Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 11:18 Unglingadrykkja virðist verða óvinsælari með árunum. Getty Vísbendingar eru um að áfengisdrykkja meðal grunnskólabarna sé að minnka samkvæmt Íslensku æskulýðskönnunni. Líðan barna í tíunda bekk fer batnandi en stelpur upplifa meiri kvíða og depurð en strákar. Átta prósent barna í tíunda bekk drukku áfengi einhvern tímann á þeim þrjátíu dögum áður en Íslenska æskulýðskönnunin var framkvæmd í skólum landsins. Þá höfðu níu prósent þeirra einhvern tímann á ævinni drukkið svo mikið áfengi að þau urðu blindfull. Það eru færri heldur en árið áður þar sem ellefu prósent tíundubekkinga höfðu drukkið áfengi síðustu þrjátíu daga og tíu prósent þeirra orðið blindfull. Árið 2023 höfðu tólf prósent drukkið áfengi að minnsta kosti einu sinni á dögunum þrjátíu fyrir könnina. Stelpur eru líklegri en strákar til að hafa drukkið áfengi og til að hafa orðið drukknar. Hins vegar eru strákar líklegri til að nota nikótínpúða, en um átta prósent þeirra notuðu nikótínpúða þrjátíu daga fyrir könnunina. Færri reykja sígarettur en nota nikótínpúða, eða þrjú prósent gegn sjö prósentum. Vímuefnaneyslan hefur minnkað lítillega, átta prósent tíundubekkinga höfðu notað kannabis á síðustu þrjátíu dögum fyrir könnunina árið 2022 en sex prósent árið 2025. Stelpum líði verr Einungis 68 prósent barna í tíunda bekk segja andlegu heilsuna sína góða, þar af 57 prósent stelpna. Rúmlega sjötíu prósent stelpna upplifa kvíða en 36 prósent stráka. Stelpurnar greina einnig frá meiri depurð en strákarnir, rétt rúmlega helmingur þeirra í tíunda bekk finnur fyrir depurð vikulega eða oftar en fjórðungur stráka greinir frá depurð. Bæði kvíði og depurð fara þó minnkandi með árunum, kvíðinn fer úr 58 prósentum 2022 niður í 54 prósent 2025. Depurðin fer úr 49 prósentum 2022 í fjörutíu prósent 2025. Áfengi Börn og uppeldi Fíkn Geðheilbrigði Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Átta prósent barna í tíunda bekk drukku áfengi einhvern tímann á þeim þrjátíu dögum áður en Íslenska æskulýðskönnunin var framkvæmd í skólum landsins. Þá höfðu níu prósent þeirra einhvern tímann á ævinni drukkið svo mikið áfengi að þau urðu blindfull. Það eru færri heldur en árið áður þar sem ellefu prósent tíundubekkinga höfðu drukkið áfengi síðustu þrjátíu daga og tíu prósent þeirra orðið blindfull. Árið 2023 höfðu tólf prósent drukkið áfengi að minnsta kosti einu sinni á dögunum þrjátíu fyrir könnina. Stelpur eru líklegri en strákar til að hafa drukkið áfengi og til að hafa orðið drukknar. Hins vegar eru strákar líklegri til að nota nikótínpúða, en um átta prósent þeirra notuðu nikótínpúða þrjátíu daga fyrir könnunina. Færri reykja sígarettur en nota nikótínpúða, eða þrjú prósent gegn sjö prósentum. Vímuefnaneyslan hefur minnkað lítillega, átta prósent tíundubekkinga höfðu notað kannabis á síðustu þrjátíu dögum fyrir könnunina árið 2022 en sex prósent árið 2025. Stelpum líði verr Einungis 68 prósent barna í tíunda bekk segja andlegu heilsuna sína góða, þar af 57 prósent stelpna. Rúmlega sjötíu prósent stelpna upplifa kvíða en 36 prósent stráka. Stelpurnar greina einnig frá meiri depurð en strákarnir, rétt rúmlega helmingur þeirra í tíunda bekk finnur fyrir depurð vikulega eða oftar en fjórðungur stráka greinir frá depurð. Bæði kvíði og depurð fara þó minnkandi með árunum, kvíðinn fer úr 58 prósentum 2022 niður í 54 prósent 2025. Depurðin fer úr 49 prósentum 2022 í fjörutíu prósent 2025.
Áfengi Börn og uppeldi Fíkn Geðheilbrigði Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira