Innlent

Mikið við­bragð vegna umferðarslyss

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Myndir frá vettvangi sýna að vörubíll og fólksbíll skullu saman.
Myndir frá vettvangi sýna að vörubíll og fólksbíll skullu saman. Aðsend

Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila er á vettvangi vegna alvarlegs umferðarslyss á Vesturlandsvegi til móts við verslunina Útilegumanninn. Einn var fluttur á sjúkrahús.

Grétar Stefánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um alvarlegt slys sé að ræða. Tveir bílar skullu saman, þeir virðast hafa komið hvor úr sinni áttinni. Ekki sé hægt að staðfesta það að svo stöddu.

Einn var fluttur af vettvangi á sjúkrahús að sögn Lárusar Steindórs Björnssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Ekki liggur fyrir hvert ástand hins slasaða er, sem var einn í bílnum. Einn ökumaður var í hinum bílnum.

Tilkynningin barst um tíu mínútur í fimm. Sjónarvottar sögðu að fjöldi viðbragðsaðila voru á vettvangi.

Fjöldi viðbragðsaðila voru á vettvangi.Aðsend

Um tíma var lokað fyrir umferð um svæðið, svo gríðarlöng bílaröð myndaðist á svæðinu. Opnað var fyrir umferð í báðar áttir um tuttugu mínútur í níu.

Farið var yfir stöðu mála í kvöldfréttum Sýnar.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×