Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2025 23:01 Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Þjóðkirkjan kynnti í dag nýtt merki og nýja vefsíðu. Biskup Íslands segir markmiðið að gera þjónustu kirkjunnar sýnilegri, kostnaðurinn hlaupi á milljónum. Markaðssérfræðingur segir kirkjuna sækja í ræturnar. Hið nýja merki kirkjunnar er einfaldur kross á einlitum grunni og kemur það í stað merkisins sem kynnt var árið 2003 og sýndi auk krossins skip sem er tákn kirkjunnar og fiskinn sem er fornt tákn um Jesú. Guðrún Karls Helgudóttir biskup segir breytingarnar og ný vefsíða kirkjunnar hafa verið lengi í burðarliðnum en Pipar auglýsingastofa hannaði merkið. „Þetta er búið að taka ár og eiginlega meira en ár því við byrjuðum að hugsa um þetta fyrr. Gamla merkið var gott en það var kominn tími á að skipta aðeins um og breyta til.“ Mikilvægt sé að verkefnið hafi verið unnið í víðtæku samráði innan kirkjunnar, það sé viðamikið verkefni að skipta gamla merkinu út. „Og þetta kostar nokkrar milljónir en við höfum eiginlega ekki efni á að gera þetta ekki vegna þess að kirkja í nútímasamfélagi þarf að hafa alla sína miðla í lagi til þess bara að ná til fólks og vera kirkja.“ Aftur í rætur Kári Sævarsson markaðssérfræðingur segir kirkjuna með breytingunum feta í fótspor ýmissa annarra sem hafi einfaldað hönnun vörumerkja sinna upp á síðkastið. „Og þau eru að taka smá skref til baka. Þau eru að heiðra söguna og gera sig hátíðlegri. Líka í litanotkun. Litanotkunin er talsvert þyngri og hátíðlegri og ég held maður geti fullyrt að þessi ljósblái og bláa ásýnd sem þau höfðu var talsvert léttari.“ Hann segist hrifinn af vefsíðu kirkjunnar þar sem notendum gefst kostur á að raða eigin gildum í þeirra eigin kross. „Sem er kannski einhverskonar breyting frá því sem áður var þegar kirkjan var þetta mikla kennivald og sannleikurinn og leiðsögnin kom öll að ofan.“ Þjóðkirkjan Trúmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Hið nýja merki kirkjunnar er einfaldur kross á einlitum grunni og kemur það í stað merkisins sem kynnt var árið 2003 og sýndi auk krossins skip sem er tákn kirkjunnar og fiskinn sem er fornt tákn um Jesú. Guðrún Karls Helgudóttir biskup segir breytingarnar og ný vefsíða kirkjunnar hafa verið lengi í burðarliðnum en Pipar auglýsingastofa hannaði merkið. „Þetta er búið að taka ár og eiginlega meira en ár því við byrjuðum að hugsa um þetta fyrr. Gamla merkið var gott en það var kominn tími á að skipta aðeins um og breyta til.“ Mikilvægt sé að verkefnið hafi verið unnið í víðtæku samráði innan kirkjunnar, það sé viðamikið verkefni að skipta gamla merkinu út. „Og þetta kostar nokkrar milljónir en við höfum eiginlega ekki efni á að gera þetta ekki vegna þess að kirkja í nútímasamfélagi þarf að hafa alla sína miðla í lagi til þess bara að ná til fólks og vera kirkja.“ Aftur í rætur Kári Sævarsson markaðssérfræðingur segir kirkjuna með breytingunum feta í fótspor ýmissa annarra sem hafi einfaldað hönnun vörumerkja sinna upp á síðkastið. „Og þau eru að taka smá skref til baka. Þau eru að heiðra söguna og gera sig hátíðlegri. Líka í litanotkun. Litanotkunin er talsvert þyngri og hátíðlegri og ég held maður geti fullyrt að þessi ljósblái og bláa ásýnd sem þau höfðu var talsvert léttari.“ Hann segist hrifinn af vefsíðu kirkjunnar þar sem notendum gefst kostur á að raða eigin gildum í þeirra eigin kross. „Sem er kannski einhverskonar breyting frá því sem áður var þegar kirkjan var þetta mikla kennivald og sannleikurinn og leiðsögnin kom öll að ofan.“
Þjóðkirkjan Trúmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira