Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2025 19:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Getty/Vísir Í gær, 1. nóvember, var haldin ráðstefna um sögur kynlífsverkafólks og opinbera stefnu. Rauða Regnhlífin, Old Pros, Strip Lab, Red Umbrella Sweden og PION stóðu að baki ráðstefnunnar. Þar var umræðan um afglæpavæðingu áberandi en einnig var ljósi varpað á reynslu einstaklinga sem starfa í kynlífsþjónustu hér á landi. Þegar hlustað er á reynslu kynlífsverkafólks má sjá að eitthvað hefur vantað í samtalið fram að þessu. Umræðan um kynlífsvinnu á Íslandi hefur lengi verið föst á þeim stað að annað hvort þurfi að líta á kynlífsvinnu sem ofbeldi eða frelsi. En raunveruleikinn er, eins og oftast, miklu flóknari. Óháð því hvar fólk staðsetur sig í þessari umræðu erum við öll sammála því að mansali og ofbeldi þurfi að útrýma. Þau sem selja kynlífsþjónustu eru fjölbreyttur hópur. Sum búa við mjög flóknar félagslegar aðstæður þar sem neyð og/eða neysla getur leitt fólk til þess að snúa sér að kynlífsvinnu, eitthvað sem þau myndu annars ekki gera. En ekki öll sem selja kynlífsþjónustu gera það í neyð. Sum búa við meiri forréttindi og geta því tekið upplýstari ákvörðun. Kynlífsverkafólk býr flest við jaðarsetningu og ef við viljum draga úr henni þurfum við að taka samtalið við þau. Spurningin er því þessi; hvað myndi gerast ef við færum að tala við þau, í stað þess að tala um þau? Kynlífsvinna fyrirfinnst á Íslandi. Þó reynt hafi verið að tala gegn slíkri vinnu þá breytir það ekki þeirri staðreynd að hér á landi eru einstaklingar sem selja kynlífsþjónustu. Kynlífsvinna er margþætt. Fyrir flest okkar sem þekkja lítið til umræðunnar um kynlífsvinnu þá koma upp allskonar viðbrögð. Við viljum vissulega ekki að nein manneskja þurfi, gegn eigin vilja, að stunda kynlífsvinnu á Íslandi né annars staðar í heiminum. Kynlífsvinna er vítt hugtak sem á við um sölu á kynferðislegri þjónustu á milli fullorðinna aðila gegn greiðslu af einhverju tagi, með samþykki og eftir samkomulagi seljandans og kaupandans. Þessi þjónusta getur farið fram í persónu eða á netinu. Bein kynferðisleg þjónusta Kynlíf gegn greiðslu sem getur átt sér stað innan eða utandyra. Seljendur þess eru fullorðnir aðilar sem kunna að vera af öllum kynjum og úr öllum stöðum samfélagsins. Escort þjónusta sem getur verið með eða án kynlífs (sum bjóða eingöngu upp á samveru, kvöldverð eða félagsskap) Kynferðisleg framleiðsla og miðlun Klámframleiðsla, fyrir fyrirtæki eða sjálfstætt (t.d. að taka upp og selja kynferðislegt efni). OnlyFans, Fansly o.fl. þar sem fólk selur aðgang að myndum, myndböndum eða beinum útsendingum (oft í beinum tengslum við fylgjendur eða aðdáendur). Netmiðuð samskipti og fantasíu-byggð vinna Sexting, camming eða fantasy chat þar sem fólk vinnur í gegnum netið við að skapa eða selja kynferðislega upplifun með orðum, myndum eða samtali. Nudd, stripp og erótískir leikir Stripp og erótísk sýning þar sem fólk dansar nakið gegn greiðslu á klúbbum eða á netinu Erótísk nudd eða fetish þjónusta þar sem kynferðisleg örvun eða valdatengsl eru hluti af samningnum, getur verið með eða án kynlífs BDSM þjónusta þar sem fólk býður upp á pro-sub eða pro-dom þjónustu gegn gjaldi. Í raun mætti segja að kynlífsvinna sé á rófi, frá mjög líkamlegri vinnu yfir í fullkomlega stafræna, ímyndaða eða tilfinningalega nánd. Mér finnst við þurfa að nálgast kynlífsvinnu eins og aðra skaðaminnkandi umræðu. Skaðaminnkun snýst ekki um að samþykkja eða hafna kynlífsvinnu, hún snýst um að sjá manneskjurnar sem eru í kynlífsvinnu og spyrja: hvað þurfið þið? Hvað getum við gert til að gera ykkar aðstæður öruggari? Skaðaminnkandi nálgun hefur skilað miklu í umræðunni um aðra jaðarsetta hópa, til dæmis fólk með fíknisjúkdóma. Jákvæð þróun hefur átt sér stað þegar jaðarsettir hópar fá að ákveða þau hugtök sem notuð eru um þau, borin er virðing fyrir þessum einstaklingum, sem oft eru í viðkvæmri stöðu, og þeim tryggður aðgangur að öruggari rýmum fyrir neyslu eða úrræði á þeirra eigin forsendum. Viðhorf sem einkennast af skaðaminnkandi nálgun hafa enn ekki náð til fólks í kynlífsvinnu. Notuð eru hugtök sem kynlífsverkafólk kýs margt að nota ekki sjálft, t.d. brotaþolar vændis. Á sama tíma hefur gengið hægt að innleiða hugtakið kynlífsvinna. Þau sem berjast fyrir réttindum kynlífsverkafólks hafa ítrekað mikilvægi þess að fólk í kynlífsvinnu séu höfð með þegar verið að móta stefnur eða lög sem varðar þau. Mín von er sú að við getum farið að eiga samtal við fólkið sem er í kynlífsvinnu og byrjað að mæta þeim þar sem þau eru, með skaðaminnkandi nálgun að leiðarljósi. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að ofan. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Vændi Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Þegar hlustað er á reynslu kynlífsverkafólks má sjá að eitthvað hefur vantað í samtalið fram að þessu. Umræðan um kynlífsvinnu á Íslandi hefur lengi verið föst á þeim stað að annað hvort þurfi að líta á kynlífsvinnu sem ofbeldi eða frelsi. En raunveruleikinn er, eins og oftast, miklu flóknari. Óháð því hvar fólk staðsetur sig í þessari umræðu erum við öll sammála því að mansali og ofbeldi þurfi að útrýma. Þau sem selja kynlífsþjónustu eru fjölbreyttur hópur. Sum búa við mjög flóknar félagslegar aðstæður þar sem neyð og/eða neysla getur leitt fólk til þess að snúa sér að kynlífsvinnu, eitthvað sem þau myndu annars ekki gera. En ekki öll sem selja kynlífsþjónustu gera það í neyð. Sum búa við meiri forréttindi og geta því tekið upplýstari ákvörðun. Kynlífsverkafólk býr flest við jaðarsetningu og ef við viljum draga úr henni þurfum við að taka samtalið við þau. Spurningin er því þessi; hvað myndi gerast ef við færum að tala við þau, í stað þess að tala um þau? Kynlífsvinna fyrirfinnst á Íslandi. Þó reynt hafi verið að tala gegn slíkri vinnu þá breytir það ekki þeirri staðreynd að hér á landi eru einstaklingar sem selja kynlífsþjónustu. Kynlífsvinna er margþætt. Fyrir flest okkar sem þekkja lítið til umræðunnar um kynlífsvinnu þá koma upp allskonar viðbrögð. Við viljum vissulega ekki að nein manneskja þurfi, gegn eigin vilja, að stunda kynlífsvinnu á Íslandi né annars staðar í heiminum. Kynlífsvinna er vítt hugtak sem á við um sölu á kynferðislegri þjónustu á milli fullorðinna aðila gegn greiðslu af einhverju tagi, með samþykki og eftir samkomulagi seljandans og kaupandans. Þessi þjónusta getur farið fram í persónu eða á netinu. Bein kynferðisleg þjónusta Kynlíf gegn greiðslu sem getur átt sér stað innan eða utandyra. Seljendur þess eru fullorðnir aðilar sem kunna að vera af öllum kynjum og úr öllum stöðum samfélagsins. Escort þjónusta sem getur verið með eða án kynlífs (sum bjóða eingöngu upp á samveru, kvöldverð eða félagsskap) Kynferðisleg framleiðsla og miðlun Klámframleiðsla, fyrir fyrirtæki eða sjálfstætt (t.d. að taka upp og selja kynferðislegt efni). OnlyFans, Fansly o.fl. þar sem fólk selur aðgang að myndum, myndböndum eða beinum útsendingum (oft í beinum tengslum við fylgjendur eða aðdáendur). Netmiðuð samskipti og fantasíu-byggð vinna Sexting, camming eða fantasy chat þar sem fólk vinnur í gegnum netið við að skapa eða selja kynferðislega upplifun með orðum, myndum eða samtali. Nudd, stripp og erótískir leikir Stripp og erótísk sýning þar sem fólk dansar nakið gegn greiðslu á klúbbum eða á netinu Erótísk nudd eða fetish þjónusta þar sem kynferðisleg örvun eða valdatengsl eru hluti af samningnum, getur verið með eða án kynlífs BDSM þjónusta þar sem fólk býður upp á pro-sub eða pro-dom þjónustu gegn gjaldi. Í raun mætti segja að kynlífsvinna sé á rófi, frá mjög líkamlegri vinnu yfir í fullkomlega stafræna, ímyndaða eða tilfinningalega nánd. Mér finnst við þurfa að nálgast kynlífsvinnu eins og aðra skaðaminnkandi umræðu. Skaðaminnkun snýst ekki um að samþykkja eða hafna kynlífsvinnu, hún snýst um að sjá manneskjurnar sem eru í kynlífsvinnu og spyrja: hvað þurfið þið? Hvað getum við gert til að gera ykkar aðstæður öruggari? Skaðaminnkandi nálgun hefur skilað miklu í umræðunni um aðra jaðarsetta hópa, til dæmis fólk með fíknisjúkdóma. Jákvæð þróun hefur átt sér stað þegar jaðarsettir hópar fá að ákveða þau hugtök sem notuð eru um þau, borin er virðing fyrir þessum einstaklingum, sem oft eru í viðkvæmri stöðu, og þeim tryggður aðgangur að öruggari rýmum fyrir neyslu eða úrræði á þeirra eigin forsendum. Viðhorf sem einkennast af skaðaminnkandi nálgun hafa enn ekki náð til fólks í kynlífsvinnu. Notuð eru hugtök sem kynlífsverkafólk kýs margt að nota ekki sjálft, t.d. brotaþolar vændis. Á sama tíma hefur gengið hægt að innleiða hugtakið kynlífsvinna. Þau sem berjast fyrir réttindum kynlífsverkafólks hafa ítrekað mikilvægi þess að fólk í kynlífsvinnu séu höfð með þegar verið að móta stefnur eða lög sem varðar þau. Mín von er sú að við getum farið að eiga samtal við fólkið sem er í kynlífsvinnu og byrjað að mæta þeim þar sem þau eru, með skaðaminnkandi nálgun að leiðarljósi. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að ofan.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að ofan.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Vændi Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira