Samstarf

Range Rover Sport er lúxu­s­jeppi sem tekið er eftir

BL
Range Rover Sport býr yfir tímalausri hönnun, kraftmikilli vél, sterklega byggðri grind og ósvikinni tilfinningu fyrir gæðum, þægindum og öryggi. Blaðamaður Vísis fékk að prufukeyra kaggann yfir helgi og var hrifinn.
Range Rover Sport býr yfir tímalausri hönnun, kraftmikilli vél, sterklega byggðri grind og ósvikinni tilfinningu fyrir gæðum, þægindum og öryggi. Blaðamaður Vísis fékk að prufukeyra kaggann yfir helgi og var hrifinn.

Veraldlegir hlutir og lúxusmerki hafa aldrei heillað blaðamann sérstaklega mikið. Ég hef sjaldnast horft á dýra hluti með löngunaraugum nema í örfáum og mjög afmörkuðum tilfellum. Og einn þeirra heitir Range Rover. Það er eitthvað við þessa jeppa sem hefur heillað mig frá því ég var ungur drengur, jafnvel þótt ég hafi aldrei verið sérstakur áhugamaður um bíla.

Það er einfaldlega fátt sem hefur meiri klassa en Range Rover. Tímalaus hönnun, kraftmikil vél, sterklega byggð grind og ósvikin tilfinning fyrir gæðum, þægindum og öryggi. Þetta er bíll sem hefur alla tíð spilað í Meistaradeildinni og ætlar sér ekkert annað.

Range Rover jeppar kosta sitt og það er engin tilviljun. Aðdráttaraflið felst ekki bara í glæsilegu útliti heldur líka í þeirri sérkennilegu blöndu að vera bæði fágaður lúxusbíll og alvöru vinnuhestur. Ekkert er sparað þegar kemur að efnisvali, frágangi og búnaði, hér er allt fyrsta flokks, allt niður í smæstu smáatriði.

Þegar blaðamaður Vísis fékk loksins tækifæri til að setjast undir stýri á einum slíkum, nánar tiltekið Range Rover Sport Dynamic HSE tengiltvinnbíl, er óhætt að segja að einn af stórum draumunum hafi ræst.

Klippa: Range Rover Sport reynsluakstur

Glæsileiki sem vekur athygli

Range Rover Sport Dynamic HSE er bíll sem lætur ekki lítið fyrir sér fara. Útlitið er bæði fágað og valdsmannslegt, sportlegt án þess að verða ýkt, lúxus án þess að vera prjálslegt. Línurnar eru hreinar, hlutföllin sterk og yfirbragðið þannig að bíllinn virkar jafn glæsilegur kyrrstæður og hann gerir á ferð. 22 tommu felgurnar og kraftmikil LED ljósahönnunin tryggir að bíllinn vekur athygli hvert sem hann fer, hvort sem það er á bílastæði í miðborginni eða á malarvegi úti á landi.

Bókaður reynsluakstur hér.

Eftirminnilegur reynsluakstur

Reynsluaksturinn fór fram á stóru svæði, á Reykjanesi, í Heiðmörk, við Vífilsstaðavatn og nágrenni og í daglegum innanbæjarakstri á höfuðborgarsvæðinu. Við allar þessar aðstæður skilaði bíllinn sér einstaklega vel. Fyrsta tilfinningin er hversu massívur og traustur hann er. Bíllinn liggur þungt á veginum á góðan hátt og veitir ökumanni mikla stjórn og öryggistilfinningu.

Þetta er bíll sem ber af á sólríkum sumardegi í miðborginni og á fallegum vetrardegi í náttúrunni.

460 hestafla tengiltvinnkerfið sameinar bensín- og rafmagnsafl á afar fágaðan hátt. Hröðunin er mögnuð fyrir bíl af þessari stærð, hann er 5,5 sek. í 100 km/klst. og hámarkshraðinn er 225 km/klst. Ég lagði ekki í að sannreyna það en trúi því sem stendur í bæklingnum. Sjálfskiptingin er silkimjúk, hvort sem ekið er rólega eða á miklum hraða.

Drægni á rafmagni í blönduðum akstri samkvæmt WLTP-prófun er 118 km sem er óvenju gott í þessum flokki. Í daglegum innanbæjarakstri þýðir þetta að margir geta sinnt nær öllum ferðum sínum án þess að nota bensín.

Þegar bílhurðin er opnuð í myrkri varpar bíllinn mynd af sjálfum sér á götuna. Ekkert eðlilega svalt!

Jafnhæfur í borgarakstri, á þjóðvegi og í krefjandi landslagi

Range Rover Sport er ekki aðeins lúxusbíll, hann er alvöru jeppi. Stillanlegt fjórhjóladrif með háu og lágu drifi, Terrain Response 2 kerfið og All Terrain Progress Control gera bílnum kleift að aðlagast snjó, hálku, sandi, aur og utanvegaakstri. Vaðdýptin er allt að 90 sentímetrar, sem undirstrikar hversu harðgerður bíllinn er.

Loftpúðafjöðrunin breytir miklu fyrir akstursþægindi og fjölhæfni. Hún mýkir ójöfnur í borgarakstri, veitir stöðugleika á þjóðvegum og hækkar bílinn þegar farið er út fyrir malbik. Sem gerir bílinn því jafnhæfar í borgarakstri, á þjóðvegi og í krefjandi landslagi.

Sportlegt stýrið minnir frekar á nettan sportbíl en glæsijeppa.

Rafræn driflæsing og Torque Vector by Braking kerfið jafna dreifingu krafts milli allra fjögurra hjóla bílsins. Stýri á öllum hjólum skilar lipurð við háan hraða með beygjuradíus lítils smábíls.

Innrétting þar sem lúxus ræður ríkjum

Innanrýmið er þar sem Range Rover sannar hvers vegna hann er í sérflokki. Efnisvalið er fyrsta flokks: semi-aniline leðursætin, mjúkir fletir, ál- og málmáherslur og nákvæmur frágangur skapa umhverfi sem minnir frekar á hágæða setustofu en bíl. 20 stillinga framsætin bjóða bæði upp á hita- og kuldastillingu og loftræstingin er fyrsta flokks.

Stýrið, mælaborðið og miðjustokkurinn myndar glæsilega og stílhreina heild.

Miðjustokkur milli framsæta er fallega hannaður og býður m.a. upp þráðlausa hleðslu fyrir síma og stórt geymsluhólf. Aftursætin eru rúmgóð og þægileg þannig að vel fer um farþega.

Opnanlega glerþakið sló sérstaklega í gegn í reynsluakstrinum og eykur bæði birtu og stækkar rýmið um leið. Meridian™ 3D hljóðkerfið er í hæsta gæðaflokki og gerir langar ferðir að ánægjulegri upplifun.

Aftursætin eru mjög rúmgóð með góðu geymsluplássi.

Farangursrýmið er rúmgott, 835 lítrar og með aftursætin niðri stækkar það upp í 1.860 lítra.

Farangursrýmið er rúmgott og hægt er að fella niður aftursætin til að stækka það enn frekar.

Alltaf í öruggum höndum

Ökumannsaðstoðarkerfi bílsins er umfangsmikið og nær tæknilega fullkomið. Bíllinn er m.a. búinn aðstoð við neyðarhemlun og blindsvæðisaðstoð, ásamt 3D umhverfismyndavél sem veitir gott yfirlit við þröngar aðstæður. Aðlögunarhæfur hraðastillir með stýrisaðstoð og aðstoð við akreinahald stuðla að öruggari og afslappaðri langkeyrslu, en árekstraraðstoð eykur viðbragðsöryggi í óvæntum aðstæðum. Bílstjórinn og farþegar eru því alltaf í góðum höndum.

Einnig má nefna bílastæðaaðstoð og aðstoð við að leggja að framan og aftan, ásamt aftanárekstrarviðvörun og afturstefnuskynjara. Þessi eiginleikar auk enn frekar á þægindin og öryggi fyrir bílstjórann þegar kemur að því að leggja í stæði.

Svo er það umferðamerkjagreiningin og aðlögun á hraða sem hjálpar ökumanni að fylgja umferðarreglum því ekki vill maður fá sekt á svona glæsilegum bíl.

Fyrir krefjandi og erfiðar aðstæður er bíllinn búinn All Terrain Progress Control (ATPC), beygjustýringu við hemlun, loftþrýstingsstjórnun og aðlögunarhæfri fjöðrun auk kerfis sem fylgist með akstri og viðbrögðum ökumanns og eykur þannig heildaröryggi við akstur.

Range Rover Sport Dynamic HSE er jeppi sem sameinar ótrúlegan lúxus, mikil afköst og raunverulega jeppahæfni. 

Niðurstaða

Range Rover Sport Dynamic HSE er bíll sem sameinar ótrúlegan lúxus, mikil afköst og raunverulega jeppahæfni. Hann er líka ótrúlega vel búinn og býður upp á akstursupplifun sem fæstir keppinautar ná að jafna, ef einhverjir. Það að um 160 slíkir bílar hafi selst hér á landi síðan hann kom á markað árið 2023 segir sína sögu. Þetta er bíll fyrir þá sem vilja upplifa aðeins meira og vera alveg viss um að þeir séu komnir í Meistaradeildina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×