„Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. desember 2025 09:01 Að sögn Elmu er veðurfarið einn af stærstu kostunum við lífið í Ástralíu, sólin skín meira og minna alla daga ársins og það rignir nánast aldrei. Elma Hlín Valgeirsdóttir hefur verið búsett í Gold Coast á austurströnd Ástralíu undanfarið eitt og hálft ár og starfað sem au pair. Lífið hinum megin á hnettinum, þar sem sólin skín meira og minna alla daga ársins, er töluvert ólíkara en hér á Fróni. Elma hefur reglulega birt myndskeið á TikTok sem vakið hafa athygli en þar hefur hún meðal annars sagt frá menningarmismuninum á Ástralíu og Íslandi. Og sá munur er talsverður. Ótrúleg tilviljun Eftir stúdentspróf úr Kvennaskólanum ákvað Elma að söðla um en hana hafði alltaf dreymt að fara til Ástralíu. Hún setti inn auglýsingu á Facebook-síðu fyrir au pair-störf í Ástralíu og komst þannig í samband við fjölskyldu sem er búsett í Brisbane. „Ég var hjá þeim í nokkra mánuði en endaði síðan á að skipta um „host“ fjölskyldu og flutti yfir til Gold Coast, þar sem ég er búin að búa hjá yndislegri konu, sem er einstæð móðir og er að hjálpa henni með strákana hennar tvo sem eru þriggja ára og sex ára. Ég hjálpa henni með heimilisstörfin og að sækja og skutla strákunum í skóla og leikskóla og á svo frí inn á milli, yfir daginn og um helgar.“ Elma kveðst einstaklega heppin með fjölskylduna sem hún hefur búið hjá og unnið fyrir.Aðsend Elma hefur nýtt tækifærið og ferðast víða um Ástralíu undanfarið eitt og hálft ár. „Ég er svo heppin að Gold Coast er ótrúlega vel staðsett og það eru margir fallegir bæir hérna í kring sem eru í stuttri akstursfjarlægð. Ég er búin að koma til Melbourne og Sydney og Byron Bay og svo fór ég til Taílands að hitta mömmu og pabba.“ @elmaahlin Hlutir í Ástralíu sem myndu senda Íslendinga í coma ♬ original sound - Elma Hlín Elma veit ekki um marga aðra Íslendinga sem eru búsettir í Queensland. „En það er reyndar alveg magnað hvað við Íslendingar virðumst alltaf ná að þefa hvort annað uppi, hvar sem er í heiminum. Í eitt skipti fór ég í helgarferð, til Byron Bay, og var stödd á frægum píanóbar þegar íslensk stelpa kom upp að mér: „Hey, ég sá þig á TikTok!“ Mér fannst það ógeðslega fyndið, ég hefði aldrei búist við þessu. Á sínum tíma, þegar ég bjó í Brisbane, þá var ég að labba niður götu með íslenskri vinkonu minni þegar við mættum tveimur stelpum sem heyrðu okkur vera að tala saman á íslensku og stöldruðu við. Þá kom í ljós að önnur þeirra kannaðist við mig úr Kvennó og hin kannaðist við vinkonu mína úr MR! Þetta var ótrúlega fyndin tilviljun. Það hafa margir spurt mig hvernig ég hef eignast vini hérna í Ástralíu en ég hef nýtt Facebook mjög mikið til þess. Hérna er mjög algengast að fólk kynnist og myndi vinasambönd í gegnum Facebook-hópa í borgunum. Fólk póstar inn á og það er hægt að skrá sig á alls kyns viðburði. Þannig hef ég kynnst mikið af yndislegu fólki.“ Fólk vaknar og sofnar fyrr Elma kann einstaklega vel við sig í Gold Coast. „Lífið hérna er mjög svona „laid back“ myndi ég segja. Það er mjög mikið af íþróttafólki hérna og fólk er almennt mjög upptekið af útlitinu, fegrunaraðgerðir eru mjög algengar hérna og það er frekar mikil útlitsdýrkun. Annað sem ég hef tekið eftir er að það er mjög mikil menning í kringum morgunmat, það er að segja að vakna og fara út að borða í morgunmat. Það vakna líka allir sjúklega snemma hérna, þetta er allt annað en á Íslandi. Fólk er komið á ról strax um sjöleytið – og fer líka miklu fyrr að sofa. Eftir að ég flutti til Ástralíu þá er ég alltaf farin að sofa fyrir klukkan tíu. Eiginlega alla daga. Það er mjög algengt að byrja daginn snemma, fara í morgun „surfing“ á ströndinni og fara svo og fá sér kaffi. Sú staðreynd að sólin skín meira og minna alla daga ársins hefur þau áhrif að fólk vaknar mjög hresst og gáskafullt og afkastar rosalega miklu. D-vítamínið hefur þessi áhrif greinilega.“ Elma hefur notað tækifærið og ferðast víða um Ástralíu.Aðsend Að sögn Elmu er veðurfarið einn af stærstu kostunum við lífið í Ástralíu. „Vetrarmánuðirnir hérna eru júní, júlí, ágúst – og veturinn hér er betri en sumarið heima á Íslandi. „Góður“ veturdagur hér í Ástralíu er svona 23 eða 24 gráður. Mér finnst alltaf jafn ótrúlega fyndið að heyra fólk segja: „Oh, það verður vont veður um helgina, það verður 30 stiga hiti og skýjað“. Það er eins og fólk viti bara ekki hvað það eigi að gera þegar það er ekki sól!“ @elmaahlin Pt 2!!! ♬ original sound - Elma Hlín Ástralir eru vinalegri og hjálpsamari Á því tæpa einu og hálfa ári sem Elma hefur dvalið í Ástralíu hefur hún reglulega birt myndskeið á TikTok þar sem hún hefur sýnt frá daglegu lífi sínu ytra og sagt frá hinu og þessu sem hún hefur séð og upplifað. „Mér finnst gaman að geta komið með aðeins öðruvísi efni, eitthvað sem er ekki þetta hefðbundna daglega líf á Íslandi.“ Í myndskeiðunum hefur hún meðal annars fjallað um muninn á Áströlum og Íslendingum. „Eitt af því sem mér finnst standa upp úr er að Ástralir eru almennt ofboðslega vinalegir og það kom mér á óvart hvað fólk er ofboðslega hjálpsamt. Ef ég sæti ein á veitingastað eða væri grátandi einhvers staðar úti á götu þá er næsta víst að einhver myndi koma upp að mér og spyrja: „Hey, er ekki allt í góðu? Get ég gert eitthvað fyrir þig?“ Á Íslandi er viðhorfið meira svona: „mind your business“ einhvern veginn, fólk er meira svona inn á við. Ég verð eiginlega að segja það, eða það er allavega mín upplifun, að Ástralir eru almennt glaðari og léttari á sér en Íslendingar. Fólk er einhvern veginn miklu opnara og hlýlegra hérna í Ástralíu,“ segir hún. Strendurnar eru stórbrotnar í Ástralíu.Aðsend „Annað sem er öðruvísi við Ástralíu er að allt hérna er vikulega. Fólk fær greidd laun vikulega og greiðir leigu og annað vikulega, sem er mjög mikill kostur, myndi ég segja, þegar kemur að því að stýra fjármálum. Það er miklu auðveldara að láta tekjur endast þegar maður fær greitt vikulega, í stað þess að fá greitt í upphafi mánaðar og vera svo kannski kominn á núllið um miðjan mánuðinn.“ Elma nefnir einnig tungumálið í Ástralíu, það er að segja ástralska „slangið“ „Fyrst eftir að ég kom út þurfti ég oft að spyrja fólk: „Fyrirgefðu, geturðu sagt þetta aftur?“ Af því að þó svo að töluð sé enska hér, þá er þetta ekki eins og þessi enska sem við þekkjum úr amerískum og breskum bíómyndum. Ég bjó að vísu að því að maður frænku minnar er frá Nýja-Sjálandi og frænka mín bjó í Ástralíu í nokkur ár, þannig að ég var með svolitla svona „insider information“ varðandi það. Annað sem kom mér á óvart var að sjá fólk labba um berfætt úti um allt, það er bara eðlilegasti hlutur í heimi hérna, að labba um táslunum og taka ekki einu sinni með sér skó þegar maður fer að heiman!“ Elma mun flytja aftur heim til Íslands seinna í þessum mánuði en hún sér allra síst eftir því að hafa látið slag standa og flutt tímabundið hinum megin á hnöttinn. @elmaahlin Upplýsingar fyrir skvísurnar sem eru búnar að senda á mig og spurja út í ferlið:) #aupair #fyrirþig ♬ original sound - Elma Hlín „Ég hef fengið mikið af fyrirspurnum frá stelpum sem hafa séð efnið mitt og eru áhugasamar um að gerast au pair. Margar af þeim hafa yfirhöfuð ekki vitað af þessum möguleika eða eru ekki vissar um hvernig þetta ferli virkar. Á sínum tíma, þegar ég var að plana að gerast au pair, þurfti ég að leita að öllum þessum upplýsingum sjálf og það var svolítið flókið og yfirþyrmandi. Mér finnst bara frábært að geta hjálpað þeim áfram og gefið þeim ábendingar.“ Íslendingar erlendis Samfélagsmiðlar Ástralía Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Ótrúleg tilviljun Eftir stúdentspróf úr Kvennaskólanum ákvað Elma að söðla um en hana hafði alltaf dreymt að fara til Ástralíu. Hún setti inn auglýsingu á Facebook-síðu fyrir au pair-störf í Ástralíu og komst þannig í samband við fjölskyldu sem er búsett í Brisbane. „Ég var hjá þeim í nokkra mánuði en endaði síðan á að skipta um „host“ fjölskyldu og flutti yfir til Gold Coast, þar sem ég er búin að búa hjá yndislegri konu, sem er einstæð móðir og er að hjálpa henni með strákana hennar tvo sem eru þriggja ára og sex ára. Ég hjálpa henni með heimilisstörfin og að sækja og skutla strákunum í skóla og leikskóla og á svo frí inn á milli, yfir daginn og um helgar.“ Elma kveðst einstaklega heppin með fjölskylduna sem hún hefur búið hjá og unnið fyrir.Aðsend Elma hefur nýtt tækifærið og ferðast víða um Ástralíu undanfarið eitt og hálft ár. „Ég er svo heppin að Gold Coast er ótrúlega vel staðsett og það eru margir fallegir bæir hérna í kring sem eru í stuttri akstursfjarlægð. Ég er búin að koma til Melbourne og Sydney og Byron Bay og svo fór ég til Taílands að hitta mömmu og pabba.“ @elmaahlin Hlutir í Ástralíu sem myndu senda Íslendinga í coma ♬ original sound - Elma Hlín Elma veit ekki um marga aðra Íslendinga sem eru búsettir í Queensland. „En það er reyndar alveg magnað hvað við Íslendingar virðumst alltaf ná að þefa hvort annað uppi, hvar sem er í heiminum. Í eitt skipti fór ég í helgarferð, til Byron Bay, og var stödd á frægum píanóbar þegar íslensk stelpa kom upp að mér: „Hey, ég sá þig á TikTok!“ Mér fannst það ógeðslega fyndið, ég hefði aldrei búist við þessu. Á sínum tíma, þegar ég bjó í Brisbane, þá var ég að labba niður götu með íslenskri vinkonu minni þegar við mættum tveimur stelpum sem heyrðu okkur vera að tala saman á íslensku og stöldruðu við. Þá kom í ljós að önnur þeirra kannaðist við mig úr Kvennó og hin kannaðist við vinkonu mína úr MR! Þetta var ótrúlega fyndin tilviljun. Það hafa margir spurt mig hvernig ég hef eignast vini hérna í Ástralíu en ég hef nýtt Facebook mjög mikið til þess. Hérna er mjög algengast að fólk kynnist og myndi vinasambönd í gegnum Facebook-hópa í borgunum. Fólk póstar inn á og það er hægt að skrá sig á alls kyns viðburði. Þannig hef ég kynnst mikið af yndislegu fólki.“ Fólk vaknar og sofnar fyrr Elma kann einstaklega vel við sig í Gold Coast. „Lífið hérna er mjög svona „laid back“ myndi ég segja. Það er mjög mikið af íþróttafólki hérna og fólk er almennt mjög upptekið af útlitinu, fegrunaraðgerðir eru mjög algengar hérna og það er frekar mikil útlitsdýrkun. Annað sem ég hef tekið eftir er að það er mjög mikil menning í kringum morgunmat, það er að segja að vakna og fara út að borða í morgunmat. Það vakna líka allir sjúklega snemma hérna, þetta er allt annað en á Íslandi. Fólk er komið á ról strax um sjöleytið – og fer líka miklu fyrr að sofa. Eftir að ég flutti til Ástralíu þá er ég alltaf farin að sofa fyrir klukkan tíu. Eiginlega alla daga. Það er mjög algengt að byrja daginn snemma, fara í morgun „surfing“ á ströndinni og fara svo og fá sér kaffi. Sú staðreynd að sólin skín meira og minna alla daga ársins hefur þau áhrif að fólk vaknar mjög hresst og gáskafullt og afkastar rosalega miklu. D-vítamínið hefur þessi áhrif greinilega.