Lífið

Var ráðs­kona Kára Stefáns­sonar þegar ástin kviknaði

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Eva gekk í það heilaga með Kára á síðasta ári.
Eva gekk í það heilaga með Kára á síðasta ári. Instagram

Eva Bryngeirsdóttir einkaþjálfari gekk í hjónaband með Kára Stefánssyni undir lok síðasta árs. Kára hitti hún fyrst fyrir áratug síðan í tengslum við rannsókn á sjúkdómi sem móðir hennar greindist með, en tíu árum síðar hafði hún aftur samband við Kára þegar hún var að byggja upp fyrirtæki sitt. Lýsti Kári þá yfir þörf sinni fyrir ráðskonu á heimilið og svo fór að Eva tók það að sér og eitt leiddi af öðru.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu helgarviðtali Mannlífs við Evu í dag.

Í viðtalinu segir Eva frá sorgum og áföllum sem hafa haft mikil áhrif á líf hennar, en hún tók líf sitt í gegn í kjölfar foreldramissis og kulnunnar og fór í kjölfarið að huga að hollu líferni og mataræði sem og hreyfingu.

Hugmyndarík ung dama

Eva segir frá því að hún hafi alltaf verið mjög hugmyndarík ung dama, en hún hafi verið greind með ADHD árið 2023.

„Öll menntaskólaárin afmarkast af klassísku ADHD. Ég fór síðan á málabraut og síðan á félagsfræðibraut og ég útskrifaðist af þeirri braut. Og ég er með aukaeiningar af því að ég var búin að skipta svo oft um braut. Ég get lofað þér því að náms- og starfsráðgjafinn í skólanum fagnaði því örugglega þegar ég útskrifaðist,“ segir Eva.

Sendi tölvupóst á Íslenska erfðagreiningu

Eva missti föður sinn úr briskrabbameini þegar hún var aðeins nítján ára gömul, og nokkrum árum síðar veiktist móðir hennar af framheilabilun.

„Ég myndi ekki óska neinum að ganga í gegnum þau erfiði. Hún missti málið mjög snemma. Þetta var hræðilegt,“ segir Eva um veikindi móður sinnar.

Í kjölfar veikindana hafi hún sent tölvupóst á aðalnetfang deCODE og spurt hvort fyrirtækið hefði rannsakað ættgengi Pick's diesese, og Kári Stefánsson hafi svo hringt til baka.

„Hann sagði að þau hefðu ekki fundið ættgengi sjúkdómsins en þau vildu gjarnan fá að raðgreina okkur systkinin og skoða þetta. Ég bara vó! Bara Kári að hringja í mig! Ok.“

„Hann er bara heitur!“

Þá hafi hún gengið á fund Kára, og hrifist svo af honum að hún hafi sagt við systur sína eftir fundinn:

„Hann er bara heitur!“

Næst hafi hún hitt Kára árið 2023 þegar hún var að byggja upp fyrirtæki og hafði samband við hann til að kynna námskeiðið sem hún var að þróa.

Hann hafi boðið henni í kaffi og lýst yfir þörf sinni fyrir ráðskonu á heimilið, og hún hafi í kjölfarið farið að reka heimili Kára auk þess að elda fyrir hann nokkrum sinnum í viku.

Vináttan hafi svo þróast í ást.

Lengra viðtal Mannlífs


Tengdar fréttir

Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum

Eins og oft er sagt, er aldur afstæður. Ein mesta gæfa í lífi fólks er að finna ástina og eins og allir vita spyr ástin ekki um aldur. Hér að neðan er listi yfir þekkta einstaklinga í samfélaginu þar sem aldursmunurinn er allt að 45 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.