Breytingarnar vonbrigði sem bitni á framhaldsskólanemum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 11:00 Kjartan Már Kjartansson er bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Samsett Vegagerðin hefur kynnt breytt leiðakerfi á landsbyggðinni sem meðal annars felast í fækkun stoppistöðva. Bæjarráð Reykjanesbæjar lýsir yfir vonbrigðum þar sem ekki er gert ráð fyrir að strætisvagn stoppi á Ásbrú. Íbúar hafa efnt til undirskriftarlista en þau telja að breytingin bitni á framhaldsskólanemum og geti jafnvel leitt til brottfalls. Um miðjan nóvember kynnti Vegagerðin breytingar á leiðakerfi strætisvagna á landsbyggðinni. Með breytingunum, sem felast meðal annars í að fjölga leiðum og fækka stoppistöðvum, er ætlunin að stuðla að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum. Meðal leiða sem verður breytt er leið 55, sem fer frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur, en fækka á stoppistöðvum vagnsins í Reykjanesbæ og liggur leið strætisvagnsins ekki lengur um hverfið Ásbrú í Reykjanesbæ. Þessi breyting hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal íbúa í hverfinu og bæjaryfirvalda. Til þess að íbúarnir geti nýtt sér leið 55 til Reykjavíkur þurfa þau að komast inn í Reykjanesbæ á tiltekna stoppistöð. Hins vegar fer fyrsti strætisvagninn frá þeirri stöð áður en innanbæjarstrætisvagnar fara af stað á morgnana, líkt og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, benti á í viðtali við RÚV. Geti íbúarnir ekki nýtt sér fyrstu ferð vagnsins eru þau að mæta í skóla og vinni eftir klukkan átta. Bæjarráð Reykjanesbæjar tók málið fyrir fyrr í vikunni og lýstu þau yfir miklum vonbrigðum með breytinguna í bókun á fundinum. Í hverfinu búa fimm þúsund manns og mun það kosta bæinn háar fjárhæðir að flytja íbúana þaðan á stoppistöðina í miðjum Reykjanesbæ. Breytingin gerir íbúum hverfisins erfitt fyrir að nýta strætisvagna til og frá höfuðborginni snemma á morgnana og seint á kvöldin. Milljarðaframlag einungis til höfuðborgarsvæðisins „Kostnaður fyrir Reykjanesbæ við að bæta við morgunakstri frá kl. 06-07 kostar okkur 15 milljónir árlega en horfast þarf í augu við það að tekjur Reykjanesbæjar eru 13% lægri en meðaltal sjö stærstu sveitarfélaganna,“ segir í bókun bæjarráðsins. „Hér er um að ræða skort á mikilvægri þjónustu fyrir fjórða stærsta sveitarfélag Íslands og vísað í stefnu stjórnvalda um áreiðanlegri samgöngur.“ Bæjarráðið segir breytingarnar skjóta skökku við, framlög til almenningssamgangna hækkuðu um 2,3 milljarða milli áranna 2024 og 2025 en þau hafi aðallega runnið til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem styttu ferðatíma og lengdu þjónustutíma. „Áherslur á landsbyggðina og samfélögin þar mæta hér afgangi og við í Reykjanesbæ hörmum þessa ákvörðun Vegagerðarinnar,“ segir í bókuninni. Bitni á framhaldsskólanemum Íbúarnir á Ásbrú hafa einnig látið í sér heyra og stofnuðu undirskriftarlista til að mótmæla breytingunum. Tæplega fimm hundruð manns hafa undirritað listann. Í rökstuðningi segir að fjöldi útlendinga búi á Ásbrú, þar á meðal flóttafólk og innflytjendur. Fyrir marga þeirra er leið 55 eina leiðin til að komast í vinnu, skóla, sækja þjónustu og taka þátt í samfélaginu. „Ungt fólk á Ásbrú, sem sækir framhaldsskóla í Reykjavík, Hafnarfirði og Garðabæ, verður sérstaklega illa statt. Fyrir fjölmarga unglinga er leið 55 eina leiðin til og frá skóla. Afnám stoppistöðvanna mun lengja ferðir, gera þær flóknari og dýrari, sem getur leitt til lakari mætingar eða jafnvel brottfalls úr námi,“ segir í rökstuðningum. Þar kemur einnig fram að margir íbúar hverfisins þurfa að sækja vinnu utan sveitarfélagsins, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og þurfa því að nýta sér þessa tilteknu leið til að komast til vinnu. „Hætta þjónustu við stoppistöðvar á Ásbrú mun draga úr möguleikum fólks til að fá eða halda vinnu og getur aukið félagslega einangrun, erfiðleika við framfærslu og hindrað aðlögun að nýju samfélagi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Strætó Samgöngur Reykjanesbær Vegagerð Framhaldsskólar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Um miðjan nóvember kynnti Vegagerðin breytingar á leiðakerfi strætisvagna á landsbyggðinni. Með breytingunum, sem felast meðal annars í að fjölga leiðum og fækka stoppistöðvum, er ætlunin að stuðla að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum. Meðal leiða sem verður breytt er leið 55, sem fer frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur, en fækka á stoppistöðvum vagnsins í Reykjanesbæ og liggur leið strætisvagnsins ekki lengur um hverfið Ásbrú í Reykjanesbæ. Þessi breyting hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal íbúa í hverfinu og bæjaryfirvalda. Til þess að íbúarnir geti nýtt sér leið 55 til Reykjavíkur þurfa þau að komast inn í Reykjanesbæ á tiltekna stoppistöð. Hins vegar fer fyrsti strætisvagninn frá þeirri stöð áður en innanbæjarstrætisvagnar fara af stað á morgnana, líkt og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, benti á í viðtali við RÚV. Geti íbúarnir ekki nýtt sér fyrstu ferð vagnsins eru þau að mæta í skóla og vinni eftir klukkan átta. Bæjarráð Reykjanesbæjar tók málið fyrir fyrr í vikunni og lýstu þau yfir miklum vonbrigðum með breytinguna í bókun á fundinum. Í hverfinu búa fimm þúsund manns og mun það kosta bæinn háar fjárhæðir að flytja íbúana þaðan á stoppistöðina í miðjum Reykjanesbæ. Breytingin gerir íbúum hverfisins erfitt fyrir að nýta strætisvagna til og frá höfuðborginni snemma á morgnana og seint á kvöldin. Milljarðaframlag einungis til höfuðborgarsvæðisins „Kostnaður fyrir Reykjanesbæ við að bæta við morgunakstri frá kl. 06-07 kostar okkur 15 milljónir árlega en horfast þarf í augu við það að tekjur Reykjanesbæjar eru 13% lægri en meðaltal sjö stærstu sveitarfélaganna,“ segir í bókun bæjarráðsins. „Hér er um að ræða skort á mikilvægri þjónustu fyrir fjórða stærsta sveitarfélag Íslands og vísað í stefnu stjórnvalda um áreiðanlegri samgöngur.“ Bæjarráðið segir breytingarnar skjóta skökku við, framlög til almenningssamgangna hækkuðu um 2,3 milljarða milli áranna 2024 og 2025 en þau hafi aðallega runnið til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem styttu ferðatíma og lengdu þjónustutíma. „Áherslur á landsbyggðina og samfélögin þar mæta hér afgangi og við í Reykjanesbæ hörmum þessa ákvörðun Vegagerðarinnar,“ segir í bókuninni. Bitni á framhaldsskólanemum Íbúarnir á Ásbrú hafa einnig látið í sér heyra og stofnuðu undirskriftarlista til að mótmæla breytingunum. Tæplega fimm hundruð manns hafa undirritað listann. Í rökstuðningi segir að fjöldi útlendinga búi á Ásbrú, þar á meðal flóttafólk og innflytjendur. Fyrir marga þeirra er leið 55 eina leiðin til að komast í vinnu, skóla, sækja þjónustu og taka þátt í samfélaginu. „Ungt fólk á Ásbrú, sem sækir framhaldsskóla í Reykjavík, Hafnarfirði og Garðabæ, verður sérstaklega illa statt. Fyrir fjölmarga unglinga er leið 55 eina leiðin til og frá skóla. Afnám stoppistöðvanna mun lengja ferðir, gera þær flóknari og dýrari, sem getur leitt til lakari mætingar eða jafnvel brottfalls úr námi,“ segir í rökstuðningum. Þar kemur einnig fram að margir íbúar hverfisins þurfa að sækja vinnu utan sveitarfélagsins, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og þurfa því að nýta sér þessa tilteknu leið til að komast til vinnu. „Hætta þjónustu við stoppistöðvar á Ásbrú mun draga úr möguleikum fólks til að fá eða halda vinnu og getur aukið félagslega einangrun, erfiðleika við framfærslu og hindrað aðlögun að nýju samfélagi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Strætó Samgöngur Reykjanesbær Vegagerð Framhaldsskólar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira