Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. desember 2025 10:57 Konur eru líklegri til að sjá um heimilisþrif. Getty Verkaskipting sambúðarfólks er ansi hefðbundin litið til kynhlutverka samkvæmt nýrri skýrslu. Hins vegar er talsverður munur á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé skipt jafnt á milli þeirra og maka, á þann hátt að karlar telji sig taka meiri þátt í verkefnum kvennanna. Gríðarlegur munur er á verkaskiptingu kvenna og karla þegar kemur að heimilisþrifum en tveir þriðju kvenna sjá alltaf eða yfirleitt um óregluleg heimilisþrif og þvott. Þá sér rúmlega helmingur kvenna alltaf eða yfirleitt um regluleg þrif á heimilinu. Á móti kemur sjá karlar frekar um verkefni utandyra, til að mynda viðgerðir, viðhald og umsjón farartækja. Talsverður munur er þá á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé jafnt skipt á milli þeirra. Af þeim störfum sem konur segjast sinna í meira mæli alltaf eða yfirleitt segir tæplega helmingur karla að verkefnunum sé skipt jafnt á milli þeirra og maka. Hið sama má ekki sjá þegar litið er til starfa sem karlar sinna í meira mæli þar sem mun lægra hlutfall kvenna telur þeim verkefnum jafnt skipt. Þær eru líklegri til að segja að makinn sjái alfarið um slík verkefni. Fjármál og matseldin á herðum beggja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins þar sem skipting heimilisstarfa meðal sambúðarfólks var til skoðunar. Niðurstöðurnar sýna fram á að verkaskiptingin er ansi hefðbundin. Vert er að taka fram að kvár voru flokkuð með konum við framkvæmd könnunarinnar. Minnsti munur milli karla og kvenna eða kvára er þegar litið er til innkaupa, matseldar og fjármála heimilisins. Tæplega helmingur kvenna sér alltaf um matseld og innkaup en fjórðungur karla. Þó segja 43 prósent kvenna og 53 prósent karla að matseld á heimilinu sé skipt jafnt á milli sambýlinganna. Sama má segja um fjármál heimilisins þar sem 44 prósent karla og fimmtíu prósent kvenna segja ábyrgðinni jafn skipt. Hins vegar segja 43 prósent kvenna að þær beri alltaf eða yfirleitt ábyrgð á fjármálum heimilisins gegn 32 prósentum karla. Þriðja vaktin frekar á herðum kvenna Hugtakið þriðja vaktin, sem lýsa á þeirri ósýnilegu og ólaunuðu vinnu, kom einnig fyrir í könnuninni sem sýndi fram á að konur sjá mun frekar um þriðju vaktina. Konur bera frekar ábyrgð á skipulagi og utan um haldi flestra þátta sem snúa að rekstri heimilisins. Meðal verkefna sem konur sjá frekar um er skipulag í kringum þvott, þrif og mat á meðan karlar skipuleggja frekar viðgerðir og viðhald á húsnæði og farartækjum. Skipulag fjölskyldunnar og tilfinningalegur stuðningur við fjölskyldumeðlimi fellur frekar í hlut kvenna. Þar er átt við að vita hvenær fjölskyldumeðlimir þurfa að fara til læknis, skipuleggja frí og viðburði í fjölskyldunni. Skoðanakannanir Fjármál heimilisins Hús og heimili Jafnréttismál Ástin og lífið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Gríðarlegur munur er á verkaskiptingu kvenna og karla þegar kemur að heimilisþrifum en tveir þriðju kvenna sjá alltaf eða yfirleitt um óregluleg heimilisþrif og þvott. Þá sér rúmlega helmingur kvenna alltaf eða yfirleitt um regluleg þrif á heimilinu. Á móti kemur sjá karlar frekar um verkefni utandyra, til að mynda viðgerðir, viðhald og umsjón farartækja. Talsverður munur er þá á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé jafnt skipt á milli þeirra. Af þeim störfum sem konur segjast sinna í meira mæli alltaf eða yfirleitt segir tæplega helmingur karla að verkefnunum sé skipt jafnt á milli þeirra og maka. Hið sama má ekki sjá þegar litið er til starfa sem karlar sinna í meira mæli þar sem mun lægra hlutfall kvenna telur þeim verkefnum jafnt skipt. Þær eru líklegri til að segja að makinn sjái alfarið um slík verkefni. Fjármál og matseldin á herðum beggja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins þar sem skipting heimilisstarfa meðal sambúðarfólks var til skoðunar. Niðurstöðurnar sýna fram á að verkaskiptingin er ansi hefðbundin. Vert er að taka fram að kvár voru flokkuð með konum við framkvæmd könnunarinnar. Minnsti munur milli karla og kvenna eða kvára er þegar litið er til innkaupa, matseldar og fjármála heimilisins. Tæplega helmingur kvenna sér alltaf um matseld og innkaup en fjórðungur karla. Þó segja 43 prósent kvenna og 53 prósent karla að matseld á heimilinu sé skipt jafnt á milli sambýlinganna. Sama má segja um fjármál heimilisins þar sem 44 prósent karla og fimmtíu prósent kvenna segja ábyrgðinni jafn skipt. Hins vegar segja 43 prósent kvenna að þær beri alltaf eða yfirleitt ábyrgð á fjármálum heimilisins gegn 32 prósentum karla. Þriðja vaktin frekar á herðum kvenna Hugtakið þriðja vaktin, sem lýsa á þeirri ósýnilegu og ólaunuðu vinnu, kom einnig fyrir í könnuninni sem sýndi fram á að konur sjá mun frekar um þriðju vaktina. Konur bera frekar ábyrgð á skipulagi og utan um haldi flestra þátta sem snúa að rekstri heimilisins. Meðal verkefna sem konur sjá frekar um er skipulag í kringum þvott, þrif og mat á meðan karlar skipuleggja frekar viðgerðir og viðhald á húsnæði og farartækjum. Skipulag fjölskyldunnar og tilfinningalegur stuðningur við fjölskyldumeðlimi fellur frekar í hlut kvenna. Þar er átt við að vita hvenær fjölskyldumeðlimir þurfa að fara til læknis, skipuleggja frí og viðburði í fjölskyldunni.
Skoðanakannanir Fjármál heimilisins Hús og heimili Jafnréttismál Ástin og lífið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira