Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 17:55 Neyðarkallinn í ár er til heiðurs Sigurði Kristófer. Landsbjörg Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir atvikið afar leiðinlegt en engar aðrar tilkynningar um slíkar athugasemdir hafi borist þeim. Í færslu á Facebook segir Ingvar Jónsson markþjálfi frá því hvernig nítján ára dóttir hans og björgunarsveitarkona hafi fengið að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit nýja Neyðarkallsins í ár. „Ég verð að segja að við foreldrarnir trúðum varla því sem hún lýsti fyrir okkur. Að fullorðið fólk - bæði karlar og konur - tókst að niðurlægja sjálft sig með þeim hætti sem raun bar vitni - með fúkyrðum og niðrandi orðræðu opinberaði það rasisma sinn með skammarlegum hætti,“ segir Ingvar. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í heiðri Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan. „Í kjölfarið var, í samráði við hans fjölskyldu, tekin ákvörðun um að heiðra minningu hans með Neyðarkalli ársins sem er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við afhjúpun Neyðarkallsins í vikunni. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn í ár Ingvar segir dóttur sína hafa verið miður sín og spyr hvort að samfélagið sé virkilega á þeim stað að nítján ára sjálfboðaliði sem sé reiðubúinn að fórna flestu til að koma þessu sama fólki til bjargar þurfi að upplifa slíka óvild. „Ég velti fyrir mér ef þetta sama fólk lendir í aðstæðum þar sem líf þeirra væri í hættu - ætli það myndi afþakka björgun frá öðrum en hreinræktuðum Íslendingi?“ spyr Ingvar. „Það sem sameinar alla meðlimi Landsbjargar er manngæska og fórnfýsi. Allir starfa sem sjálfboðaliðar og bregðast ávallt við af góðvild og umhyggju fyrir öðrum, óháð því hvert það á rætur sínar að rekja eða hver húðlitur þeirra er.“ Ingvar hvetur alla til að styðja við Landsbjörg, sérstaklega þegar sjálfboðaliðar „þurfa ítrekað að standa í skugga hreinræktaðs rasisma fátækra sála.“ „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki.“ Starfa með öllum og aðstoða alla Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þetta tilfelli vera það eina sem hafi borist skrifstofu Landsbjargar. „Þetta er það fyrsta sem að við heyrum af þessu og þykir það afar leiðinlegt. Sérstaklega að einhverjir skuli taka út mismunandi skoðanir sínar á ungu sölufólki, það gerir þetta enn leiðinlegra,“ segir hann. Landsbjörg séu ekki samtök sem fari í eitthvað manngreiningarálit. „Við erum ekki samtök sem að förum í manngreiningarálit á neinn hátt, hvorki sem að snýr að kyni, húðlit, uppruna eða neinu öðru. Við erum opin öllum sem vilja starfa með okkur og aðstoðum alla sem þurfa á aðstoða að halda.“ Björgunarsveitir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Sjá meira
Í færslu á Facebook segir Ingvar Jónsson markþjálfi frá því hvernig nítján ára dóttir hans og björgunarsveitarkona hafi fengið að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit nýja Neyðarkallsins í ár. „Ég verð að segja að við foreldrarnir trúðum varla því sem hún lýsti fyrir okkur. Að fullorðið fólk - bæði karlar og konur - tókst að niðurlægja sjálft sig með þeim hætti sem raun bar vitni - með fúkyrðum og niðrandi orðræðu opinberaði það rasisma sinn með skammarlegum hætti,“ segir Ingvar. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í heiðri Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan. „Í kjölfarið var, í samráði við hans fjölskyldu, tekin ákvörðun um að heiðra minningu hans með Neyðarkalli ársins sem er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við afhjúpun Neyðarkallsins í vikunni. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn í ár Ingvar segir dóttur sína hafa verið miður sín og spyr hvort að samfélagið sé virkilega á þeim stað að nítján ára sjálfboðaliði sem sé reiðubúinn að fórna flestu til að koma þessu sama fólki til bjargar þurfi að upplifa slíka óvild. „Ég velti fyrir mér ef þetta sama fólk lendir í aðstæðum þar sem líf þeirra væri í hættu - ætli það myndi afþakka björgun frá öðrum en hreinræktuðum Íslendingi?“ spyr Ingvar. „Það sem sameinar alla meðlimi Landsbjargar er manngæska og fórnfýsi. Allir starfa sem sjálfboðaliðar og bregðast ávallt við af góðvild og umhyggju fyrir öðrum, óháð því hvert það á rætur sínar að rekja eða hver húðlitur þeirra er.“ Ingvar hvetur alla til að styðja við Landsbjörg, sérstaklega þegar sjálfboðaliðar „þurfa ítrekað að standa í skugga hreinræktaðs rasisma fátækra sála.“ „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki.“ Starfa með öllum og aðstoða alla Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þetta tilfelli vera það eina sem hafi borist skrifstofu Landsbjargar. „Þetta er það fyrsta sem að við heyrum af þessu og þykir það afar leiðinlegt. Sérstaklega að einhverjir skuli taka út mismunandi skoðanir sínar á ungu sölufólki, það gerir þetta enn leiðinlegra,“ segir hann. Landsbjörg séu ekki samtök sem fari í eitthvað manngreiningarálit. „Við erum ekki samtök sem að förum í manngreiningarálit á neinn hátt, hvorki sem að snýr að kyni, húðlit, uppruna eða neinu öðru. Við erum opin öllum sem vilja starfa með okkur og aðstoðum alla sem þurfa á aðstoða að halda.“
Björgunarsveitir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Sjá meira