Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. nóvember 2025 11:31 Björn Bragi hefur verið edrú í eitt og hálft ár og segist njóta þess að geta sinnt öllum sínum verkefnum laus við þynnku og kvíðann sem henni fylgir. Grínistinn Björn Bragi Arnarsson segist hafa tekið sér pásu frá áfengi sem hefur nú staðið yfir í rúmt eitt og hálft ár. Hann sakni ekki kvíðans og þunglyndisins sem fylgdu gjarnan dagana eftir drykkju. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Chess After Dark sem Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson halda úti. Björn Bragi var þar gestur ásamt kollega sínum, Jóhanni Alfreð Kristinsson. Þátturinn er rúmir tveir tímar og mösuðu þeir félagar um margt og mikið, þar á meðal nýja sjónvarpsþætti Jóhanns Alfreðs, þátttöku þeirra tveggja í Bannað að hlæja, fótboltaáhugann og grínbransann. Partýið farið að súrna Á seinni helming þáttarins barst talið að edrúmennsku og spurði Leifur: „Er það rétt heimavinna hjá mér að við séum allir á toppnum án áfengis nema Birkir sem er auðvitað sukkari mikill?“ Reyndist sú heimavinnan rétt unnin og í kjölfarið lýstu bæði Jóhann og Björn edrúmennsku sinni. Jóhann Alfreð hefur ekki drukkið áfengi í rúm þrjú ár. „Ég hef ekki drukkið áfengi í þrjú og hálft ár. Mig langaði aðeins að ýta því til hliðar, kominn með tvö börn og mér fannst partýið vera farið að súrna,“ sagði Jóhann Alfreð um edrúmennsku sína. „En það var ekki endilega ákvörðun til lífstíðar, það var meira bara að mig langaði virkilega að prófa „dry-spell“. Svo allt í einu eru komin þrjú og hálft ár.“ „Ég er búinn að vera edrú núna í tvær vikur,“ sagði Björn í gríni og sprungu þá hinir þrír úr hlátri. Björn Bragi og Jóhann Alfreð kepptu saman í Bannað að hlæja. „Nei, ég segi alveg það sama, ég ákvað að taka smá pásu og ég hef gert það mjög oft, tekið einn eða tvo mánuði og einu sinni tók ég fjóra mánuði,“ sagði Björn. „Ég prófaði þetta, ætlaði að taka alveg góða pásu og svo er hún bara ennþá í gangi. Það er að verða komið eitt og hálft ár síðan,“ bætti hann við. Sagði Björn að það væri brjálað að gera hjá sér og honum þætti gott að geta sinnt öllum sínum verkefnum vel, ferskur og laus við þynnku. „Þegar ég var að drekka gat ég orðið kvíðinn eða dottið í létt þunglyndi dagana á eftir. Svona dót fannst mér næs að losna við.“ Björn tók þó fram að þeir Jói hefðu notið lífsstílsins á sínum tíma: „Okkur fannst mjög gaman að drekka og höfum drukkið margoft saman.“ Áfengi Hlaðvörp Tengdar fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Rapparinn Birgir Hákon Guðlaugsson fagnaði þeim áfanga í gær að hafa verið án hugbreytandi efna í sjö ár. Hann kveðst hamingjusamur og þakklátur fyrir lífið sem hann lifir í dag. 18. september 2025 13:14 Edrú í eitt ár Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu. 18. nóvember 2024 10:28 Allsgáður í 20 ár: „Var brotinn líkamlega og andlega“ Sigfús Sigurðsson kom þjóðinni fyrir sjónir sem harðjaxlinn í íslenska handboltalandsliðinu. Seinna komu í ljós glíma hans við neyslu og fjárhagsvandræði. Í dag er Sigfús á betri stað, hefur opnað fiskbúð og fagnar tuttugu ára edrúmennsku. 28. september 2019 10:00 Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Chess After Dark sem Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson halda úti. Björn Bragi var þar gestur ásamt kollega sínum, Jóhanni Alfreð Kristinsson. Þátturinn er rúmir tveir tímar og mösuðu þeir félagar um margt og mikið, þar á meðal nýja sjónvarpsþætti Jóhanns Alfreðs, þátttöku þeirra tveggja í Bannað að hlæja, fótboltaáhugann og grínbransann. Partýið farið að súrna Á seinni helming þáttarins barst talið að edrúmennsku og spurði Leifur: „Er það rétt heimavinna hjá mér að við séum allir á toppnum án áfengis nema Birkir sem er auðvitað sukkari mikill?“ Reyndist sú heimavinnan rétt unnin og í kjölfarið lýstu bæði Jóhann og Björn edrúmennsku sinni. Jóhann Alfreð hefur ekki drukkið áfengi í rúm þrjú ár. „Ég hef ekki drukkið áfengi í þrjú og hálft ár. Mig langaði aðeins að ýta því til hliðar, kominn með tvö börn og mér fannst partýið vera farið að súrna,“ sagði Jóhann Alfreð um edrúmennsku sína. „En það var ekki endilega ákvörðun til lífstíðar, það var meira bara að mig langaði virkilega að prófa „dry-spell“. Svo allt í einu eru komin þrjú og hálft ár.“ „Ég er búinn að vera edrú núna í tvær vikur,“ sagði Björn í gríni og sprungu þá hinir þrír úr hlátri. Björn Bragi og Jóhann Alfreð kepptu saman í Bannað að hlæja. „Nei, ég segi alveg það sama, ég ákvað að taka smá pásu og ég hef gert það mjög oft, tekið einn eða tvo mánuði og einu sinni tók ég fjóra mánuði,“ sagði Björn. „Ég prófaði þetta, ætlaði að taka alveg góða pásu og svo er hún bara ennþá í gangi. Það er að verða komið eitt og hálft ár síðan,“ bætti hann við. Sagði Björn að það væri brjálað að gera hjá sér og honum þætti gott að geta sinnt öllum sínum verkefnum vel, ferskur og laus við þynnku. „Þegar ég var að drekka gat ég orðið kvíðinn eða dottið í létt þunglyndi dagana á eftir. Svona dót fannst mér næs að losna við.“ Björn tók þó fram að þeir Jói hefðu notið lífsstílsins á sínum tíma: „Okkur fannst mjög gaman að drekka og höfum drukkið margoft saman.“
Áfengi Hlaðvörp Tengdar fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Rapparinn Birgir Hákon Guðlaugsson fagnaði þeim áfanga í gær að hafa verið án hugbreytandi efna í sjö ár. Hann kveðst hamingjusamur og þakklátur fyrir lífið sem hann lifir í dag. 18. september 2025 13:14 Edrú í eitt ár Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu. 18. nóvember 2024 10:28 Allsgáður í 20 ár: „Var brotinn líkamlega og andlega“ Sigfús Sigurðsson kom þjóðinni fyrir sjónir sem harðjaxlinn í íslenska handboltalandsliðinu. Seinna komu í ljós glíma hans við neyslu og fjárhagsvandræði. Í dag er Sigfús á betri stað, hefur opnað fiskbúð og fagnar tuttugu ára edrúmennsku. 28. september 2019 10:00 Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Rapparinn Birgir Hákon Guðlaugsson fagnaði þeim áfanga í gær að hafa verið án hugbreytandi efna í sjö ár. Hann kveðst hamingjusamur og þakklátur fyrir lífið sem hann lifir í dag. 18. september 2025 13:14
Edrú í eitt ár Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu. 18. nóvember 2024 10:28
Allsgáður í 20 ár: „Var brotinn líkamlega og andlega“ Sigfús Sigurðsson kom þjóðinni fyrir sjónir sem harðjaxlinn í íslenska handboltalandsliðinu. Seinna komu í ljós glíma hans við neyslu og fjárhagsvandræði. Í dag er Sigfús á betri stað, hefur opnað fiskbúð og fagnar tuttugu ára edrúmennsku. 28. september 2019 10:00