Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. desember 2025 20:42 Konan virtist ekki stórslösuð við fyrstu sýn. Strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli við gatnamót Langholtsvegar og Skeiðarvogs í Laugardal síðdegis í dag. Að sögn sjónarvotts og íbúa í hverfinu virtist konan ekki hafa slasast alvarlega, en hjólið lenti undir vagninum og varð fyrir skemmdum. Hún hefur áhyggjur af því hvað umferðarslysum hefur fjölgað í hverfinu að undanförnu. Elín Birta Sverrisdóttir var í bíl þegar hún kom að gatnamótunum þar sem slysið virtist nýskeð. Konan hafi farið yfir á grænu gönguljósi Hún segir að hún hafi komið að gatnamótunum úr gagnstæðri átt og séð að kona hafi verið í jörðinni fyrir framan strætó og hjól hennar undir vagninum. Útlit hefði verið fyrir að konan hafi farið yfir á grænu gönguljósi og strætó ekið svo yfir gangbrautina. „Svo fór fólk úr strætónum og byrjaði að hjálpa henni, en hún náði að standa á fætur og virtist ekki stórslösuð. En við sáum að hjól var undir brettinu framan á strætóinum, hann reyndi að bakka og dró bara hjólið með.“ Hefur áhyggjur af fjölgun bílslysa Elín hefur búið í Laugardalnum í mörg ár og vinnur sem frístundaleiðbeinandi í hverfinu, en hún hefur áhyggjur af fjölgun umferðarslysa í hverfinu undanfarin ár. Annar strætisvagn númer fjórtán hafi til að mynda ekið á konu á öðrum gatnamótum Skeiðarvogs fyrir fjórum árum með þeim afleiðingum að hún lést. Gatnamótin þar sem slysið varð í dag sé til að mynda mjög vinsæl hjá börnum í grunnskóla hverfisins. „Þetta er gata fyrir framan tvo skóla. Ég vinn sem frístundaleiðbeinandi og við erum alltaf að vara krakkana við, segja þeim að passa sig.“ Undanfarnar vikur hefur verið fjallað um tíð umferðarslys í Laugardalnum, en íbúar í hverfinu hafa greint frá því að þeir ætli að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. „Ég er með áhyggjur af því hvað bílslysum hefur fjölgað í þessu hverfi. Fólk er alveg að taka eftir þessu hér í hverfinu,“ segir Elín. Samgönguslys Strætó Reykjavík Tengdar fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. 5. desember 2025 23:00 Konan sem ekið var á er látin Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær. 11. desember 2025 13:13 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Sjá meira
Elín Birta Sverrisdóttir var í bíl þegar hún kom að gatnamótunum þar sem slysið virtist nýskeð. Konan hafi farið yfir á grænu gönguljósi Hún segir að hún hafi komið að gatnamótunum úr gagnstæðri átt og séð að kona hafi verið í jörðinni fyrir framan strætó og hjól hennar undir vagninum. Útlit hefði verið fyrir að konan hafi farið yfir á grænu gönguljósi og strætó ekið svo yfir gangbrautina. „Svo fór fólk úr strætónum og byrjaði að hjálpa henni, en hún náði að standa á fætur og virtist ekki stórslösuð. En við sáum að hjól var undir brettinu framan á strætóinum, hann reyndi að bakka og dró bara hjólið með.“ Hefur áhyggjur af fjölgun bílslysa Elín hefur búið í Laugardalnum í mörg ár og vinnur sem frístundaleiðbeinandi í hverfinu, en hún hefur áhyggjur af fjölgun umferðarslysa í hverfinu undanfarin ár. Annar strætisvagn númer fjórtán hafi til að mynda ekið á konu á öðrum gatnamótum Skeiðarvogs fyrir fjórum árum með þeim afleiðingum að hún lést. Gatnamótin þar sem slysið varð í dag sé til að mynda mjög vinsæl hjá börnum í grunnskóla hverfisins. „Þetta er gata fyrir framan tvo skóla. Ég vinn sem frístundaleiðbeinandi og við erum alltaf að vara krakkana við, segja þeim að passa sig.“ Undanfarnar vikur hefur verið fjallað um tíð umferðarslys í Laugardalnum, en íbúar í hverfinu hafa greint frá því að þeir ætli að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. „Ég er með áhyggjur af því hvað bílslysum hefur fjölgað í þessu hverfi. Fólk er alveg að taka eftir þessu hér í hverfinu,“ segir Elín.
Samgönguslys Strætó Reykjavík Tengdar fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. 5. desember 2025 23:00 Konan sem ekið var á er látin Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær. 11. desember 2025 13:13 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Sjá meira
Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. 5. desember 2025 23:00
Konan sem ekið var á er látin Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær. 11. desember 2025 13:13