Menning

Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“

Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa
Helgi Björnsson ræddi við Odd Ævar fréttamann.  Streymið hefst kl. 21:00 laugardaginn 22. nóvember og er aðgengilegt á Sýn, Símanum og Livey.
Helgi Björnsson ræddi við Odd Ævar fréttamann.  Streymið hefst kl. 21:00 laugardaginn 22. nóvember og er aðgengilegt á Sýn, Símanum og Livey. Lýður

Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson rifjar upp gamla takta í kvöld. Hann verður með tónleika í Hörpu, sem jafnframt verður streymt heim til fólks, með sama hætti og margir eflaust muna eftir úr faraldrinum. Aðgengi

„Við erum laus við leiðindin sem bjuggu þetta til en eftir stendur að fólk vildi fá þessa sjónvarpsþætti áfram,“ sagði Helgi í samtali við Odd Ævar fréttamann í beinni í kvöldfréttum Sýnar.

Þar gaf hann tóndæmi sem má heyra og sjá í spilaranum hér að neðan:

Eins og kann væntanleg enn að sitja í fersku minni lesenda sjónvarpaði Helgi tónleikum sem slógu í gegn í kórónuveirufaraldrinum. 

Það er nærri því orðið uppselt er á tónleikana í Eldborg á laugardaginn en í fyrra seldi Helgu upp Eldborg í tilefni af fjörutíu ára útgáfuafmæli hans.

Streymið hefst kl. 21:00 laugardaginn 22. nóvember og er aðgengilegt á Sýn, Símanum og Livey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.