Lífið

Hve­nær má byrja að spila jóla­lög?

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Má spila jólalög allt árið um kring eða er spilunin einskorðuð við aðventuna?
Má spila jólalög allt árið um kring eða er spilunin einskorðuð við aðventuna? Getty

Jólaandinn svífur yfir vötnum, í það minnsta að mati sumra. Vetur konungur mætti með hörku á suðvesturhornið í vikunni með metsnjókomu og sjaldan hefur verið eins kalt í höfuðborginni á þessum degi októbermánaðar.

Létt Bylgjan fór að spila jólalög allan sólarhringinn síðastliðinn föstudag. Stefán Valmundarson útvarpsstjóri Sýnar sagði við það tilefni að mestu jólabörn landsins væru löngu tilbúin að byrja að spila jólalögin.

Öðrum finnst þetta allt of snemmt og heitar umræður geta skapast á kaffistofunum um hvenær jólalagaspil sé viðeigandi. Hvað finnst þér kæri lesandi?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.