Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 23:12 Inga segist ekki geta séð hvernig skattahækkanir á leigutekjur muni leiða af sér hækkun á leiguverði. Í frumvarpi Daða er þó reiknað með leiguverðhækkunum. Vísir/Anton Brink Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra telur af og frá að fyrirhugaðar skattahækkanir á leigutekjur hafi í för með sér hækkun á leiguverði. Í frumvarpi þar sem mælt er fyrir um hækkanirnar segir þó berum orðum að líklegt sé að leiguverð hækki sökum þeirra. Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spurði Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum í dag hvort hún óttist að leiguverð hækki í kjölfar skattahækkunar á skattskyldum hluta tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis, vegna frumvarps Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis. Frumvarpið, sem gekk úr fyrstu umræðu og til efnahags- og viðskiptanefndar í dag, felur meðal annars í sér að skattskyldur hluti tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis sem nú er 50 prósent hækki í 75 prósent. Hækkunin sé í samræmi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðispakka sem kynntur var í síðasta mánuði. Í greinargerð með frumvarpinu kemur eftirfarandi fram. „Líklegt er að leiguverð muni hækka sökum breytingarinnar, en leiguverð ræðst þó af framboði og eftirspurn og ræðst geta leigusala til þess að hækka leiguna af því. Ekki er að sjá að hækkun afsláttarins árið 2016 úr 30% í 50% hafi leitt til lækkunar leiguverðs.“ Getur ekki séð hvernig leiguverð myndi hækka „Rétt er að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún óttist ekki að leiguverð muni hækka í kjölfarið líkt og segir berum orðum í frumvarpi hæstvirts fjármálaráðherra sem er til umræðu síðar í dag?“ spurði Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra ekki mikilvægt að reyna að halda leiguverði eins lágu og mögulegt er? Hyggst ráðherrann greiða atkvæði með máli sem leiðir til hækkunar á leiguverði?“ Í svari sínu sagðist Inga Sæland ekki geta tekið undir með Ólafi um að þær aðgerðir sem boðaðar eru í frumvarpinu komi til með að hækka leiguverð. „Ég get ekki tekið undir það að með því að koma í veg fyrir að einstaklingar séu hér með margar íbúðir í leigu og hreinlega kaupi upp heilu og hálfu blokkirnar til að leigja þær út — ég get ekki séð að það að slökkva á ívilnunum að einhverju leyti hvað það varðar muni hækka leiguverð,“ sagði Inga. Það rökstyður hún með því að benda á metnaðarfullar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem lúti að byggingu þúsunda íbúða og hagræðingu, sem hún segist spennt fyrir að kynni fyrir þingheimi. Tali hvor gegn öðrum Ólafur benti á þetta misræmi í svari Ingu og greinargerðinni með frumvarpinu, þar sem með berum orðum er mælt fyrir um líklega hækkun leiguverðs vegna breytingarinnar, í Facebookfærslu í dag. „Flokkur fólksins hefur ætíð lagt ríka áherslu á að allir hafi þak yfir höfuðið og er það vel og því verður fróðlegt að sjá hvort Inga Sæland styðji fjármálaráðherra í þessari skattahækkun sem mun leiða til hækkunar á leiguverði. Það er allavega ljóst að þarna eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar að tala hvor gegn öðrum,“ skrifar hann. Húsnæðismál Leigumarkaður Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spurði Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum í dag hvort hún óttist að leiguverð hækki í kjölfar skattahækkunar á skattskyldum hluta tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis, vegna frumvarps Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis. Frumvarpið, sem gekk úr fyrstu umræðu og til efnahags- og viðskiptanefndar í dag, felur meðal annars í sér að skattskyldur hluti tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis sem nú er 50 prósent hækki í 75 prósent. Hækkunin sé í samræmi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðispakka sem kynntur var í síðasta mánuði. Í greinargerð með frumvarpinu kemur eftirfarandi fram. „Líklegt er að leiguverð muni hækka sökum breytingarinnar, en leiguverð ræðst þó af framboði og eftirspurn og ræðst geta leigusala til þess að hækka leiguna af því. Ekki er að sjá að hækkun afsláttarins árið 2016 úr 30% í 50% hafi leitt til lækkunar leiguverðs.“ Getur ekki séð hvernig leiguverð myndi hækka „Rétt er að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún óttist ekki að leiguverð muni hækka í kjölfarið líkt og segir berum orðum í frumvarpi hæstvirts fjármálaráðherra sem er til umræðu síðar í dag?“ spurði Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra ekki mikilvægt að reyna að halda leiguverði eins lágu og mögulegt er? Hyggst ráðherrann greiða atkvæði með máli sem leiðir til hækkunar á leiguverði?“ Í svari sínu sagðist Inga Sæland ekki geta tekið undir með Ólafi um að þær aðgerðir sem boðaðar eru í frumvarpinu komi til með að hækka leiguverð. „Ég get ekki tekið undir það að með því að koma í veg fyrir að einstaklingar séu hér með margar íbúðir í leigu og hreinlega kaupi upp heilu og hálfu blokkirnar til að leigja þær út — ég get ekki séð að það að slökkva á ívilnunum að einhverju leyti hvað það varðar muni hækka leiguverð,“ sagði Inga. Það rökstyður hún með því að benda á metnaðarfullar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem lúti að byggingu þúsunda íbúða og hagræðingu, sem hún segist spennt fyrir að kynni fyrir þingheimi. Tali hvor gegn öðrum Ólafur benti á þetta misræmi í svari Ingu og greinargerðinni með frumvarpinu, þar sem með berum orðum er mælt fyrir um líklega hækkun leiguverðs vegna breytingarinnar, í Facebookfærslu í dag. „Flokkur fólksins hefur ætíð lagt ríka áherslu á að allir hafi þak yfir höfuðið og er það vel og því verður fróðlegt að sjá hvort Inga Sæland styðji fjármálaráðherra í þessari skattahækkun sem mun leiða til hækkunar á leiguverði. Það er allavega ljóst að þarna eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar að tala hvor gegn öðrum,“ skrifar hann.
Húsnæðismál Leigumarkaður Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira