Enski boltinn

Ungstirnið skallaði meistarana á­fram

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gleðin var ósvikin eftir sigurmark Miley í Newcastle.
Gleðin var ósvikin eftir sigurmark Miley í Newcastle. George Wood/Getty Images

Lewis Miley var hetja Newcastle sem fór áfram í undanúrslit enska deildabikarsins í fótbolta eftir 2-1 sigur á Fulham í kvöld.

Mikil gleði var snemma leiks í norðurhluta Englands í kvöld þegar Yoane Wissa skoraði sitt fyrsta mark fyrir Newcastle eftir löng meiðsli í kjölfar skipta frá Brentford í sumar.

Aðeins tíu mínútur voru liðnar þegar Kongómaðurinn kom Newcastle yfir en sex mínútum síðar jafnaði Sasa Lukic metin fyrir Fulham.

1-1 stóð allt fram í uppbótartíma þegar hinn ungi Miley skallaði inn hornspyrnu Sandro Tonali til að skjóta Newcastle áfram í undanúrslit.

Newcastle getur því enn varið titil sinn síðan í fyrra en Manchester City tryggði sæti sitt í undanúrslitunum með sigri fyrr í kvöld og Chelsea í gær.

Á Þorláksmessu kemur í ljós hvort Arsenal eða Crystal Palace fylgi liðunum þremur í undanúrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×