„Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 12:19 Guðrún Hafsteinsdóttir og Kristrún Frostadóttir ræddu stöðu efnahagsmála í sérstakri umræðu á Alþingi í morgun. Vísir/Ívar Fannar/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vera að taka til eftir óstjórn í ríkisfjármálum á síðustu árum en sérstök umræða um efnahagsmál er í gangi á Alþingi að beiðni Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns Sjálfstæðisflokks. Guðrún sagði stöðu hagkerfisins erfiða og að atvinnulífið ætti undir högg að sækja. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins óskaði undir lok október eftir sérstakri umræðu um stöðu efnahagsmála. Í ræðu sinni við umræðuna í morgun nefndi hún meðal annars stöðuna á Grundartanga hjá Elkem og Norðuráli, uppsagnir vegna falls Play og í sjávarútvegi og óvissu um veiðar á loðnu, markíl og kolmunna. „Merkin úr hagkerfinu endurspegla sama vanda, aðalhagfræðingur Landsbankans telur nær engar líkur á vaxtalækkun, verðbólga hefur hækkað og er yfir markmiði Seðlabankans. Undirliggjandi mælikvarðar ýta í sömu hátt, þetta eru veruleiki sem snertir fyrirtæki og heimili beint í gegnum fjármögnunarkjör,“ sagði Guðrún og bætti við að í þessu árferði dygðu engin innantóm slagorð heldur aðgerðir sem almenningur fyndi fyrir. „Festan mælist ekki í orðum heldur í öryggi“ Guðrún spurði hvernig ríkisstjórnin ætlaði að endurraða útgjöldum án þess að verðbólga myndi aukast og hvaða aðgerðir ríkisstjórnin sæi strax fyrir sér til að vernda störf. „Við höfum þegar séð hvað virkar þegar áföll dynja yfir og við vitum hvað virkar þegar kemur að því að efla samkeppnishæfni landsins. Ríkisstjórn sem ætlar að rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífinu hlýtur að átta sig á því að sú stefna sem hingað til hefur verið lögð á borð gengur þvert á öll slík loforð. Þá ræddi Guðrún hækkanir skatta og opinberra álaga og sagði það vinna gegn aukinni verðmætasköpun. Það væri það eina sem ríkisstjórnin hafi sett á dagskrá sem snerti rekstrarumhverfi fyrirtækja. „Festan mælist ekki í orðum heldur í öryggi sem fólk finnur fyrir í daglegu lífi. Óveðursskýið sem vofir yfir hagkerfinu hangir ekki í neinum hliðarveruleika við þessa ríkisstjórn.“ „Þetta eru ekki bara frasar“ Kristún Frostadóttir var til svars og sagði síðustu ríkisstjórn hafa misst stjórnina, hafi kynt undir þenslu og rekið ríkið á yfirdrætti. Óstjórn hafi verið í ríkisfjármálum. „Núna erum við að laga, við erum að ná aftur stjórn eftir óstjórn síðustu ára með stefnufestu og með því að taka erfiðar ákvarðanir, ekki gera allt fyrir alla. Með því að innleiða stöðugleika, með því að stöðva hallareksturinn, með hundrað milljarða hagræðingaðgerðum og hallalausum ríkisfjármálum í fyrsta skipti í tíu ár.“ „Þetta eru ekki bara frasar heldur liggja fyrir fjöldamörg frumvörp um þessi mál í þinginu,“ bætti Kristrún við. Ætlar ekki að fara leið Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks Hún sagði stóru myndina vera sú að staðan væri betri nú en í stöðu síðustu ríkisstjórnarinnar. „Verðbólgan hefur farið niður og verðbólgan mun fara niður á næstu misserum. Við erum að ná styrkari stjórn og munum endurheimta jafnvægi í íslensku efnahagslífi.“ „Hér á Alþingi erum við spurð á hverjum degi hvort við ætlum ekki að rífa í bremsuna og breyta um stefnu. Hvort við ætlum ekki að lækka þessa skatta og auka þessi útgjöld. Eyða meira, afla minna og auka hallann. Svarið er nei, það kemur ekki til greina. Ætlum við ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla, fara þessa leið Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar.“ Kristrún sagði alltaf koma upp áföll í atvinnulífi þjóðarinnar líkt og að undanförnu, þau væru alvarleg. „Almennt vil ég segja að þessi ríkisstjórn bregst ekki við með því að stíga inn í rekstur fyrirtækja heldur með almennum hætti. Við erum í góðu samtali við þróunarfélag Grundartanga um mögulegar aðgerðir, við höfum unnið þétt með Norðurþingi vegna stöðunnar sem þar er, við erum að vinna að atvinnustefnu, við erum að einfalda regluverk og við erum að höggva á hnúta í raforkumálum,“ sagði Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins óskaði undir lok október eftir sérstakri umræðu um stöðu efnahagsmála. Í ræðu sinni við umræðuna í morgun nefndi hún meðal annars stöðuna á Grundartanga hjá Elkem og Norðuráli, uppsagnir vegna falls Play og í sjávarútvegi og óvissu um veiðar á loðnu, markíl og kolmunna. „Merkin úr hagkerfinu endurspegla sama vanda, aðalhagfræðingur Landsbankans telur nær engar líkur á vaxtalækkun, verðbólga hefur hækkað og er yfir markmiði Seðlabankans. Undirliggjandi mælikvarðar ýta í sömu hátt, þetta eru veruleiki sem snertir fyrirtæki og heimili beint í gegnum fjármögnunarkjör,“ sagði Guðrún og bætti við að í þessu árferði dygðu engin innantóm slagorð heldur aðgerðir sem almenningur fyndi fyrir. „Festan mælist ekki í orðum heldur í öryggi“ Guðrún spurði hvernig ríkisstjórnin ætlaði að endurraða útgjöldum án þess að verðbólga myndi aukast og hvaða aðgerðir ríkisstjórnin sæi strax fyrir sér til að vernda störf. „Við höfum þegar séð hvað virkar þegar áföll dynja yfir og við vitum hvað virkar þegar kemur að því að efla samkeppnishæfni landsins. Ríkisstjórn sem ætlar að rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífinu hlýtur að átta sig á því að sú stefna sem hingað til hefur verið lögð á borð gengur þvert á öll slík loforð. Þá ræddi Guðrún hækkanir skatta og opinberra álaga og sagði það vinna gegn aukinni verðmætasköpun. Það væri það eina sem ríkisstjórnin hafi sett á dagskrá sem snerti rekstrarumhverfi fyrirtækja. „Festan mælist ekki í orðum heldur í öryggi sem fólk finnur fyrir í daglegu lífi. Óveðursskýið sem vofir yfir hagkerfinu hangir ekki í neinum hliðarveruleika við þessa ríkisstjórn.“ „Þetta eru ekki bara frasar“ Kristún Frostadóttir var til svars og sagði síðustu ríkisstjórn hafa misst stjórnina, hafi kynt undir þenslu og rekið ríkið á yfirdrætti. Óstjórn hafi verið í ríkisfjármálum. „Núna erum við að laga, við erum að ná aftur stjórn eftir óstjórn síðustu ára með stefnufestu og með því að taka erfiðar ákvarðanir, ekki gera allt fyrir alla. Með því að innleiða stöðugleika, með því að stöðva hallareksturinn, með hundrað milljarða hagræðingaðgerðum og hallalausum ríkisfjármálum í fyrsta skipti í tíu ár.“ „Þetta eru ekki bara frasar heldur liggja fyrir fjöldamörg frumvörp um þessi mál í þinginu,“ bætti Kristrún við. Ætlar ekki að fara leið Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks Hún sagði stóru myndina vera sú að staðan væri betri nú en í stöðu síðustu ríkisstjórnarinnar. „Verðbólgan hefur farið niður og verðbólgan mun fara niður á næstu misserum. Við erum að ná styrkari stjórn og munum endurheimta jafnvægi í íslensku efnahagslífi.“ „Hér á Alþingi erum við spurð á hverjum degi hvort við ætlum ekki að rífa í bremsuna og breyta um stefnu. Hvort við ætlum ekki að lækka þessa skatta og auka þessi útgjöld. Eyða meira, afla minna og auka hallann. Svarið er nei, það kemur ekki til greina. Ætlum við ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla, fara þessa leið Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar.“ Kristrún sagði alltaf koma upp áföll í atvinnulífi þjóðarinnar líkt og að undanförnu, þau væru alvarleg. „Almennt vil ég segja að þessi ríkisstjórn bregst ekki við með því að stíga inn í rekstur fyrirtækja heldur með almennum hætti. Við erum í góðu samtali við þróunarfélag Grundartanga um mögulegar aðgerðir, við höfum unnið þétt með Norðurþingi vegna stöðunnar sem þar er, við erum að vinna að atvinnustefnu, við erum að einfalda regluverk og við erum að höggva á hnúta í raforkumálum,“ sagði Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira