Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 20:00 Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, átti sæti í starfshópnum. Vísir/Stefán Ísland er útsöluvara í Norrænum samanburði hvað varðar veitingu dvalarleyfa og algjört stefnuleysi hefur ríkt í málaflokknum. Þetta segir hagfræðingur sem vann úttekt á reglum um dvalarleyfi á Íslandi. Dómsmálaráðherra boðar fimm lagafrumvörp til breytinga í málaflokknum. Skýrsla starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og samanburður við önnur Norðurlönd var kynnt í dag. Meðal þess sem lesa má úr skýrslunni er að fjöldi dvalarleyfishafa frá ríkjum utan EES hefur nær fimmfaldast frá árinu 2017. Aukningin er hvað mest á síðustu þremur árum, en fjöldinn hefur tvöfaldast frá 2022. „Það er náttúrlega fjöldaflótti frá Úkraínu eftir 2022, það er kannski stærsta einstaka breytingin. En svo hefur kerfið bara verið stefnulaust og það var miklu meiri migration [í. fólksflutningar] á heimsvísu og fólk hefur bara leitað inn í kerfi sem er útsöluland í Norðurlandasamanburði,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, sem átti sæti í starfshópnum. Hópurinn gerir fjölmargar tillögur að úrbótum sem settar eru fram í skýrslunni. Samanburður við Norðurlönd sýnir að á árunum 2020 til 2024 veitti Ísland til að mynda umtalsvert fleiri ný dvalarleyfi á hvern íbúa en hin löndin. Munurinn nemur allt að 78% í tilfelli Noregs, 64% samanborið við Svíþjóð, 58% á við í Danmörku og allt að 36% fleiri dvalarleyfi voru veitt hér en í Finnlandi á tímabilinu. Boðar afnám séríslenskra reglna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað fimm lagafrumvörp, sem sum eru fram komin en önnur ekki, sem ætlað er að laga hina ýmsu þætti er snúa að útlendingamálum. Þær aðgerðir sem ráðherra hyggst ráðast í felast ekki síður í því að samræma löggjöf við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Er það markmið í sjálfu sér að gera allt eins og Norðurlöndin? „Það er markmið í sjálfu sér að afnema séríslenskar reglur. Þær hafa verið allnokkrar og hafa í mörgum tilvikum verið til vandræða. Norðurlöndin eru ekki öll að vinna eftir sama lagabókstafnum en um ákveðin viðmið hafa norðurlöndin hin verið í takti og verið sammála en Ísland hefur skorið sig úr,“ svarar Þorbjörg. Það er bent á að stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum, en hver er stefnan? „Við vitum að Ísland, við erum háð fólksflutningum til landsins. Hagvöxtur okkar byggir á því að hingað komi fólk, það viljum við sannarlega að verði áfram. Fólksfjölgunin á Íslandi hefur hins vegar verið mjög kraftmikil á mjög skömmum tíma og ekkert endilega í samræmi við neina stefnumörkun stjórnvalda. Þannig við viljum fá fólk til landsins á grundvelli þess sem við erum að stefna að í samfélaginu um hagvöxt, um sjálfbærni, um það að geta boðið fólki sæmilegar aðstæður hér á landi. Það eru okkar markmið,“ segir Þorbjörg. Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Skýrsla starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og samanburður við önnur Norðurlönd var kynnt í dag. Meðal þess sem lesa má úr skýrslunni er að fjöldi dvalarleyfishafa frá ríkjum utan EES hefur nær fimmfaldast frá árinu 2017. Aukningin er hvað mest á síðustu þremur árum, en fjöldinn hefur tvöfaldast frá 2022. „Það er náttúrlega fjöldaflótti frá Úkraínu eftir 2022, það er kannski stærsta einstaka breytingin. En svo hefur kerfið bara verið stefnulaust og það var miklu meiri migration [í. fólksflutningar] á heimsvísu og fólk hefur bara leitað inn í kerfi sem er útsöluland í Norðurlandasamanburði,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, sem átti sæti í starfshópnum. Hópurinn gerir fjölmargar tillögur að úrbótum sem settar eru fram í skýrslunni. Samanburður við Norðurlönd sýnir að á árunum 2020 til 2024 veitti Ísland til að mynda umtalsvert fleiri ný dvalarleyfi á hvern íbúa en hin löndin. Munurinn nemur allt að 78% í tilfelli Noregs, 64% samanborið við Svíþjóð, 58% á við í Danmörku og allt að 36% fleiri dvalarleyfi voru veitt hér en í Finnlandi á tímabilinu. Boðar afnám séríslenskra reglna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað fimm lagafrumvörp, sem sum eru fram komin en önnur ekki, sem ætlað er að laga hina ýmsu þætti er snúa að útlendingamálum. Þær aðgerðir sem ráðherra hyggst ráðast í felast ekki síður í því að samræma löggjöf við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Er það markmið í sjálfu sér að gera allt eins og Norðurlöndin? „Það er markmið í sjálfu sér að afnema séríslenskar reglur. Þær hafa verið allnokkrar og hafa í mörgum tilvikum verið til vandræða. Norðurlöndin eru ekki öll að vinna eftir sama lagabókstafnum en um ákveðin viðmið hafa norðurlöndin hin verið í takti og verið sammála en Ísland hefur skorið sig úr,“ svarar Þorbjörg. Það er bent á að stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum, en hver er stefnan? „Við vitum að Ísland, við erum háð fólksflutningum til landsins. Hagvöxtur okkar byggir á því að hingað komi fólk, það viljum við sannarlega að verði áfram. Fólksfjölgunin á Íslandi hefur hins vegar verið mjög kraftmikil á mjög skömmum tíma og ekkert endilega í samræmi við neina stefnumörkun stjórnvalda. Þannig við viljum fá fólk til landsins á grundvelli þess sem við erum að stefna að í samfélaginu um hagvöxt, um sjálfbærni, um það að geta boðið fólki sæmilegar aðstæður hér á landi. Það eru okkar markmið,“ segir Þorbjörg.
Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira