Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2025 08:30 Það rataði í fréttir á dögunum að Jói Fel hafi ekki verið meðal umsækjenda um stöðu yfirmanns mötuneytisins í fangelsinu að Litla Hrauni. Vísir/Vilhelm Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, segir aldrei hafa staðið til að hann myndi sjálfur sækja um stöðu yfirmanns mötuneytis á Litla Hrauni. Hann hafi tekið þátt í að móta starfsauglýsinguna og unnið að umbótaverkefnum í eldhúsinu en aldrei ætlað sér að sækja um sjálfur. Honum þykir fyndið að fólk hafi gefið sér að staðan hafi verið sérsniðin að honum sjálfum og kveðst fullviss um að í hópi þeirra sem sóttu um hafi verið fólk sem það gerði í þeim eina tilgangi að kæra ákvörðunina „þegar“ Jói yrði ráðinn. Það er ekki á hverjum degi sem það ratar í fréttir þegar einhver sækir ekki um starf. Nýverið vakti þó athygli þegar greint var frá því að Jói Fel hafi ekki verið meðal umsækjenda um yfirmannsstöðu mötuneytisins í fangelsinu á Litla Hrauni. Ástæðan var sú að fram hafði komið gagnrýni á orðalag atvinnuauglýsingarinnar sem þótti sérsniðin að Jóa, sem er sambýlismaður forstöðukonu fangelsisins, en hann hafði unnið í eldhúsinu við afleysingar í sumar. „Alla veganna fyrir mig þá er þetta eiginlega bara fyndið,“ segir Jói í samtali við Vísi. „Það kemur upp úr krafsinu í sumar að það þurfi að breyta eldhúsinu og ég tek þátt í því að breyta því, hvað er best að gera og hvernig er best að auglýsa. En það stóð aldrei til að ég myndi sækja um, þetta var bara að ég vildi bara gera vel fyrir fangelsið. Ég skildi aldrei af hverju fólk var alltaf að tala um að ég myndi verða aðalmaðurinn. Það stóð aldrei til að ég myndi sækja um sem aðal,“ segir Jói. Hins vegar hafi hann upplýst fangelsismálastofnun um að þeim væri velkomið að hafa samband við sig ef ekki myndi finnast einstaklingur í stöðuna, þá myndi hann ef til vill hugsa málið ef til hans væri leitað. „Ég sá hvað þyrfti að laga, hverju þyrfti að breyta og þetta er risa sparnaður fyrir fangelsið og fangelsismálastofnun, allar breytingarnar.“ Sóttu um í þeim eina tilgangi að kæra Meðal þess sem sætti gagnrýni var að í starfsauglýsingunni var gert ráð fyrir að viðkomandi hafi sótt „meistaranám í matvælagreinum“ en ekki menntun í matreiðslu. Þetta orðalag segir Jói að eigi sér eðlilegar skýringar. „Aðal málið var að fá góðan stjórnanda, ekkert endilega til að elda heldur til að stýra. Þegar ég var búinn að koma því frá mér og auglýsingin gerð, þá héldu allir að þetta væri sniðið fyrir mig,“ segir Jói. Það hafi ekki verið svo að hann hafi hætt við að sækja um í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram kom á umsóknartímabilinu. „Nei, en mér fannst það reyndar alveg ógeðslega fyndið,“ segir Jói. Umræðan hafi hins vegar ekki komið sér neitt sérstaklega á óvart. „Ég vissi að þetta myndi koma, ég vissi að þetta myndi verða og ég vissi hvað myndi gerast. Það var meira að segja fólk að sækja um af því að þeir ætluðu að kæra það af því að ég myndi fá starfið.