„Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 11. nóvember 2025 21:56 Iðkunargjöld hjá íþróttafélögum mætti kalla fastan kostnað á mörgum heimilum. Þau hafa hækkað verulega hjá Stjörnunni og foreldrar lýsa áhyggjum af háum kostnaði. Vísir/vilhelm Æfingagjöld innan knattspyrnudeildar Stjörnunnar hækkuðu að jafnaði um 27 prósent frá því í fyrra. Foreldrar eru missáttir við verðhækkunina en framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir að kostnaður íþróttafélaga við íþróttaiðkun barna sé orðinn afar mikill. Hann fagnar umræðunni. Greint var frá því á Vísi í dag að foreldrar í Garðabæ væru margir hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Þeir sögðu að gjöldin hjá félaginu hefðu hækkað um allt að þrjátíu prósent milli ára. Í umræðu á Facebook benti móðir eins iðkanda í 5. flokki stúlkna hjá Stjörnunni á að hún hefði fengið rukkun frá íþróttafélaginu upp á 172 þúsund krónur, sem væri tæplega þriðjungi meira en í fyrra. Hún sagði að Álftanesi væri gjaldið 53 þúsund krónum ódýrara. Hvatapeningar eða íþróttastyrkur í Garðabæ eru sextíu þúsund krónur á barn árið 2025. Æfingagjöld dekki ekki fastan kostnað Baldvin Sturluson framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir í yfirlýsingu til fréttastofu að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi Stjörnunnar í öðrum deildum en knattspyrnudeild hafi aðeins verið hækkuð fyrir tímabilið 2025/2026 um 7 til 12 prósent. Hann segir að reynt hafi verið eftir fremsta megni að halda hækkunum í lágmarki en almennt hafi verið horft til þess að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi félagsins dekkuðu laun þjálfara og annan fastan kostnað er tengdist barna- og unglingastarfinu. Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar. „Þegar horft er á knattspyrnudeild nokkur ár aftur í tímann að þá hafa æfingagjöld deildarinnar ekki dekkað laun og annan fastan kostnað í barna- og unglingastarfi deildarinnar,“ segir í yfirlýsingu Baldvins. Aðrar tekjur deildarinnar hafi því verið nýttar í þágu iðkenda og þannig hafi deildin getað haldið æfingagjöldum lágum og „töluvert lægri“ en hjá flestum knattspyrnudeildum landsins sem eru sambærilegar að stærð, segir í yfirlýsingunni. Töluverður samdráttur af öðrum tekjum af deildinni „Fyrir tímabilið 25/26 var ljóst að töluverður samdráttur yrði í öðrum tekjum barna- og unglingastarfs knattspyrnudeildar, laun innan deildarinnar hafa almennt hækkað ásamt því að annar fastur kostnaður hefur hækkað í takt við þróun verðlags.“ Þessar breytingar á rekstri hafi þýtt að hækka þyrfti æfingagjöld umtalsvert. Niðurstaðan var sú að æfingagjöld innan knattspyrnudeildarinnar hækkuðu að jafnaði um 27,1 prósent fyrir tímabilið 2025/2026, segir í yfirlýsingunni. „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur og þess vegna fagna ég þessari umræðu,“ skrifar Baldvin. „Þátttaka barna- og unglinga í íþróttastarfi er gríðarlega mikilvæg og þurfum við sem samfélag að finna lausnir í sameiningu á því hvernig við tryggjum ábyrgan og metnaðarfullan rekstur íþróttafélaga í landinu en jafnframt að tryggja aðgengi barna- og unglinga að íþróttaiðkun óháð efnahag,“ skrifar Baldvin í niðurlagið. Íþróttir barna Stjarnan Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í dag að foreldrar í Garðabæ væru margir hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Þeir sögðu að gjöldin hjá félaginu hefðu hækkað um allt að þrjátíu prósent milli ára. Í umræðu á Facebook benti móðir eins iðkanda í 5. flokki stúlkna hjá Stjörnunni á að hún hefði fengið rukkun frá íþróttafélaginu upp á 172 þúsund krónur, sem væri tæplega þriðjungi meira en í fyrra. Hún sagði að Álftanesi væri gjaldið 53 þúsund krónum ódýrara. Hvatapeningar eða íþróttastyrkur í Garðabæ eru sextíu þúsund krónur á barn árið 2025. Æfingagjöld dekki ekki fastan kostnað Baldvin Sturluson framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir í yfirlýsingu til fréttastofu að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi Stjörnunnar í öðrum deildum en knattspyrnudeild hafi aðeins verið hækkuð fyrir tímabilið 2025/2026 um 7 til 12 prósent. Hann segir að reynt hafi verið eftir fremsta megni að halda hækkunum í lágmarki en almennt hafi verið horft til þess að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi félagsins dekkuðu laun þjálfara og annan fastan kostnað er tengdist barna- og unglingastarfinu. Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar. „Þegar horft er á knattspyrnudeild nokkur ár aftur í tímann að þá hafa æfingagjöld deildarinnar ekki dekkað laun og annan fastan kostnað í barna- og unglingastarfi deildarinnar,“ segir í yfirlýsingu Baldvins. Aðrar tekjur deildarinnar hafi því verið nýttar í þágu iðkenda og þannig hafi deildin getað haldið æfingagjöldum lágum og „töluvert lægri“ en hjá flestum knattspyrnudeildum landsins sem eru sambærilegar að stærð, segir í yfirlýsingunni. Töluverður samdráttur af öðrum tekjum af deildinni „Fyrir tímabilið 25/26 var ljóst að töluverður samdráttur yrði í öðrum tekjum barna- og unglingastarfs knattspyrnudeildar, laun innan deildarinnar hafa almennt hækkað ásamt því að annar fastur kostnaður hefur hækkað í takt við þróun verðlags.“ Þessar breytingar á rekstri hafi þýtt að hækka þyrfti æfingagjöld umtalsvert. Niðurstaðan var sú að æfingagjöld innan knattspyrnudeildarinnar hækkuðu að jafnaði um 27,1 prósent fyrir tímabilið 2025/2026, segir í yfirlýsingunni. „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur og þess vegna fagna ég þessari umræðu,“ skrifar Baldvin. „Þátttaka barna- og unglinga í íþróttastarfi er gríðarlega mikilvæg og þurfum við sem samfélag að finna lausnir í sameiningu á því hvernig við tryggjum ábyrgan og metnaðarfullan rekstur íþróttafélaga í landinu en jafnframt að tryggja aðgengi barna- og unglinga að íþróttaiðkun óháð efnahag,“ skrifar Baldvin í niðurlagið.
Íþróttir barna Stjarnan Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira