföldun á regluverki til að svara þessu kalli – meðal annars með því að einfalda byggingarreglugerð, með skilvirkara byggingareftirliti og með einni gátt fyrir stafræn byggingarleyfi í Mannvirkjaskrá HMS,“ segir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Ný byggingarreglugerð verði markmiðsdrifin. „Gert er ráð fyrir að fyrsti kafli nýrrar reglugerðar verði kynntur á vef HMS í nóvember og að vinnunni ljúki næsta vor. Stefnt er að því að tæknilegar útfærslur fari úr reglugerðinni og þess í stað verði settar fram leiðbeiningar sem unnar eru í samstarfi við fagaðila. Jafnframt verður efnisreglum fækkað til að auðvelda og flýta íbúðauppbyggingu.“ Róttækar breytingar séu fyrirhugaðar á byggingareftirliti. „Gert er ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Með breytingunni yrði létt verulega á störfum byggingarfulltrúa. Þá verði núverandi starfsábyrgðartryggingar aflagðar og sérstök byggingargallatrygging tekin upp í staðinn, að danskri fyrirmynd. Þetta mun auðvelda neytendum að fá úrlausn sinna mála þegar gallar koma í ljós.“ Með stafrænni umsóknargátt HMS verði hægt að sækja um byggingarleyfi hvar sem er á landinu í gegnum netið. Samskipti verði einfölduð og afgreiðslufrestur styttist með aukinni sjálfvirkni. Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Ríkisstjórnin segir lengi hafa verið kallað eftir breytingum til að auðvelda byggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði. „Ríkisstjórnin hyggst ráðast í stórfellda einföldun á regluverki til að svara þessu kalli – meðal annars með því að einfalda byggingarreglugerð, með skilvirkara byggingareftirliti og með einni gátt fyrir stafræn byggingarleyfi í Mannvirkjaskrá HMS,“ segir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Ný byggingarreglugerð verði markmiðsdrifin. „Gert er ráð fyrir að fyrsti kafli nýrrar reglugerðar verði kynntur á vef HMS í nóvember og að vinnunni ljúki næsta vor. Stefnt er að því að tæknilegar útfærslur fari úr reglugerðinni og þess í stað verði settar fram leiðbeiningar sem unnar eru í samstarfi við fagaðila. Jafnframt verður efnisreglum fækkað til að auðvelda og flýta íbúðauppbyggingu.“ Róttækar breytingar séu fyrirhugaðar á byggingareftirliti. „Gert er ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Með breytingunni yrði létt verulega á störfum byggingarfulltrúa. Þá verði núverandi starfsábyrgðartryggingar aflagðar og sérstök byggingargallatrygging tekin upp í staðinn, að danskri fyrirmynd. Þetta mun auðvelda neytendum að fá úrlausn sinna mála þegar gallar koma í ljós.“ Með stafrænni umsóknargátt HMS verði hægt að sækja um byggingarleyfi hvar sem er á landinu í gegnum netið. Samskipti verði einfölduð og afgreiðslufrestur styttist með aukinni sjálfvirkni.
Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira