„Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Lovísa Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2025 14:01 Vilborg Oddsdóttir starfar sem félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og er formaður siðanefndar Félagsráðgjafafélags Íslands. Hjálparstarf kirkjunnar Siðanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands lýsir yfir áhyggjum vegna aukins ofbeldis, hótana, niðrandi ummæla og annarrar óviðunandi framkomu sem félagsráðgjafar verða fyrir í starfi sínu. Siðanefndin hefur sent út könnun á alla félagsmenn. Formaður nefndarinnar segir nefndina vilja kanna bæði algengi ofbeldis gegn félagsráðgjöfum í starfi og viðbrögð vinnuveitenda við því. Formaðurinn heitir Vilborg Oddsdóttir. Hún segir ætlun siðanefndar að halda málstofu á Félagsráðgjafaþingi í febrúar á næsta ári þar sem svörin verða rýnd. Í tilkynningu frá siðanefndinni á Facebook-síðu félagsins er vísað til vitundarvakningar í samfélaginu um ofbeldi gegn ýmsum starfsstéttum, eins og lögreglu, og aðgerða sem gripið hefur verið til í því samhengi. Siðanefndin leitast nú við að safna upplýsingum um fjölda mála þar sem félagsráðgjafar hafa orðið fyrir ofbeldi eða hótunum í tengslum við starf sitt. Markmiðið er m.a. að greina aðstæður og ástæður sem liggja að baki slíkum atvikum og er ætlunin að leitast við að móta verkferla sem stuðla að auknu öryggi og bættri vernd fyrir félagsráðgjafa,“ segir í tilkynningunni. Með því að draga fram raunveruleikann sem margir félagsráðgjafar standa frammi fyrir vonast Siðanefndin til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á þeirri áhættu sem fylgir starfinu. Markmiðið sé skýrt: að stuðla að aukinni vernd, faglegum stuðningi, skilningi og virðingu fyrir því mikilvæga og krefjandi starfi sem félagsráðgjafar sinna daglega, oft við afar erfiðar aðstæður. Eigi ekki bara að vera orðrómur Vilborg segir siðanefndina hvetja félagsmenn eindregið til að deila reynslu sinni. „Við viljum ekki hafa þetta bara tilfinningu eða orðróm, heldur meira vita hver sé staðreyndin í þessu,“ segir hún og að viðbrögðin hafi verið góð um leið og könnunin fór í loftið. „Þetta hvílir greinilega á fólki.“ Viðborg segir nefndina hafa farið af stað með þetta verkefni því það sé þeirra tilfinning og út frá samtölum við kollega að ofbeldi gegn þeim sé að aukast. „Við viljum bara gjarnan að þetta sé eitthvað sem við tökum okkur dag í og ræðum á Félagsráðgjafaþingi, og drögum þetta upp á yfirborðið. Hvað er í gangi og hvernig eru bæði okkar vinnuveitendur að bregðast við þessu og hvernig námið er að bregðast við þessu.“ Skjólstæðingahópurinn breyttur Hún segir margt hafa áhrif en sem dæmi sé samsetning skjólstæðinga þeirra sífellt að breytast. Vandi fólks sé djúpstæðari og erfiðari. Félagsráðgjafar hitti í starfi sínu fólk oft á tímamótum eða erfiðum tíma í þeirra lífi. Fólk sé veikt vegna neyslu, hafi misst börnin sín frá sér eða sé mjög veikt andlega. Viðbrögð þeirra til félagsráðgjafa og úrræða þeirra geti verið misjöfn. Þetta hafi áhrif á viðbrögð fólks til þeirra og þeirra starfs. „Ég hef unnið sem félagsráðgjafi í þrjátíu ár og þetta er bara allt annar hópur. Fólk er í miklu harðari neyslu, það er veikara. Það er alls konar fólk sem er að mæta til okkar og þú veist ekkert hvar það er, hvernig, hver er bakgrunnurinn þeirra og við hverju við eigum að búast. Þetta er bara einhvern veginn allt annar heimur.“ Hún segir fólk bæði beita ofbeldi og hótunum í eigin persónu en einnig geri það í gegnum síma eða samfélagsmiðla. Þau beini ekki endilega bara hótunum sínum að félagsráðgjöfunum sjálfum heldur líka fjölskyldumeðlimum þeirra, til dæmis börnum. „Þetta er mjög mikið á staðnum, einhver segir „helvítis kerlingin“ eða eitthvað svoleiðis. Það er eitt en ef hann fer að hóta að kveikja í húsinu þínu eða börnunum þínum þá er það annað.“ Hún segir marga félagsráðgjafa af þessari ástæðu til dæmis ekki með heimilisfangið sitt eða símanúmer skráð. „Þetta viljum við bara fá fram og svo viljum við líka vita hvernig vinnustaðirnir eru að bregðast við, er verið að gera eitthvað eða bíðum við eftir því að eitthvað gerist og svo á að gera eitthvað. Við verðum að vera vakandi yfir því samfélagi sem við búum í og breytingum á því til að geta, aðallega til að geta bara komið í veg fyrir stórslys. Við Íslendingar erum bara svo vön því að fyrst þarf eitthvað að gerast, svo bregðumst við við.“ Vilja ekki þurfa að bregðast við alvarlegu atviki Vilborg telur að í félaginu séu um 500 félagsráðgjafar en veit ekki hversu margir eru starfandi. Meirihlutinn eru konur. Hún segir málin erfiðari í löndunum í kringum okkur og í Svíþjóð hafi til dæmis eitt mál endað með andláti. Tilgangur könnunarinnar sé að reyna að koma í veg fyrir að málin verði svo slæm á Íslandi. „Við viljum ekki bíða eftir því að það verði einhver slasaður eða myrtur. Við viljum grípa inn í áður en það gerist og að vinnuveitendur verði vakandi fyrir því hvað sé hægt að gera til að minnka áhættu.“ Félagsmál Stafrænt ofbeldi Fíkn Geðheilbrigði Börn og uppeldi Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Formaðurinn heitir Vilborg Oddsdóttir. Hún segir ætlun siðanefndar að halda málstofu á Félagsráðgjafaþingi í febrúar á næsta ári þar sem svörin verða rýnd. Í tilkynningu frá siðanefndinni á Facebook-síðu félagsins er vísað til vitundarvakningar í samfélaginu um ofbeldi gegn ýmsum starfsstéttum, eins og lögreglu, og aðgerða sem gripið hefur verið til í því samhengi. Siðanefndin leitast nú við að safna upplýsingum um fjölda mála þar sem félagsráðgjafar hafa orðið fyrir ofbeldi eða hótunum í tengslum við starf sitt. Markmiðið er m.a. að greina aðstæður og ástæður sem liggja að baki slíkum atvikum og er ætlunin að leitast við að móta verkferla sem stuðla að auknu öryggi og bættri vernd fyrir félagsráðgjafa,“ segir í tilkynningunni. Með því að draga fram raunveruleikann sem margir félagsráðgjafar standa frammi fyrir vonast Siðanefndin til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á þeirri áhættu sem fylgir starfinu. Markmiðið sé skýrt: að stuðla að aukinni vernd, faglegum stuðningi, skilningi og virðingu fyrir því mikilvæga og krefjandi starfi sem félagsráðgjafar sinna daglega, oft við afar erfiðar aðstæður. Eigi ekki bara að vera orðrómur Vilborg segir siðanefndina hvetja félagsmenn eindregið til að deila reynslu sinni. „Við viljum ekki hafa þetta bara tilfinningu eða orðróm, heldur meira vita hver sé staðreyndin í þessu,“ segir hún og að viðbrögðin hafi verið góð um leið og könnunin fór í loftið. „Þetta hvílir greinilega á fólki.“ Viðborg segir nefndina hafa farið af stað með þetta verkefni því það sé þeirra tilfinning og út frá samtölum við kollega að ofbeldi gegn þeim sé að aukast. „Við viljum bara gjarnan að þetta sé eitthvað sem við tökum okkur dag í og ræðum á Félagsráðgjafaþingi, og drögum þetta upp á yfirborðið. Hvað er í gangi og hvernig eru bæði okkar vinnuveitendur að bregðast við þessu og hvernig námið er að bregðast við þessu.“ Skjólstæðingahópurinn breyttur Hún segir margt hafa áhrif en sem dæmi sé samsetning skjólstæðinga þeirra sífellt að breytast. Vandi fólks sé djúpstæðari og erfiðari. Félagsráðgjafar hitti í starfi sínu fólk oft á tímamótum eða erfiðum tíma í þeirra lífi. Fólk sé veikt vegna neyslu, hafi misst börnin sín frá sér eða sé mjög veikt andlega. Viðbrögð þeirra til félagsráðgjafa og úrræða þeirra geti verið misjöfn. Þetta hafi áhrif á viðbrögð fólks til þeirra og þeirra starfs. „Ég hef unnið sem félagsráðgjafi í þrjátíu ár og þetta er bara allt annar hópur. Fólk er í miklu harðari neyslu, það er veikara. Það er alls konar fólk sem er að mæta til okkar og þú veist ekkert hvar það er, hvernig, hver er bakgrunnurinn þeirra og við hverju við eigum að búast. Þetta er bara einhvern veginn allt annar heimur.“ Hún segir fólk bæði beita ofbeldi og hótunum í eigin persónu en einnig geri það í gegnum síma eða samfélagsmiðla. Þau beini ekki endilega bara hótunum sínum að félagsráðgjöfunum sjálfum heldur líka fjölskyldumeðlimum þeirra, til dæmis börnum. „Þetta er mjög mikið á staðnum, einhver segir „helvítis kerlingin“ eða eitthvað svoleiðis. Það er eitt en ef hann fer að hóta að kveikja í húsinu þínu eða börnunum þínum þá er það annað.“ Hún segir marga félagsráðgjafa af þessari ástæðu til dæmis ekki með heimilisfangið sitt eða símanúmer skráð. „Þetta viljum við bara fá fram og svo viljum við líka vita hvernig vinnustaðirnir eru að bregðast við, er verið að gera eitthvað eða bíðum við eftir því að eitthvað gerist og svo á að gera eitthvað. Við verðum að vera vakandi yfir því samfélagi sem við búum í og breytingum á því til að geta, aðallega til að geta bara komið í veg fyrir stórslys. Við Íslendingar erum bara svo vön því að fyrst þarf eitthvað að gerast, svo bregðumst við við.“ Vilja ekki þurfa að bregðast við alvarlegu atviki Vilborg telur að í félaginu séu um 500 félagsráðgjafar en veit ekki hversu margir eru starfandi. Meirihlutinn eru konur. Hún segir málin erfiðari í löndunum í kringum okkur og í Svíþjóð hafi til dæmis eitt mál endað með andláti. Tilgangur könnunarinnar sé að reyna að koma í veg fyrir að málin verði svo slæm á Íslandi. „Við viljum ekki bíða eftir því að það verði einhver slasaður eða myrtur. Við viljum grípa inn í áður en það gerist og að vinnuveitendur verði vakandi fyrir því hvað sé hægt að gera til að minnka áhættu.“
Félagsmál Stafrænt ofbeldi Fíkn Geðheilbrigði Börn og uppeldi Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira