Innlent

Glæ­ný könnun, odd­vitar í beinni og óhollustuskattur

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Fylgið í borginni er á hreyfingu samkvæmt nýrri könnun. Við rýnum í glænýjan borgarvita Maskínu sem varpar ljósi á stöðu flokkanna nú þegar tæpir sex mánuðir eru til sveitastjórnarkosninga. Þá verður rætt við oddvita Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar í beinni útsendingu.

Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða og sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd samkvæmt nýrri skýrslu. Við hittum sviðsstjóra hjá Embætti landlæknis sem vill skoða að leggja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti.

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til útgjaldaaukningu upp á hátt í tuttugu milljarða í fjárlagafrumvarpi. Við heyrum í fjármálaráðherra, sem segir að það verði nú meira krefjandi verkefni að ná hallalausum fjárlögum og verðum í beinni frá Alþingi með þingmönnum.

Þá kíkjum við í húsnæði hálparstarfs kirkjunnar þar sem verið er að undirbúa jólaúthlutun, verðum á Reykjavíkurflugvelli þar sem stór farþegaþota var nýtt til að hreinsa upp biðlista og fylgjumst með forseta ÍSÍ á brunaæfingu.

Í Sportpakkanum heyrum við í Arnóri Ingva Traustasyni sem íhugar næstu skref eftir að liðið hans Nörrkpöing féll niður um deild en stuðningsmenn kveiktu í vellinum eftir úrslitin.

Í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til Snorra Mássonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×