NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2025 09:02 Evrópumenn hafa verið hrokafullir í garð sporöskjubrauta sem eru aðalsmerki NASCAR. Þær eru þó mun flóknari og fyllri að blæbrigðum en svo að þær gangi aðeins út á að beygja til vinstri. iRacing Studios Boðið er upp á berstrípað, bílræfið og sporöskjulaga fjör í nýjasta NASCAR-kappakstursleiknum. Sannir akstursíþróttaunnendur fá nóg fyrir sinn snúð þótt leikinn skorti mikið af þeim íburði sem einkennir marga aðra kappakstursleiki. NASCAR25 markar þáttaskil fyrir leikina sem byggja á bandarísku fólksbílakappakstursmótaröðinni. Hann er sá fyrsti sem iRacing framleiðir en fyrirtækið er þekkt fyrir samnefndan kappaksturshermi á netinu fyrir PC-vélar. Leikurinn ber þess ýmis merki að honum hafi verið tjaslað saman í flýti enda aðeins tvö ár frá því að iRacing tók við hugverkinu og hóf að þróa hann í Unreal-þrívíddarvélinni. Ekki er boðið upp á að hanna útlit eða eiginleika tölvuverunnar sem spilarinn stýrir. Leikmaður fær velja sér nafn en þarf að gera sér að góðu að vera andlitslaus Skugga-Baldur innan um glansmyndir af keppinautunum sem eru raunverulegir ökumenn í NASCAR. Þá eru myndskeið af fagnaðarlátum eftir sigra í skötulíki og samfélagsmiðlatenging, sem virðist orðinn staðalbúnaður í íþróttaleikjum um þessar mundir, er blessunarlega lítil sem engin fyrir utan til þess að skamma leikmanninn ef hann svínar um of á mótherjum sínum. NASCAR25 skarar aftur á móti fram úr þegar hjólin eru byrjuð að snúast á brautinni, sérstaklega á þeim brautum sem eru ær og kýr NASCAR: sporöskjurnar (e. ovals). Sporöskjulaga bleikur fíll Bleiki fíllinn í herberginu er að af þrjátíu brautum í NASCAR25 eru 24 sporöskjur. Evrópskir akstursíþróttamenn hafa litið niður á sporöskjurnar úr mikilli hæð með hæðnisglósum um að NASCAR-ökumenn kunni bara að beygja til vinstri (sem er raunar kaldhæðnislegt þar sem aðdáendur íþróttarinnar hallast yfirleitt langt til hægri). Sporöskjurnar eru hins vegar í raun og veru glæpsamlega vanmetin grein akstursíþrótta. Þó að þær séu á þriðja tug í NASCAR25 er hver og ein þeirra einstök og með sinn eigin karakter. Þær eru allt frá rétt um hálfrar mílu langri Martinsville-brautinni upp í 2,66 mílna langa Talladega-ofurhraðbrautina þar sem menn þeysast jafnvel fjórir hlið við hlið. Í NASCAR er að nafninu til keppt á breyttum fólksbílum. Þeir eiga þó fátt skylt við einkabílinn sem meðalmaðurinn lufsast á út í Bónus.iRacing Studios Aðrir akstursleikir hafa gert sporöskjukappakstri takmörkuð skil og fáir þeirra komist nálægt því að gera það vel. NASCAR25 fangar hann einstaklega vel. Brautirnar eru nákvæmar eftirlíkingar af þeim raunverulegu og bílarnir hegða sér eins og þeir eiga að gera, að minnsta kosti þegar helstu hjálpardekkin eru tekin undan. Jafnvel þær brautir sem eru áþekkar á yfirborðinu spilast gerólíkt eftir hallanum í beygjunum sem geta boðið upp á margar mismunandi aksturslínur. Margar mestu yndisstundir undirritaðs í leiknum fóru í að prófa ólíkar línur, háar og lágar, enda hugsaði iRacing ekki út í að bjóða skemmra komnum spilurum upp á aðstoð við aksturslínur. Blæti sem hefur ekki verið svalað í áraraðir Blaðamaður myndaði með sér blæti fyrir sporöskjukappakstri með því að horfa á Indycar, bandaríska hliðstæðu Formúlu 1, í kringum aldamót. Ekki frá því að hann spilaði Indycar 2 frá árinu 1996 hefur akstursleikur náð að svala því blæti eins vel og NASCAR25 gerir. Það jafnast fátt við að aka hring eftir hring með keppinautinn þétt upp við hliðina og með „spotterinn“ í talstöðinni, tímasetja kjölsogið til að taka fram úr og nota hringaða bíla til að ná forskoti á mótherjann eins og sporöskjukappastur býður upp á. Undirritaður bíður því með eftirvæntingu eftir fyrsta Indycar-leiknunum í áraraðir sem iRacing vinnur nú að og á að byggja á NASCAR25 að miklu leyti. Að feta sig upp metorðastigann Umfram það að keyra hratt og koma fyrr í mark en andstæðingurinn gengur NASCAR25 út á meistarakeppni þar sem spilari byrjar sem nýliði í neðri deildunum. Til þess að komast upp í sjálfa NASCAR-mótaröðina þarf leikmaður að vinna sér inn reynslustig í þremur undirflokkum: ARCA, Truck Series og Xfinity. Þó að ekki sé himin og haf á milli bílanna fyrir neðan NASCAR-mótaröðina eru þeir nógu ólíkir til þess að manni finnist það aldrei kvöð að þurfa að fara í gegnum undirflokkana til þess að fá að keppa við stóru strákana. Fyrir þá sem hafa sérstaklega mikinn tíma er jafnvel hægt að velja að keppa í tveimur flokkum á sama tíma, nokkuð sem margir NASCAR-ökumenn gera í raunheimum. Á leiðinni upp metorðastigann þurfa leikmenn meðal annars að keppa á trukkum sem þessum. Ekki þarf þó að stoppa neins staðar á leiðinni til þess að hlaða á pallinn.iRacing Studios Til þess að ná sem bestum árangri þarf leikmaðurinn bæði að safna verðlaunafé og vinnustundum til að hann geti uppfært bíl sinn og gert við skemmdir. Einnig þarf hann að ráða vélvirkja og almannatengla til að halda liðinu gangandi. Síðar meir þarf hann einnig að vinna sér inn stig til að þróa ólíka hluta bílsins. Ekki þarf þó að verja óhóflega löngum tíma í bílskúrnum en sá hluti leiksins virkar yfirleitt sem aukaatriði. Engin miskunn hjá Magnúsi með brautarmörkin NASCAR25 er ekki gallalaus. Þegar leikurinn berst á þær fáu „hefðbundnu brautir“ sem eru að dagskrá NASCAR eru bílarnir eins og beljur á svelli sem erfitt er að hafa hemil á. Bókstaflega, því oft virkar eins og ökumaður þurfi að byrja að hemla kílómetra fyrir beygju, eins og hann aki stigabíl Bluth-fjölskyldunnar. Erfitt er þó að gagnrýna iRacing fyrir þetta þar sem NASCAR-bílarnir eru ekki beint hannaðir fyrir annað en sporöskjur, hvað þá þröngar götubrautir eins og Chicago-brautina. Af nýlegum NASCAR-keppnum þar að dæma gæti þar allt eins verið hægt að halda keppni í svellhlaupi belja. Sumar þessara brauta eru einnig illar viðureignar þar sem leikurinn er algerlega miskunarlaus í að framfylgja brautarmörkum. Ef þú skerð beygju of mikið á COTA ertu líklegri til þess að lenda í fangelsi en ef þú valsar inn í verslunarmiðstöð með sjálfvirkan hríðskotariffil í Texas. Þetta vandamál ágerist af því að geta ekki valið aðstoð við að sjá aksturslínu eins og hægt er í flestum öðrum akstursleikjum. Blaðamaður dirfðist ekki að dýfa fæti í netspilunarhluta NASCAR2025. Miðað við myndband SuperGT af nýlegri reynslu sinni þar var það líka best fyrir alla. Niðurstaða 4/5 NASCAR25 býður upp á besta sporöskjukappakstur sem hefur sést á stafrænu formi í fjölda ára. Brautirnar og bílarnir eru óaðfinnanlegir en allir aukahlutir eru skornir niður við nögl, sem er ekki endilega ókostur. Útgáfan sem var dæmd var á PS5 og var spiluð með fjarstýringu. Leikurinn er einnig til fyrir Xbox og á Steam. Leikjadómar Leikjavísir Akstursíþróttir Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
NASCAR25 markar þáttaskil fyrir leikina sem byggja á bandarísku fólksbílakappakstursmótaröðinni. Hann er sá fyrsti sem iRacing framleiðir en fyrirtækið er þekkt fyrir samnefndan kappaksturshermi á netinu fyrir PC-vélar. Leikurinn ber þess ýmis merki að honum hafi verið tjaslað saman í flýti enda aðeins tvö ár frá því að iRacing tók við hugverkinu og hóf að þróa hann í Unreal-þrívíddarvélinni. Ekki er boðið upp á að hanna útlit eða eiginleika tölvuverunnar sem spilarinn stýrir. Leikmaður fær velja sér nafn en þarf að gera sér að góðu að vera andlitslaus Skugga-Baldur innan um glansmyndir af keppinautunum sem eru raunverulegir ökumenn í NASCAR. Þá eru myndskeið af fagnaðarlátum eftir sigra í skötulíki og samfélagsmiðlatenging, sem virðist orðinn staðalbúnaður í íþróttaleikjum um þessar mundir, er blessunarlega lítil sem engin fyrir utan til þess að skamma leikmanninn ef hann svínar um of á mótherjum sínum. NASCAR25 skarar aftur á móti fram úr þegar hjólin eru byrjuð að snúast á brautinni, sérstaklega á þeim brautum sem eru ær og kýr NASCAR: sporöskjurnar (e. ovals). Sporöskjulaga bleikur fíll Bleiki fíllinn í herberginu er að af þrjátíu brautum í NASCAR25 eru 24 sporöskjur. Evrópskir akstursíþróttamenn hafa litið niður á sporöskjurnar úr mikilli hæð með hæðnisglósum um að NASCAR-ökumenn kunni bara að beygja til vinstri (sem er raunar kaldhæðnislegt þar sem aðdáendur íþróttarinnar hallast yfirleitt langt til hægri). Sporöskjurnar eru hins vegar í raun og veru glæpsamlega vanmetin grein akstursíþrótta. Þó að þær séu á þriðja tug í NASCAR25 er hver og ein þeirra einstök og með sinn eigin karakter. Þær eru allt frá rétt um hálfrar mílu langri Martinsville-brautinni upp í 2,66 mílna langa Talladega-ofurhraðbrautina þar sem menn þeysast jafnvel fjórir hlið við hlið. Í NASCAR er að nafninu til keppt á breyttum fólksbílum. Þeir eiga þó fátt skylt við einkabílinn sem meðalmaðurinn lufsast á út í Bónus.iRacing Studios Aðrir akstursleikir hafa gert sporöskjukappakstri takmörkuð skil og fáir þeirra komist nálægt því að gera það vel. NASCAR25 fangar hann einstaklega vel. Brautirnar eru nákvæmar eftirlíkingar af þeim raunverulegu og bílarnir hegða sér eins og þeir eiga að gera, að minnsta kosti þegar helstu hjálpardekkin eru tekin undan. Jafnvel þær brautir sem eru áþekkar á yfirborðinu spilast gerólíkt eftir hallanum í beygjunum sem geta boðið upp á margar mismunandi aksturslínur. Margar mestu yndisstundir undirritaðs í leiknum fóru í að prófa ólíkar línur, háar og lágar, enda hugsaði iRacing ekki út í að bjóða skemmra komnum spilurum upp á aðstoð við aksturslínur. Blæti sem hefur ekki verið svalað í áraraðir Blaðamaður myndaði með sér blæti fyrir sporöskjukappakstri með því að horfa á Indycar, bandaríska hliðstæðu Formúlu 1, í kringum aldamót. Ekki frá því að hann spilaði Indycar 2 frá árinu 1996 hefur akstursleikur náð að svala því blæti eins vel og NASCAR25 gerir. Það jafnast fátt við að aka hring eftir hring með keppinautinn þétt upp við hliðina og með „spotterinn“ í talstöðinni, tímasetja kjölsogið til að taka fram úr og nota hringaða bíla til að ná forskoti á mótherjann eins og sporöskjukappastur býður upp á. Undirritaður bíður því með eftirvæntingu eftir fyrsta Indycar-leiknunum í áraraðir sem iRacing vinnur nú að og á að byggja á NASCAR25 að miklu leyti. Að feta sig upp metorðastigann Umfram það að keyra hratt og koma fyrr í mark en andstæðingurinn gengur NASCAR25 út á meistarakeppni þar sem spilari byrjar sem nýliði í neðri deildunum. Til þess að komast upp í sjálfa NASCAR-mótaröðina þarf leikmaður að vinna sér inn reynslustig í þremur undirflokkum: ARCA, Truck Series og Xfinity. Þó að ekki sé himin og haf á milli bílanna fyrir neðan NASCAR-mótaröðina eru þeir nógu ólíkir til þess að manni finnist það aldrei kvöð að þurfa að fara í gegnum undirflokkana til þess að fá að keppa við stóru strákana. Fyrir þá sem hafa sérstaklega mikinn tíma er jafnvel hægt að velja að keppa í tveimur flokkum á sama tíma, nokkuð sem margir NASCAR-ökumenn gera í raunheimum. Á leiðinni upp metorðastigann þurfa leikmenn meðal annars að keppa á trukkum sem þessum. Ekki þarf þó að stoppa neins staðar á leiðinni til þess að hlaða á pallinn.iRacing Studios Til þess að ná sem bestum árangri þarf leikmaðurinn bæði að safna verðlaunafé og vinnustundum til að hann geti uppfært bíl sinn og gert við skemmdir. Einnig þarf hann að ráða vélvirkja og almannatengla til að halda liðinu gangandi. Síðar meir þarf hann einnig að vinna sér inn stig til að þróa ólíka hluta bílsins. Ekki þarf þó að verja óhóflega löngum tíma í bílskúrnum en sá hluti leiksins virkar yfirleitt sem aukaatriði. Engin miskunn hjá Magnúsi með brautarmörkin NASCAR25 er ekki gallalaus. Þegar leikurinn berst á þær fáu „hefðbundnu brautir“ sem eru að dagskrá NASCAR eru bílarnir eins og beljur á svelli sem erfitt er að hafa hemil á. Bókstaflega, því oft virkar eins og ökumaður þurfi að byrja að hemla kílómetra fyrir beygju, eins og hann aki stigabíl Bluth-fjölskyldunnar. Erfitt er þó að gagnrýna iRacing fyrir þetta þar sem NASCAR-bílarnir eru ekki beint hannaðir fyrir annað en sporöskjur, hvað þá þröngar götubrautir eins og Chicago-brautina. Af nýlegum NASCAR-keppnum þar að dæma gæti þar allt eins verið hægt að halda keppni í svellhlaupi belja. Sumar þessara brauta eru einnig illar viðureignar þar sem leikurinn er algerlega miskunarlaus í að framfylgja brautarmörkum. Ef þú skerð beygju of mikið á COTA ertu líklegri til þess að lenda í fangelsi en ef þú valsar inn í verslunarmiðstöð með sjálfvirkan hríðskotariffil í Texas. Þetta vandamál ágerist af því að geta ekki valið aðstoð við að sjá aksturslínu eins og hægt er í flestum öðrum akstursleikjum. Blaðamaður dirfðist ekki að dýfa fæti í netspilunarhluta NASCAR2025. Miðað við myndband SuperGT af nýlegri reynslu sinni þar var það líka best fyrir alla. Niðurstaða 4/5 NASCAR25 býður upp á besta sporöskjukappakstur sem hefur sést á stafrænu formi í fjölda ára. Brautirnar og bílarnir eru óaðfinnanlegir en allir aukahlutir eru skornir niður við nögl, sem er ekki endilega ókostur. Útgáfan sem var dæmd var á PS5 og var spiluð með fjarstýringu. Leikurinn er einnig til fyrir Xbox og á Steam.
Leikjadómar Leikjavísir Akstursíþróttir Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira