Lífið

Valdi fal­legasta karl­manninn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þorgerður Katrín í þjóðbúningi við setningu Alþingis. Hún hefur skoðun á ýmsu, þar með talið fallegum karlpeningi.
Þorgerður Katrín í þjóðbúningi við setningu Alþingis. Hún hefur skoðun á ýmsu, þar með talið fallegum karlpeningi. Vísir/Anton

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ljóstraði upp um það hver henni þætti fallegasti karlmaður heims. Valið stóð á milli nokkurra Hollywood-leikara og hávaxins varnarmanns.

Utanríkisráðherra valdi fallegasta karlmanninn í TikTok-myndbandi hjá syni sínum, Gunnari Ara Kristjánssyni, sem birti myndbandið á miðlinum í gær.

Umræðan um fallegasta mann heims kemur ekki alveg upp úr þurru. Enski leikarinn Johnathan Bailey var krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ af People í vikunni og í kjölfarið völdu álitsgjafar Vísis kynþokkafyllstu karlmenn Íslands.

„Gott kvöld, kæra fólk. Við erum hérna mætt saman til að „ranka“ fallegustu menn í heimi að mati móður minnar,“ segir Gunnar Ari Kristjánsson, sonur Þorgerðar, í myndbandinu.

Sagði Gunnar móður sína ekki skoðanalausa og því kominn tími til að vita hver henni fyndist myndarlegastur. Gunnar fékk móður sína síðan til að velja á milli ólíkra kosta þar til einn stóð eftir.

@gunnararii Hann er alveg man crush hjá mörgum #thisorthat #hvortmyndirufrekar #ísland🇮🇸 ♬ The Sweet Escape by Gwen Stefani ft. Akon - ☆ Audios ☆

James Bond, þrumuguðinn Þór eða Luther

Þorgerður valdi fyrst Bond-leikarann Daniel Craig fram yfir kollega hans, Gerard Butler. Craig hafði síðan aftur betur gegn Tom Hiddleston en tapaði á endanum fyrir Chris Hemsworth, þrumuguðinum Þór.

Hemsworth, Butler, Hiddleson og Craig þykja ekki ómyndarlegir.

Hemsworth hafði svo betur gegn þó nokkrum myndarlegum Hollywood-leikurum en tapaði loks fyrir hinum enska Idris Elba, sem lesendur þekkja sennilega best sem Luther eða Heimdall í Marvel-myndunum.

Gunnar dró þá fram trompið: „Idris Elba eða Virgil Van Dijk?“

Hollendingurinn og Englendingurinn mættust í einvígi í lokin.

„Þetta er ósanngjarnt,“ svaraði móðir hans sem er harður Liverpool-stuðningsmaður. Þrátt fyrir það endaði Þorgerður á að velja Idris Elba enda er hann töluvert nær henni í aldri en varnartröllið.

Valið er ekkert mjög umdeilt enda var Elba valinn kynþokkafyllsti maður heims af People fyrir sjö árum síðan og hefur elst vel síðan þá.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.