Innlent

Margir skorað á Ingi­björgu í for­manninn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ingibjörg Isaksen hefur verið þingflokksformaður Framsóknar undanfarin ár.
Ingibjörg Isaksen hefur verið þingflokksformaður Framsóknar undanfarin ár. Vísir/Anton Brink

Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ýmsa hafa komið að máli við sig og hvatt hana til þess að bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún segist þakklát fyrir traustið og hvatninguna, enn sé langt í flokksþing.

Ingibjörg er oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi og hefur verið þingflokksformaður síðan árið 2021. Flokksþing Framsóknarflokksins fer fram í febrúar en Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins undanfarin níu ár hyggst ekki bjóða sig fram á ný.

„Enn sem komið er hef ég ekki tekið ákvörðun um framboð. Ég met það afar mikils hve margir hafa hvatt mig áfram og sýnt mér traust,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. „En að mínu mati er þó enn of snemmt að taka afstöðu til framboðs. Það er góð umræða í gangi í flokknum núna og mikilvægt að við gefum okkur tíma til að vega og meta hvað er best í stöðunni fyrir Framsókn.“

Áður hafa bæði Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson hafa bæði verið orðuð við framboð og sagst íhuga málið. Bæði sitja þau utan þings eftir alþingiskosningar í fyrra þar sem hvorug komst inn á þing. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins í Reykjavík tilkynnti fyrr í vikunni að hann myndi ekki bjóða sig fram í embættið.


Tengdar fréttir

Fer ekki í for­manninn

Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum.

Skora á Lilju eftir hörfun Einars

Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann flokksins að bjóða sig fram til formanns Framsóknar á komandi flokksþingi og leiða flokkinn inn í nýja tíma. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram.

Willum íhugar formannsframboð

Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×