“ Elma hefur notað tækifærið og ferðast víða um Ástralíu.Aðsend Að sögn Elmu er veðurfarið einn af stærstu kostunum við lífið í Ástralíu. „Vetrarmánuðirnir hérna eru júní, júlí, ágúst – og veturinn hér er betri en sumarið heima á Íslandi. „Góður“ veturdagur hér í Ástralíu er svona 23 eða 24 gráður. Mér finnst alltaf jafn ótrúlega fyndið að heyra fólk segja: „Oh, það verður vont veður um helgina, það verður 30 stiga hiti og skýjað“. Það er eins og fólk viti bara ekki hvað það eigi að gera þegar það er ekki sól!“ @elmaahlin Pt 2!!! ♬ original sound - Elma Hlín Ástralir eru vinalegri og hjálpsamari Á því tæpa einu og hálfa ári sem Elma hefur dvalið í Ástralíu hefur hún reglulega birt myndskeið á TikTok þar sem hún hefur sýnt frá daglegu lífi sínu ytra og sagt frá hinu og þessu sem hún hefur séð og upplifað. „Mér finnst gaman að geta komið með aðeins öðruvísi efni, eitthvað sem er ekki þetta hefðbundna daglega líf á Íslandi.“ Í myndskeiðunum hefur hún meðal annars fjallað um muninn á Áströlum og Íslendingum. „Eitt af því sem mér finnst standa upp úr er að Ástralir eru almennt ofboðslega vinalegir og það kom mér á óvart hvað fólk er ofboðslega hjálpsamt. Ef ég sæti ein á veitingastað eða væri grátandi einhvers staðar úti á götu þá er næsta víst að einhver myndi koma upp að mér og spyrja: „Hey, er ekki allt í góðu? Get ég gert eitthvað fyrir þig?“ Á Íslandi er viðhorfið meira svona: „mind your business“ einhvern veginn, fólk er meira svona inn á við. Ég verð eiginlega að segja það, eða það er allavega mín upplifun, að Ástralir eru almennt glaðari og léttari á sér en Íslendingar. Fólk er einhvern veginn miklu opnara og hlýlegra hérna í Ástralíu,“ segir hún. Strendurnar eru stórbrotnar í Ástralíu.Aðsend „Annað sem er öðruvísi við Ástralíu er að allt hérna er vikulega. Fólk fær greidd laun vikulega og greiðir leigu og annað vikulega, sem er mjög mikill kostur, myndi ég segja, þegar kemur að því að stýra fjármálum. Það er miklu auðveldara að láta tekjur endast þegar maður fær greitt vikulega, í stað þess að fá greitt í upphafi mánaðar og vera svo kannski kominn á núllið um miðjan mánuðinn.“ Elma nefnir einnig tungumálið í Ástralíu, það er að segja ástralska „slangið“ „Fyrst eftir að ég kom út þurfti ég oft að spyrja fólk: „Fyrirgefðu, geturðu sagt þetta aftur?“ Af því að þó svo að töluð sé enska hér, þá er þetta ekki eins og þessi enska sem við þekkjum úr amerískum og breskum bíómyndum. Ég bjó að vísu að því að maður frænku minnar er frá Nýja-Sjálandi og frænka mín bjó í Ástralíu í nokkur ár, þannig að ég var með svolitla svona „insider information“ varðandi það. Annað sem kom mér á óvart var að sjá fólk labba um berfætt úti um allt, það er bara eðlilegasti hlutur í heimi hérna, að labba um táslunum og taka ekki einu sinni með sér skó þegar maður fer að heiman!“ Elma mun flytja aftur heim til Íslands seinna í þessum mánuði en hún sér allra síst eftir því að hafa látið slag standa og flutt tímabundið hinum megin á hnöttinn. @elmaahlin Upplýsingar fyrir skvísurnar sem eru búnar að senda á mig og spurja út í ferlið:) #aupair #fyrirþig ♬ original sound - Elma Hlín „Ég hef fengið mikið af fyrirspurnum frá stelpum sem hafa séð efnið mitt og eru áhugasamar um að gerast au pair. Margar af þeim hafa yfirhöfuð ekki vitað af þessum möguleika eða eru ekki vissar um hvernig þetta ferli virkar. Á sínum tíma, þegar ég var að plana að gerast au pair, þurfti ég að leita að öllum þessum upplýsingum sjálf og það var svolítið flókið og yfirþyrmandi. Mér finnst bara frábært að geta hjálpað þeim áfram og gefið þeim ábendingar.“
Íslendingar erlendis Samfélagsmiðlar Ástralía Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira