Einmana feður snúa vörn í sókn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2025 06:47 Þröstur hefur boðið sjö einmana feðrum til hittings. Fjölskyldufaðir fékk illt í hjartað við að lesa færslur einmana feðra á samfélagsmiðlum og ákvað að taka málin í eigin hendur. Hann hefur stofnað vinahóp einmana feðra og hvetur fleiri feður til að gera slíkt hið sama. „Ég hef reglulega tekið eftir því á samfélagsmiðlum líkt og Reddit og inni á Pabbatips að menn eru að mæta og biðja um ráð, að spyrja hvernig eignast maður vini og það eru kannski menn sem eru að flytja í annað bæjarfélag eða eitthvað þess háttar. Það er meira en að segja það að vera fullorðinn og spyrja annan karl: „Viltu koma að leika?“ segir Þröstur Hrafnkelsson fjölskyldufaðir í samtali við Vísi. Fékk mikil viðbrögð Hann birti færslu inni á Facebook hópnum Pabbatips í síðustu viku þar sem hann sagðist vilja bregðast við. „Ég fæ alltaf svolítið illt í hjartað að lesa hér um (eða á Reddit) um pabba (eða ekki pabba) sem eru einmana eða vinafáir. Mig langar svolítið að gera heiðarlega tilraun til að bæta úr því með því að hópa okkur saman og skipuleggja viðburði þar sem við getum hist, gert eitthvað sniðugt, borðað góðan mat og kannski fengið okkur einn kaldan. Bara svona það sem góðir vinir gera.“ Þröstur segist hafa fengið mikil viðbrögð við færslunni og hafa nokkrir haft samband við hann. „Við erum komnir núna upp í sjö, sem er frábært. Þegar ég setti þetta inn hafði ég ekki hugmynd hversu margir myndu svara en núna er fyrsti hittingur hjá okkur í plani. Við erum að spá í að fá okkur að snæða, hittast einhverstaðar og taka stöðuna bara. Þetta er uppskrift að góðu kvöldi.“ Feðurnir hafi allir átt það sameiginlegt að hafa átt erfitt með að eignast vini og einangrast á fullorðinsárunum. Nokkrir búi úti á landi. Mikið hefur verið fjallað um aukin einmanaleika í íslensku samfélagi, meðal annars í sumar en þá tóku einmana mæður sig saman inni og stofnuðu mömmuhópa. Þröstur segir erfitt að setja fingur á það hvað valdi því að svo margir séu einmana en segist hafa sínar kenningar um málið. „Það eru flestir vinahópar með einn eða tvo sem eru límið í hópnum, og eru duglegir að plana hitting. Svo getur vinskapurinn dofnað og þetta horfið með tímanum þegar þessu er ekki sinnt, svo flytur fólk og allskonar getur komið upp á.“ Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
„Ég hef reglulega tekið eftir því á samfélagsmiðlum líkt og Reddit og inni á Pabbatips að menn eru að mæta og biðja um ráð, að spyrja hvernig eignast maður vini og það eru kannski menn sem eru að flytja í annað bæjarfélag eða eitthvað þess háttar. Það er meira en að segja það að vera fullorðinn og spyrja annan karl: „Viltu koma að leika?“ segir Þröstur Hrafnkelsson fjölskyldufaðir í samtali við Vísi. Fékk mikil viðbrögð Hann birti færslu inni á Facebook hópnum Pabbatips í síðustu viku þar sem hann sagðist vilja bregðast við. „Ég fæ alltaf svolítið illt í hjartað að lesa hér um (eða á Reddit) um pabba (eða ekki pabba) sem eru einmana eða vinafáir. Mig langar svolítið að gera heiðarlega tilraun til að bæta úr því með því að hópa okkur saman og skipuleggja viðburði þar sem við getum hist, gert eitthvað sniðugt, borðað góðan mat og kannski fengið okkur einn kaldan. Bara svona það sem góðir vinir gera.“ Þröstur segist hafa fengið mikil viðbrögð við færslunni og hafa nokkrir haft samband við hann. „Við erum komnir núna upp í sjö, sem er frábært. Þegar ég setti þetta inn hafði ég ekki hugmynd hversu margir myndu svara en núna er fyrsti hittingur hjá okkur í plani. Við erum að spá í að fá okkur að snæða, hittast einhverstaðar og taka stöðuna bara. Þetta er uppskrift að góðu kvöldi.“ Feðurnir hafi allir átt það sameiginlegt að hafa átt erfitt með að eignast vini og einangrast á fullorðinsárunum. Nokkrir búi úti á landi. Mikið hefur verið fjallað um aukin einmanaleika í íslensku samfélagi, meðal annars í sumar en þá tóku einmana mæður sig saman inni og stofnuðu mömmuhópa. Þröstur segir erfitt að setja fingur á það hvað valdi því að svo margir séu einmana en segist hafa sínar kenningar um málið. „Það eru flestir vinahópar með einn eða tvo sem eru límið í hópnum, og eru duglegir að plana hitting. Svo getur vinskapurinn dofnað og þetta horfið með tímanum þegar þessu er ekki sinnt, svo flytur fólk og allskonar getur komið upp á.“
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira