Simmi Vill í meðferð Eiður Þór Árnason skrifar 24. nóvember 2025 21:58 Sigmar Vilhjálmsson rekur meðal annars Minigarðinn í Skútuvogi. Vísir/Vilhelm „Áfengi er hætt að vera gleðigjafi og ég hef notað það sem flóttaleið í stað þess að nálgast það af gleði og hvað þá hófsemi. Flóttaleiðirnar með áfengi hafa verið margvíslegar og engar af þeim leiðum hafa verið farsælar. Það hefur hvorki verið farsælt né heilsusamlegt, og því er þetta skref bæði rétt og tímabært.“ Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, einnig þekktur sem Simmi Vill, og greinir frá því að hann hafi skráð sig í meðferð vegna áfengisvanda. Sjúkdómurinn hafi tekið of mikið pláss í lífinu og haft neikvæð áhrif á samskipti og ákvarðanir síðastliðin tvö ár. „Ég er að deila þessu með ykkur hér til að hlífa mínum nánustu frá því að verða upplýsingafulltrúar mínir næstu 6 vikurnar og vonandi að koma í veg fyrir að það komi fram kjaftasögur um mig sem mitt nánasta fólk sér sig knúið til að leiðrétta,“ segir Sigmar í færslu á Facebook-síðu sinni. Tekur sér hlé frá samfélagsmiðlum „Ég er stoltur af þessari ákvörðun. Hún er tekin fyrir heilsuna mína, mína nánustu og framtíðina,“ bætir Sigmar við. Hann sé þakklátur fyrir allan stuðning. Í myndbandi greinir Sigmar frá því að hann muni ekki vera áberandi á samfélagsmiðlum næstu fimm til sex vikurnar. Þá muni hann einnig taka sér hlé frá gerð hlaðvarpsþátta. Sigmar segist hafa undirbúið þessa ákvörðun í nokkurn tíma „enda orðið tímabært.“ Áfengi hafi verið honum meira til trafala en nokkuð annað. „Í mínu lífi er ég mjög virkur hér á Instagram og ef ég myndi hverfa á braut sporlaust í fimm vikur þá myndi það líklega kalla á fullt af spurningum og jafnvel eitthvað af sögusögnum, guð má vita hvert það leiðir. Þannig að ég er að deila þessu með ykkur hér einfaldlega til að hlífa mínu nánasta fólki frá óþarfa áreiti og ég vona að þið virðið það,“ segir Sigmar í myndbandinu sem hann deilir á samfélagsmiðlum. „Mín neysla var búin að kalla á alls konar slæm samskipti og rangar ákvarðanir sem ég hef einfaldlega ekki pláss fyrir í mínu lífi lengur.“ Að lokum biður hann fólk um að virða friðhelgi einkalífsins. „Þetta hef ég að segja og við sjáumst aftur á nýju ári.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Áfengi Ástin og lífið Tímamót Fíkn Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, einnig þekktur sem Simmi Vill, og greinir frá því að hann hafi skráð sig í meðferð vegna áfengisvanda. Sjúkdómurinn hafi tekið of mikið pláss í lífinu og haft neikvæð áhrif á samskipti og ákvarðanir síðastliðin tvö ár. „Ég er að deila þessu með ykkur hér til að hlífa mínum nánustu frá því að verða upplýsingafulltrúar mínir næstu 6 vikurnar og vonandi að koma í veg fyrir að það komi fram kjaftasögur um mig sem mitt nánasta fólk sér sig knúið til að leiðrétta,“ segir Sigmar í færslu á Facebook-síðu sinni. Tekur sér hlé frá samfélagsmiðlum „Ég er stoltur af þessari ákvörðun. Hún er tekin fyrir heilsuna mína, mína nánustu og framtíðina,“ bætir Sigmar við. Hann sé þakklátur fyrir allan stuðning. Í myndbandi greinir Sigmar frá því að hann muni ekki vera áberandi á samfélagsmiðlum næstu fimm til sex vikurnar. Þá muni hann einnig taka sér hlé frá gerð hlaðvarpsþátta. Sigmar segist hafa undirbúið þessa ákvörðun í nokkurn tíma „enda orðið tímabært.“ Áfengi hafi verið honum meira til trafala en nokkuð annað. „Í mínu lífi er ég mjög virkur hér á Instagram og ef ég myndi hverfa á braut sporlaust í fimm vikur þá myndi það líklega kalla á fullt af spurningum og jafnvel eitthvað af sögusögnum, guð má vita hvert það leiðir. Þannig að ég er að deila þessu með ykkur hér einfaldlega til að hlífa mínu nánasta fólki frá óþarfa áreiti og ég vona að þið virðið það,“ segir Sigmar í myndbandinu sem hann deilir á samfélagsmiðlum. „Mín neysla var búin að kalla á alls konar slæm samskipti og rangar ákvarðanir sem ég hef einfaldlega ekki pláss fyrir í mínu lífi lengur.“ Að lokum biður hann fólk um að virða friðhelgi einkalífsins. „Þetta hef ég að segja og við sjáumst aftur á nýju ári.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Áfengi Ástin og lífið Tímamót Fíkn Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira