Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Bjarki Sigurðsson skrifar 26. nóvember 2025 22:00 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri. Vísir/Lýður Valberg Borgarstjóri segir þéttingu byggðar í Grafarvogi mun minni en áætlað var og að hún sé ekki að forðast íbúa hverfisins. Það sé mikilvægt að hverfi borgarinnar haldi sínum sérkennum. Borgarstjóri hefur flakkað um hverfi borgarinnar síðustu vikur og þessa vikuna hefur hún verið í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Grafarvogsbúar voru afar ósáttir í gær þegar borgarstjóri hélt opinn fund á Kjalarnesi en boðaði ekki til fundar með Grafarvogsbúum. Ýjað var að því að hún væri að forðast íbúa hverfisins, meðal annars vegna gagnrýni á þéttingu byggðar og bílastæðaskort. Heiða segir það þó fjarri lagi. „Ef það er vilji til þess að óska eftir fundi með okkur erum við alltaf til í að skoða það. Það er auðvitað okkar hlutverk að vera í góðu samtali. Þetta var samt frábær fundur á Kjalarnesi og mikið um að ræða enda stórar hugmyndir um framtíð hverfisins nú þegar Sundabraut er að fara að tengja okkur saman. Þetta var mjög góður fundur og það komu nokkrir úr Grafarvoginum,“ segir Heiða. 476, svo 340 og nú færri en 200 Upphaflega stóð til að byggja tæplega fimm hundruð íbúðir á þéttingarreitum Grafarvogs. Eftir að 848 athugasemdir bárust frá íbúum hverfisins var dregið úr áformunum og ákveðið að byggðar yrðu 340 íbúðir. Einhverjir íbúar voru enn ósáttir og nú virðist borgarstjóri ætla að fækka þeim enn frekar, þær verða færri en tvö hundruð. „Fyrri borgarstjóri kom hér og tilkynnti með miklum bravör mikla uppbyggingu sem ekki mæltist vel fyrir. Hún þurfti að fara í lögbundið samráð og það var dregið úr henni. Það eru enn sterkar ábendingar um að íbúar séu ekki sáttir við allt og við viljum hlusta á það. Þannig við erum búin að vera að forgangsraða þannig að halda áfram með það sem er í aðalskipulagi nú þegar en reyna að komast af stað með hverfaskipulag til að gera þetta betur og nánar með íbúunum,“ segir Heiða. Mikilvægt að halda í karakterinn Hún fundaði í dag með Korpúlfi, félagi eldri borgara í Grafarvogi, en félagar lögðu áherslu á að hverfið væri mikil náttúruparadís sem ekki mætti skemma. „Við viljum svolítið halda í karakterinn í okkar hverfum. Það er líka mikilvægt fyrir Reykjavík að bjóða upp á mismunandi svo við getum fundið okkar stað. Sumir vilja geta gengið í leikhúsið, aðrir í fjöruna og sumir bæði. Við getum öll reynt að finna út úr þessu,“ segir Heiða. Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Borgarstjóri hefur flakkað um hverfi borgarinnar síðustu vikur og þessa vikuna hefur hún verið í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Grafarvogsbúar voru afar ósáttir í gær þegar borgarstjóri hélt opinn fund á Kjalarnesi en boðaði ekki til fundar með Grafarvogsbúum. Ýjað var að því að hún væri að forðast íbúa hverfisins, meðal annars vegna gagnrýni á þéttingu byggðar og bílastæðaskort. Heiða segir það þó fjarri lagi. „Ef það er vilji til þess að óska eftir fundi með okkur erum við alltaf til í að skoða það. Það er auðvitað okkar hlutverk að vera í góðu samtali. Þetta var samt frábær fundur á Kjalarnesi og mikið um að ræða enda stórar hugmyndir um framtíð hverfisins nú þegar Sundabraut er að fara að tengja okkur saman. Þetta var mjög góður fundur og það komu nokkrir úr Grafarvoginum,“ segir Heiða. 476, svo 340 og nú færri en 200 Upphaflega stóð til að byggja tæplega fimm hundruð íbúðir á þéttingarreitum Grafarvogs. Eftir að 848 athugasemdir bárust frá íbúum hverfisins var dregið úr áformunum og ákveðið að byggðar yrðu 340 íbúðir. Einhverjir íbúar voru enn ósáttir og nú virðist borgarstjóri ætla að fækka þeim enn frekar, þær verða færri en tvö hundruð. „Fyrri borgarstjóri kom hér og tilkynnti með miklum bravör mikla uppbyggingu sem ekki mæltist vel fyrir. Hún þurfti að fara í lögbundið samráð og það var dregið úr henni. Það eru enn sterkar ábendingar um að íbúar séu ekki sáttir við allt og við viljum hlusta á það. Þannig við erum búin að vera að forgangsraða þannig að halda áfram með það sem er í aðalskipulagi nú þegar en reyna að komast af stað með hverfaskipulag til að gera þetta betur og nánar með íbúunum,“ segir Heiða. Mikilvægt að halda í karakterinn Hún fundaði í dag með Korpúlfi, félagi eldri borgara í Grafarvogi, en félagar lögðu áherslu á að hverfið væri mikil náttúruparadís sem ekki mætti skemma. „Við viljum svolítið halda í karakterinn í okkar hverfum. Það er líka mikilvægt fyrir Reykjavík að bjóða upp á mismunandi svo við getum fundið okkar stað. Sumir vilja geta gengið í leikhúsið, aðrir í fjöruna og sumir bæði. Við getum öll reynt að finna út úr þessu,“ segir Heiða.
Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira