Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. desember 2025 22:00 Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fannar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir borgarstjóra ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt hún mælist ekki sem einn af vinsælustu borgarfulltrúunum. Það sé algengt meðal Reykvíkinga að vera óánægðir með bæði meiri- og minnihluta borgarstjórnar. Ný könnun Maskínu sýnir að einungis sextán prósent Reykvíkinga séu ánægðir með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Ánægja með störf borgarstjórans hefur ekki mælst jafn lág í þrjú ár. Hins vegar segist helmingur vera óánægður með störf Heiðu Bjargar, en óánægjan mældist mest síðustu þrjú ár þegar Dagur B. Eggertsson gegndi embætti borgarstjóra. „Við erum búin að vera með þrjá borgarstjóra á þessu tímabili og það virðist vera almenn tilhneiging að borgarbúar séu gagnrýnir borgarstjórann,“ segir Ólafur. „Menn eiga alltaf að taka til sín svona niðurstöður. Hins vegar ef við skoðum þessa mynd í heild þá er það þannig líka allan tímann að það eru miklu fleiri óánægðir með borgarstjórann heldur en ánægðir. Sá sem kemur best út ef við skoðum bara vinsældirnar er Dagur B. Eggertsson en tölurnar fyrir hana Heiðu eru gróft tekið, mjög svipaðar og þær voru fyrir Einar Þorsteinsson. Þarna eru engin heljarstökk á ferðinni.“ Óánægðir Reykvíkingar „Ef við skoðum myndirnar, fyrst myndirnar af afstöðunni til meirihlutans, þá sjáum við að allt síðasta kjörtímabil hafa miklu fleiri verið óánægðir með meirihlutann en þeir sem eru ánægðir. Það hefur í sjálfu sér nánast engin breyting orðið núna,“ segir Ólafur. Óánægja með störf meirihlutans mældist um 51 prósent og ánægjan um átján prósent. Ellefu prósent segjast ánægð með störf minnihlutans og 47 prósent óánægð. „Ef við skoðum minnihlutann þar sama sagan þar, það sem er merkilegast er að það eru fleiri sem eru óánægðir, eða öllu heldur enn færri sem eru ánægðir með minnihlutann en það sem slær sérstaklega er hversu stöðugt þetta er allt tímabilið,“ segir hann. „Þannig að Reykvíkingar eru óánægðir með meirihlutann sinn og óánægðir með minnihlutann sinn og þetta hefur ekki breyst síðustu fjögur árin.“ Vinsældir borgarfulltrúa segi ekkert til um fylgi Einnig voru þátttakendur í könnunni spurðir hver vinsælasti borgarfulltrúinn sé og trónir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, á toppnum. Þar á eftir kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Ólafur segir vinsældir einstakra borgarfulltrúa ekkert segja til um fylgi flokkanna. „Sanna Magdalena hefur lengi mælst sem vinsælasti borgarfulltrúinn, í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk hennar flokkur tæplega átta prósent. Hildur er að mælast með þarna 21 prósent, hennar flokkur mælist núna með 31 prósent og bæði hún og flokkurinn hafa hækkað í síðustu könnunum.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í þriðja sæti yfir vinsælustu borgarfulltrúana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er í því fjórða. „Síðan kemur Einar með níu prósent og flokkurinn hans er að mælast með á milli fjögur og fimm prósent. Heiða Björg kemst ekki á þennan topplista yfir besta borgarfulltrúann en ég myndu nú ekki hafa í hennar sporum sérstakar áhyggjur af því á meðan þessi könnun gefur flokkum hennar 26 prósent en flokkurinn fékk tuttugu prósent í síðustu kosningum. Fylgi flokksins er aðalatriðið.“ Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Ný könnun Maskínu sýnir að einungis sextán prósent Reykvíkinga séu ánægðir með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Ánægja með störf borgarstjórans hefur ekki mælst jafn lág í þrjú ár. Hins vegar segist helmingur vera óánægður með störf Heiðu Bjargar, en óánægjan mældist mest síðustu þrjú ár þegar Dagur B. Eggertsson gegndi embætti borgarstjóra. „Við erum búin að vera með þrjá borgarstjóra á þessu tímabili og það virðist vera almenn tilhneiging að borgarbúar séu gagnrýnir borgarstjórann,“ segir Ólafur. „Menn eiga alltaf að taka til sín svona niðurstöður. Hins vegar ef við skoðum þessa mynd í heild þá er það þannig líka allan tímann að það eru miklu fleiri óánægðir með borgarstjórann heldur en ánægðir. Sá sem kemur best út ef við skoðum bara vinsældirnar er Dagur B. Eggertsson en tölurnar fyrir hana Heiðu eru gróft tekið, mjög svipaðar og þær voru fyrir Einar Þorsteinsson. Þarna eru engin heljarstökk á ferðinni.“ Óánægðir Reykvíkingar „Ef við skoðum myndirnar, fyrst myndirnar af afstöðunni til meirihlutans, þá sjáum við að allt síðasta kjörtímabil hafa miklu fleiri verið óánægðir með meirihlutann en þeir sem eru ánægðir. Það hefur í sjálfu sér nánast engin breyting orðið núna,“ segir Ólafur. Óánægja með störf meirihlutans mældist um 51 prósent og ánægjan um átján prósent. Ellefu prósent segjast ánægð með störf minnihlutans og 47 prósent óánægð. „Ef við skoðum minnihlutann þar sama sagan þar, það sem er merkilegast er að það eru fleiri sem eru óánægðir, eða öllu heldur enn færri sem eru ánægðir með minnihlutann en það sem slær sérstaklega er hversu stöðugt þetta er allt tímabilið,“ segir hann. „Þannig að Reykvíkingar eru óánægðir með meirihlutann sinn og óánægðir með minnihlutann sinn og þetta hefur ekki breyst síðustu fjögur árin.“ Vinsældir borgarfulltrúa segi ekkert til um fylgi Einnig voru þátttakendur í könnunni spurðir hver vinsælasti borgarfulltrúinn sé og trónir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, á toppnum. Þar á eftir kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Ólafur segir vinsældir einstakra borgarfulltrúa ekkert segja til um fylgi flokkanna. „Sanna Magdalena hefur lengi mælst sem vinsælasti borgarfulltrúinn, í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk hennar flokkur tæplega átta prósent. Hildur er að mælast með þarna 21 prósent, hennar flokkur mælist núna með 31 prósent og bæði hún og flokkurinn hafa hækkað í síðustu könnunum.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í þriðja sæti yfir vinsælustu borgarfulltrúana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er í því fjórða. „Síðan kemur Einar með níu prósent og flokkurinn hans er að mælast með á milli fjögur og fimm prósent. Heiða Björg kemst ekki á þennan topplista yfir besta borgarfulltrúann en ég myndu nú ekki hafa í hennar sporum sérstakar áhyggjur af því á meðan þessi könnun gefur flokkum hennar 26 prósent en flokkurinn fékk tuttugu prósent í síðustu kosningum. Fylgi flokksins er aðalatriðið.“
Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira