Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2025 07:00 Vladimír Pútín hefur verið forseti Rússlands síðan 2012 en hann var einnig forseit frá 2000 til 2008. Hann var forsætisráðherra í millitíðinni. Getty Images Áður en fyrsta sprengjan féll á Úkraínu höfðu rússnesk stjórnvöld þegar háð langt upplýsingastríð. Í aðdraganda innrásarinnar byggðu þau upp kerfisbundna frásögn þar sem nágrannalandið var sagt vera peð vestrænna afla, jafnvel „nasistaríki“ sem þyrfti að „hreinsa“, á sama tíma og sjálfstæði þess var hafnað sem tilbúningi – að Úkraína væri í raun hvorki þjóð né ríki. Þetta er meginniðurstaða í nýjum þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið, þar sem prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir rýna í uppruna og þróun samsærisorðræðu í Rússlandi og skýra hvernig frásagnir af þessum toga urðu að forspili innrásar. Einnig er greint hvernig langvarandi gagnkvæm tortryggni og andstaða Vesturlanda gegn Rússlandi varð að frjókorni óttans og auðveldaði dreifingu slíkra sagna. Þríþætt frásögn Greina má þrjá lykilþræði í frásögn Kremlar sem miða að því að grafa undan tilvist Úkraínu og réttlæta innrásina. Afneitun tilvistar: Úkraína sé söguleg mistök, draugaríki sem aldrei hafi alið af sér sjálfstæða þjóðernisvitund. Þannig er lagður hugmyndafræðilegur grunnur að „leiðréttingu“ landamæra í nafni sögunnar. Afnasistavæðing: Yfirstjórnin í Kænugarði er útmáluð sem „nasistar“ og samfélagið sagt á valdi „fasista“. Þótt slíkir öfgahópar hafi starfað í landinu gengur þessi orðræða þvert á staðreyndir um fjölbreytt stjórnmálalíf Úkraínu. En með frásögninni næst fram siðferðileg núllstilling, því berjist þú við „nasisma“ verður allt leyfilegt. Vörn gegn árás: Majdan-byltingin 2014, sem steypti af stóli forseta vinveittum rússneskum stjórnvöldum, er sögð verk vestrænna leyniþjónusta. NATO noti Úkraínu sem skotpall gegn Rússlandi, og alþjóðlegt net, oft tengt George Soros, þrengi að. Úkraínumenn séu þannig strengjabrúður óvina en ekki sjálfstæðir gerendur. Að samanlögðu verður til frásögn stöðugs umsáturs þar sem hver efasemd er túlkuð sem föðurlandssvik og hver gagnrýni staðfestir samsærið. „Stríðið hófst ekki með sprengjunum heldur með sögunum,“ eins og fræðimennirnir orða það í þættinum. Frá KGB til TikTok Tortryggni samtímans á sér djúpar rætur í hugmyndakerfi Sovétríkjanna þar sem samsærishyggja var sjálft súrefnið í stjórnkerfinu. Eftir hrun ríkisins fylgdi ringulreið tíunda áratugarins og í kjölfarið upplifðu Rússar djúpa niðurlægingu vegna þverrandi áhrifa á heimsvísu og efnahags sem náði sér ekki á strik í nýjum veruleika. Sú niðurlæging var frjósamur jarðvegur fyrir endurnýjaðar samsæriskenningar og stráði stjórn Vladímírs Pútíns markvisst í þann akur. Raunveruleiki Kremlar var sviðsettur í ríkismiðlum, menningu og á samfélagsmiðlum. Þar var heimurinn sýndur sem vígvöllur þar sem Rússland stæði eitt gegn siðspilltu og áleitnu vestrænu veldi. Vörn gegn siðspilltum Vesturlöndum Samhliða stríðsfrásögninni var byggð upp stórsaga um hnignun Vesturlanda. Evrópa var til dæmis kölluð „Gayrópa“, álfan þar sem hinsegin fólk hefði tekið yfir og hefðbundin gildi hrunið. Á Norðurlöndum áttu barnaverndaryfirvöld að ræna rússneskum börnum og færa þau samkynhneigðum pörum. Vernda þyrfti Rússa gegn slíkri siðferðislegri hnignun. Heima fyrir var sama frásögn notuð til að herða taumhaldið. Gert var ólöglegt að kalla stríðið stríð og gagnrýni flokkuð sem aðgerð „fimmtu herdeildar“ – leynilegrar sveitar útlendra óvina. Þannig var réttlætt að loka sjálfstæðum fjölmiðlum og leysa mannréttindasamtök upp. Af hverju virkar þetta? Í þættinum sem nú er aðgengilegur í hlaðvarpsveitum greina Eiríkur og Hulda hvernig samsærisfrásögnin framkallar heim „okkar“ og „hinna“, góðra og illra, verndara og svikara. Slíkar sögur höfða til tilfinninga og skapa varnarstöðu þar sem innrás í Úkraínu verður skilin sem fyrirbyggjandi „hreinsun“ og „vörn“ – en ekki árás á nágrannaríki. Skuggavaldið Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þetta er meginniðurstaða í nýjum þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið, þar sem prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir rýna í uppruna og þróun samsærisorðræðu í Rússlandi og skýra hvernig frásagnir af þessum toga urðu að forspili innrásar. Einnig er greint hvernig langvarandi gagnkvæm tortryggni og andstaða Vesturlanda gegn Rússlandi varð að frjókorni óttans og auðveldaði dreifingu slíkra sagna. Þríþætt frásögn Greina má þrjá lykilþræði í frásögn Kremlar sem miða að því að grafa undan tilvist Úkraínu og réttlæta innrásina. Afneitun tilvistar: Úkraína sé söguleg mistök, draugaríki sem aldrei hafi alið af sér sjálfstæða þjóðernisvitund. Þannig er lagður hugmyndafræðilegur grunnur að „leiðréttingu“ landamæra í nafni sögunnar. Afnasistavæðing: Yfirstjórnin í Kænugarði er útmáluð sem „nasistar“ og samfélagið sagt á valdi „fasista“. Þótt slíkir öfgahópar hafi starfað í landinu gengur þessi orðræða þvert á staðreyndir um fjölbreytt stjórnmálalíf Úkraínu. En með frásögninni næst fram siðferðileg núllstilling, því berjist þú við „nasisma“ verður allt leyfilegt. Vörn gegn árás: Majdan-byltingin 2014, sem steypti af stóli forseta vinveittum rússneskum stjórnvöldum, er sögð verk vestrænna leyniþjónusta. NATO noti Úkraínu sem skotpall gegn Rússlandi, og alþjóðlegt net, oft tengt George Soros, þrengi að. Úkraínumenn séu þannig strengjabrúður óvina en ekki sjálfstæðir gerendur. Að samanlögðu verður til frásögn stöðugs umsáturs þar sem hver efasemd er túlkuð sem föðurlandssvik og hver gagnrýni staðfestir samsærið. „Stríðið hófst ekki með sprengjunum heldur með sögunum,“ eins og fræðimennirnir orða það í þættinum. Frá KGB til TikTok Tortryggni samtímans á sér djúpar rætur í hugmyndakerfi Sovétríkjanna þar sem samsærishyggja var sjálft súrefnið í stjórnkerfinu. Eftir hrun ríkisins fylgdi ringulreið tíunda áratugarins og í kjölfarið upplifðu Rússar djúpa niðurlægingu vegna þverrandi áhrifa á heimsvísu og efnahags sem náði sér ekki á strik í nýjum veruleika. Sú niðurlæging var frjósamur jarðvegur fyrir endurnýjaðar samsæriskenningar og stráði stjórn Vladímírs Pútíns markvisst í þann akur. Raunveruleiki Kremlar var sviðsettur í ríkismiðlum, menningu og á samfélagsmiðlum. Þar var heimurinn sýndur sem vígvöllur þar sem Rússland stæði eitt gegn siðspilltu og áleitnu vestrænu veldi. Vörn gegn siðspilltum Vesturlöndum Samhliða stríðsfrásögninni var byggð upp stórsaga um hnignun Vesturlanda. Evrópa var til dæmis kölluð „Gayrópa“, álfan þar sem hinsegin fólk hefði tekið yfir og hefðbundin gildi hrunið. Á Norðurlöndum áttu barnaverndaryfirvöld að ræna rússneskum börnum og færa þau samkynhneigðum pörum. Vernda þyrfti Rússa gegn slíkri siðferðislegri hnignun. Heima fyrir var sama frásögn notuð til að herða taumhaldið. Gert var ólöglegt að kalla stríðið stríð og gagnrýni flokkuð sem aðgerð „fimmtu herdeildar“ – leynilegrar sveitar útlendra óvina. Þannig var réttlætt að loka sjálfstæðum fjölmiðlum og leysa mannréttindasamtök upp. Af hverju virkar þetta? Í þættinum sem nú er aðgengilegur í hlaðvarpsveitum greina Eiríkur og Hulda hvernig samsærisfrásögnin framkallar heim „okkar“ og „hinna“, góðra og illra, verndara og svikara. Slíkar sögur höfða til tilfinninga og skapa varnarstöðu þar sem innrás í Úkraínu verður skilin sem fyrirbyggjandi „hreinsun“ og „vörn“ – en ekki árás á nágrannaríki.
Skuggavaldið Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira