Innlent

For­manns­kosningu Pírata frestað

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, gjaldkeri Pírata, var fundarstjóri á aukaaðalfundi flokksins í kvöld.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, gjaldkeri Pírata, var fundarstjóri á aukaaðalfundi flokksins í kvöld. Vísir/Rax

Kosningu til formanns, varaformanns og til stjórnar Pírata var frestað á aukaaðalfundi Pírata í kvöld vegna formgalla á fundarboði. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, gjaldkeri Pírata, segir að boðað verði til nýs aukaaðalfundar vonandi á allra næstu vikum.

Til stóð að kjósa í ný formanns- og varaformannsembætti Pírata í kvöld, en Píratar hafa verið formannslausir frá stofnun flokksins 2012.

„Þetta var lögmætur aðalfundur en það láðist að setja inn í fundarboðið fyrirkomulag á hvernig yrði kostið til embættis formanns.“

„Við erum nýbúin að leggja niður rafræna kosningakerfið okkar. Við vorum búin að bjóða fólki upp á umboðskosningar svokallaðar, það gæti sent fólk með atkvæði fyrir sig, en það fór fyrir mistök ekki út í fundarboðið þannig það vissu ekki allir félagsmenn af þessu.“

„Okkur fannst þetta mikilvægt af því þetta er mikilvægt embætti innan flokksins, að þetta væri alveg á hreinu að allir félagsmenn hefðu jafnan rétt á þátttöku í þessu mikilvæga kjöri.“

Í framboði til formanns eru eins og sakir standa Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í bæjarstjórn, Alexandra Briem borgarfulltrúi, og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns varaborgarfulltrúi.

Í framboði til varaformanns er Inga Þóra Haraldsdóttir.

Þórhildur segir að þetta gæti breyst fram að næsta aukaaðalfundi, til að mynda hafi frambjóðendur til formanns sem ekki ná kjöri tækifæri til að bjóða sig fram til varaformanns.


Tengdar fréttir

Dóra Björt stefnir á formanninn

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Hún segir marga hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til embættisins og að hún vilji taka þátt uppbyggingu og endurreisn sem sé framundan.

Þurfa mögu­lega að fresta for­manns­kosningu vegna form­galla

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fundarstjóri á aukaaðalfundi Pírata sem nú stendur yfir þar sem til stóð að kjósa formann, segir að vegna formgalla á fundarboði sé óvissa uppi um hvort kosningaaðferðin sé réttu megin við lög Pírata. Verið sé að ræða hvort farið verði í atkvæðagreiðslu eða fundinum frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×