Þorleifur Kamban er látinn Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2025 13:37 Þorleifur Kamban lést í Kaupmannahöfn fyrsta dag nóvembermánaðar. Þorleifur Kamban Þrastarson, hönnuður og listamaður, er látinn, 43 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Þorleifur fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1981 og lést í Kaupmannahöfn 1. nóvember síðastliðinn. „Foreldrar Þorleifs eru Gerður Sjöfn Ólafsdóttir táknmálstúlkur og Þröstur Kamban Sveinbjörnsson vélstjóri. Bræður hans eru Sindri Rafn og Eyþór Kamban. Eftirlifandi unnusta Þorleifs er Andrea Eyland. Börn Þorleifs eru Sara Kamban, Sóley Eyland, Eldey, Kári, Björgey, Hrafnkell Kamban, Týr, Ylur og Varmi. Andrea og Þorleifur.Vísir/Vilhelm Þorleifur ólst upp í Efra-Breiðholti, gekk í Hólabrekkuskóla og nam rafvirkjun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann nam grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist árið 2016. Þorleifur starfaði lengi á auglýsingastofunni Jónsson & Le‘macks. Samhliða vann hann að ótal mörgum verkefnum enda einstaklega fjölhæfur og skapandi, knúinn áfram af róttækum hugmyndum og stöðugri forvitni. Þorleifur var mikill ævintýramaður, elskaði ferðalög, veiði og var mikill náttúruunnandi. Hann var skapari af ástríðu og listsköpun hans kom fram í ótal formum svo sem myndlist, tónlist, myndbandsverkum og ljósmyndum. Allt lék í höndunum á honum og hann hannaði og smíðaði allt frá ljósum upp í níu metra hátt A-hýsi í Ölfusi. Hann hlaut tvenn FÍT verðlaun: fyrir hönnun á safnplötu hljómsveitarinnar Grafík árið 2012; og fyrir veggspjald ársins 2015 fyrir sýninguna Bláskjár. Hann fékk viðurkenningu FÍT árið 2017 fyrir hönnun bókarinnar Kviknar. Þorleifur og Andrea unnu saman að því síðustu árin að skapa fræðslu í ýmsum myndum og miðlum fyrir foreldra. Þorleifur hannaði og skapaði útlit heimildarþáttaraðanna Líf kviknar frá 2018 og Líf dafnar frá 2021. Líf kviknar var valinn mannlífþáttur ársins á Edduverðlaununum 2019 og tilnefndur sem sjónvarpsefni ársins,“ segir í tilkynningunni frá aðstandendum. Andlát Tengdar fréttir „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Andrea Eyland og Þorleifur Kamban hafa átt þann draum í mörg ár að byggja sér hús í sveit og nú með því að kaupa lóð í Ölfusi rétt hjá Hveragerði ætla þau að láta drauminn rætast. 26. september 2022 10:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Þorleifur fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1981 og lést í Kaupmannahöfn 1. nóvember síðastliðinn. „Foreldrar Þorleifs eru Gerður Sjöfn Ólafsdóttir táknmálstúlkur og Þröstur Kamban Sveinbjörnsson vélstjóri. Bræður hans eru Sindri Rafn og Eyþór Kamban. Eftirlifandi unnusta Þorleifs er Andrea Eyland. Börn Þorleifs eru Sara Kamban, Sóley Eyland, Eldey, Kári, Björgey, Hrafnkell Kamban, Týr, Ylur og Varmi. Andrea og Þorleifur.Vísir/Vilhelm Þorleifur ólst upp í Efra-Breiðholti, gekk í Hólabrekkuskóla og nam rafvirkjun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann nam grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist árið 2016. Þorleifur starfaði lengi á auglýsingastofunni Jónsson & Le‘macks. Samhliða vann hann að ótal mörgum verkefnum enda einstaklega fjölhæfur og skapandi, knúinn áfram af róttækum hugmyndum og stöðugri forvitni. Þorleifur var mikill ævintýramaður, elskaði ferðalög, veiði og var mikill náttúruunnandi. Hann var skapari af ástríðu og listsköpun hans kom fram í ótal formum svo sem myndlist, tónlist, myndbandsverkum og ljósmyndum. Allt lék í höndunum á honum og hann hannaði og smíðaði allt frá ljósum upp í níu metra hátt A-hýsi í Ölfusi. Hann hlaut tvenn FÍT verðlaun: fyrir hönnun á safnplötu hljómsveitarinnar Grafík árið 2012; og fyrir veggspjald ársins 2015 fyrir sýninguna Bláskjár. Hann fékk viðurkenningu FÍT árið 2017 fyrir hönnun bókarinnar Kviknar. Þorleifur og Andrea unnu saman að því síðustu árin að skapa fræðslu í ýmsum myndum og miðlum fyrir foreldra. Þorleifur hannaði og skapaði útlit heimildarþáttaraðanna Líf kviknar frá 2018 og Líf dafnar frá 2021. Líf kviknar var valinn mannlífþáttur ársins á Edduverðlaununum 2019 og tilnefndur sem sjónvarpsefni ársins,“ segir í tilkynningunni frá aðstandendum.
Andlát Tengdar fréttir „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Andrea Eyland og Þorleifur Kamban hafa átt þann draum í mörg ár að byggja sér hús í sveit og nú með því að kaupa lóð í Ölfusi rétt hjá Hveragerði ætla þau að láta drauminn rætast. 26. september 2022 10:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
„Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Andrea Eyland og Þorleifur Kamban hafa átt þann draum í mörg ár að byggja sér hús í sveit og nú með því að kaupa lóð í Ölfusi rétt hjá Hveragerði ætla þau að láta drauminn rætast. 26. september 2022 10:31