“ Einn skemmtilegasti tíminn að vinna með föngum Á hinn bóginn kveðst hann þó einnig hafa fengið hvatningu úr öðrum áttum til að sækja um en það hafi ekki staðið til af hans hálfu. Hann geti þó vel hugsað sér að starfa aftur innan fangelsisins með einum eða öðrum hætti enda hafi hann haft gaman af því að starfa með föngum, til að mynda við kennslu og gerð matreiðslubókar fanga sem kom út á dögunum. Sjá einnig: Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? „Þetta er einn skemmtilegasti tími sem ég hef upplifað að vera þarna inni og mig langar alveg að halda áfram, mig langar alveg að gera meira, en þá kannski bara með Fangelsismálastofnun, ekkert endilega í mötuneytinu. Mig langar að halda áfram með það góða verk sem ég var að gera með föngunum,“ segir Jói, en framtíðin er þó óráðin í þeim efnum. Fangelsismál Matur Árborg Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem það ratar í fréttir þegar einhver sækir ekki um starf. Nýverið vakti þó athygli þegar greint var frá því að Jói Fel hafi ekki verið meðal umsækjenda um yfirmannsstöðu mötuneytisins í fangelsinu á Litla Hrauni. Ástæðan var sú að fram hafði komið gagnrýni á orðalag atvinnuauglýsingarinnar sem þótti sérsniðin að Jóa, sem er sambýlismaður forstöðukonu fangelsisins, en hann hafði unnið í eldhúsinu við afleysingar í sumar. „Alla veganna fyrir mig þá er þetta eiginlega bara fyndið,“ segir Jói í samtali við Vísi. „Það kemur upp úr krafsinu í sumar að það þurfi að breyta eldhúsinu og ég tek þátt í því að breyta því, hvað er best að gera og hvernig er best að auglýsa. En það stóð aldrei til að ég myndi sækja um, þetta var bara að ég vildi bara gera vel fyrir fangelsið. Ég skildi aldrei af hverju fólk var alltaf að tala um að ég myndi verða aðalmaðurinn. Það stóð aldrei til að ég myndi sækja um sem aðal,“ segir Jói. Hins vegar hafi hann upplýst fangelsismálastofnun um að þeim væri velkomið að hafa samband við sig ef ekki myndi finnast einstaklingur í stöðuna, þá myndi hann ef til vill hugsa málið ef til hans væri leitað. „Ég sá hvað þyrfti að laga, hverju þyrfti að breyta og þetta er risa sparnaður fyrir fangelsið og fangelsismálastofnun, allar breytingarnar.“ Sóttu um í þeim eina tilgangi að kæra Meðal þess sem sætti gagnrýni var að í starfsauglýsingunni var gert ráð fyrir að viðkomandi hafi sótt „meistaranám í matvælagreinum“ en ekki menntun í matreiðslu. Þetta orðalag segir Jói að eigi sér eðlilegar skýringar. „Aðal málið var að fá góðan stjórnanda, ekkert endilega til að elda heldur til að stýra. Þegar ég var búinn að koma því frá mér og auglýsingin gerð, þá héldu allir að þetta væri sniðið fyrir mig,“ segir Jói. Það hafi ekki verið svo að hann hafi hætt við að sækja um í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram kom á umsóknartímabilinu. „Nei, en mér fannst það reyndar alveg ógeðslega fyndið,“ segir Jói. Umræðan hafi hins vegar ekki komið sér neitt sérstaklega á óvart. „Ég vissi að þetta myndi koma, ég vissi að þetta myndi verða og ég vissi hvað myndi gerast. Það var meira að segja fólk að sækja um af því að þeir ætluðu að kæra það af því að ég myndi fá starfið.“ Einn skemmtilegasti tíminn að vinna með föngum Á hinn bóginn kveðst hann þó einnig hafa fengið hvatningu úr öðrum áttum til að sækja um en það hafi ekki staðið til af hans hálfu. Hann geti þó vel hugsað sér að starfa aftur innan fangelsisins með einum eða öðrum hætti enda hafi hann haft gaman af því að starfa með föngum, til að mynda við kennslu og gerð matreiðslubókar fanga sem kom út á dögunum. Sjá einnig: Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? „Þetta er einn skemmtilegasti tími sem ég hef upplifað að vera þarna inni og mig langar alveg að halda áfram, mig langar alveg að gera meira, en þá kannski bara með Fangelsismálastofnun, ekkert endilega í mötuneytinu. Mig langar að halda áfram með það góða verk sem ég var að gera með föngunum,“ segir Jói, en framtíðin er þó óráðin í þeim efnum.
Fangelsismál Matur Árborg Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira