Innlent

Gefur út lag með látnum vini sínum og heim­sókn Rutte

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Ungur maður, sem glímt hefur við fíkn og missti náinn vin sinn úr fíkn, segir samfélagið þurfa að vakna og bregðast við vandanum. Óásættanlegt sé að úrræðum fari fækkandi á meðan vandinn vex. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Sýnar.

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsótti Ísland í dag og fundaði meðal annars með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Fréttamaður okkar Margrét Helga fylgdist með í dag og fékk að ræða við Rutte. Hún fer yfir heimsóknina í fréttatímanum og við heyrum hvað Rutte hafði að segja.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar milljarða uppbyggingu í Helguvík, sem kynnt var í morgun. NATO fjármagnar framkvæmdirnar og gert er ráð fyrir aukinni viðveru bandalagsins í kjölfarið.

Fjallað verður um nýtt félag, sem hefur verið stofnað um olíuleit við Íslandsstrendur, og við verðum í beinni útsendingu frá Þakkargjörðarhátíð fótboltaunnenda í Kópavogi.

Í sportinu hittum við á Matthildi Lilju Jónsdóttur landsliðskonu í handbolta, sem er farin að undirbúa næsta leik á HM í Þýskalandi. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×