Lífið

„Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Óli Gunnar og Eydís eignuðust sitt fyrsta barn í ágúst.
Óli Gunnar og Eydís eignuðust sitt fyrsta barn í ágúst.

Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Hróbjartur Örn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

Drengurinn er þeirra fyrsta barn saman og kom hann í heiminn þann 14. ágúst síðastliðinn. 

„Hróbjartur Örn Ólason! fékk drengurinn okkar nafnið sitt, upphátt það er að segja, við vorum svosem löngu búin að ákveða nafnið hans - svona í kringum 12. viku meðgöngu. En hann Hrói okkar var skírður í dag og þvílík dýrðarinnar athöfn og veisla! Takk allir fyrir komuna, mikið er gott að sjá hvað hann á gott fólk í sínu lífi. Umkringdur ást, frá þessum degi og fram um alla tíð,“ skrifa þau við færsluna og deila myndu frá deginum.

Mikil hamingja er með tíðindin eins og vænta má. Óli Gunnar er sonur listafólksins Bjarkar Jakobsdóttur og Gunnars Helgasonar en Eydís Elfa er dóttir þingkonunnar Bryndísar Haraldsdóttur og rafvirkjameistarans Örnólfs Örnólfssonar, sem eru ömmur og afar drengsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.