„Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. desember 2025 11:00 Ösp lést langt fyrir aldur fram eftir skamma baráttu við krabbamein. Eftir að barnsmóðir hans, Ösp Ásgeirsdóttir, lést fann hann fyrir miklum einmanaleika og stofnaði Facebook-hóp fyrir menn í hans stöðu. Sindri Sindrason hitti Jón Grétar Leví Jónsson sem sagði sögu sína í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. Jón er 44 ára þriggja barna faðir frá Hvammstanga. Hann kynntist konu sinni eftir að til Reykjavíkur var komið árið 1998. Eiginkona hans greindist með krabbamein í desember árið 2021 en fyrst greindist það í botnlanga og hafði síðan dreift sér. Börn þeirra eru fædd 2010, 2007 og 2014. Alveg frá byrjun var þeim tilkynnt að lítill möguleiki væri á bata. „Við stóðum alltaf í þeirri trú að það væri hægt að laga þetta, hver gerir það ekki,“ segir Jón og heldur áfram. Börnin fengu að vera með í ferlinu „Hún fer frá okkur 5. september árið 2023, rúmlega einu og hálfu ári eftir greiningu.“ Jón segist hafa upplýst börnin eins og hann gat og segir hann það mikilvægt svo höggið verði mögulega aðeins minna þegar dagurinn rennur upp. „Í gamla daga var þetta gert þannig að börnum var haldið frá þessu og engum sagt neitt fyrr en á síðustu stundu. Við fengum mikla aðstoð og konan mín sótti til að mynda Ljósið rosalega mikið og það hjálpaði gríðarlega og Kraftur hjálpaði líka mjög mikið. Það var ástæðan fyrir því að taka þessa ákvörðun að hafa börnin með í þessu. Við fengum upplýsingar um það að börn sem fengu að vera með í ferlinu plummuðu sig betur. Þá gætu þau tekið út sorgina sína bæði hraðar og betur. Og það hefur greinilega skilað sér.“ Hann bætir samt sem áður við að svona missir sé alltaf gríðarlega erfiður þó að maður viti nánast tímasetninguna. Eftir að eiginkona hans féll á varð Jón að fara í veikindaleyfi í langan tíma. Hann fékk faglega aðstoð. Fjölskyldan á góðri stundu. „Þetta tók alveg heilt ár og ég var mjög duglegur að sækja mér aðstoð,“ segir Jón. Hann segir að stuðningur ríkisins til Ljóssins sé gríðarlega mikilvægur. Samtökin gefi aðstoð sem ekki sé hægt að lýsa. Umræða hefur verið um að skera niður fjárframlög til Ljóssins og telur Jón það vera fráleitt. „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það. Þetta verður alltaf hluti af okkur og mun aldrei fara, en þetta er alltaf spurning hvernig maður lifir með því. En fyrir mínar sakir gekk þetta vonum framar og ég hélt aldrei fyrir tveimur árum síðan að ég væri í þessari stöðu í dag.“ Einmanna Hann hefur hugsað vel um börnin sín þrjú í ferlinum. En hann fann fyrir miklum einmanaleika þegar hann missti eiginkonuna sína. „Við vorum saman í tuttugu og fimm ár og Ösp var besta manneskja í heimi. Hún undirbjó mig fyrir þetta. Á meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig fyrir framhaldið. Það hjálpaði framvindunni hvað mest.“ En einmanaleikinn kom og ástæðan fyrir viðtalinu sem Sindri tók við Jón var Facebook-hópur sem hann stofnaði. „Tengslanetin manns eru rosalega sterk en svo kemur tímabil að kunningjar og vinir hverfa svolítið þegar tíminn líður, sem er mjög eðlilegt. Fólk fer í sitt daglega líf og það er upptekið af sjálfu sér og það er ekkert að því. Ég er að lesa mikið af pistlum á pabbatips þar sem menn eru að tala um hvað þeir séu vinafáir, hvað þeir séu einmana og hvað þeir hafi lítinn tíma til að gera hluti fyrir sjálfan sig og ég þekki þetta rosalega vel,“ segir Jón sem stofnaði í kjölfarið hópinn Pabbatips-hittingar þar sem menn geta tengst og rætt saman. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Jón fer nánar út í þennan Facebook-hóp. Ísland í dag Krabbamein Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Jón er 44 ára þriggja barna faðir frá Hvammstanga. Hann kynntist konu sinni eftir að til Reykjavíkur var komið árið 1998. Eiginkona hans greindist með krabbamein í desember árið 2021 en fyrst greindist það í botnlanga og hafði síðan dreift sér. Börn þeirra eru fædd 2010, 2007 og 2014. Alveg frá byrjun var þeim tilkynnt að lítill möguleiki væri á bata. „Við stóðum alltaf í þeirri trú að það væri hægt að laga þetta, hver gerir það ekki,“ segir Jón og heldur áfram. Börnin fengu að vera með í ferlinu „Hún fer frá okkur 5. september árið 2023, rúmlega einu og hálfu ári eftir greiningu.“ Jón segist hafa upplýst börnin eins og hann gat og segir hann það mikilvægt svo höggið verði mögulega aðeins minna þegar dagurinn rennur upp. „Í gamla daga var þetta gert þannig að börnum var haldið frá þessu og engum sagt neitt fyrr en á síðustu stundu. Við fengum mikla aðstoð og konan mín sótti til að mynda Ljósið rosalega mikið og það hjálpaði gríðarlega og Kraftur hjálpaði líka mjög mikið. Það var ástæðan fyrir því að taka þessa ákvörðun að hafa börnin með í þessu. Við fengum upplýsingar um það að börn sem fengu að vera með í ferlinu plummuðu sig betur. Þá gætu þau tekið út sorgina sína bæði hraðar og betur. Og það hefur greinilega skilað sér.“ Hann bætir samt sem áður við að svona missir sé alltaf gríðarlega erfiður þó að maður viti nánast tímasetninguna. Eftir að eiginkona hans féll á varð Jón að fara í veikindaleyfi í langan tíma. Hann fékk faglega aðstoð. Fjölskyldan á góðri stundu. „Þetta tók alveg heilt ár og ég var mjög duglegur að sækja mér aðstoð,“ segir Jón. Hann segir að stuðningur ríkisins til Ljóssins sé gríðarlega mikilvægur. Samtökin gefi aðstoð sem ekki sé hægt að lýsa. Umræða hefur verið um að skera niður fjárframlög til Ljóssins og telur Jón það vera fráleitt. „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það. Þetta verður alltaf hluti af okkur og mun aldrei fara, en þetta er alltaf spurning hvernig maður lifir með því. En fyrir mínar sakir gekk þetta vonum framar og ég hélt aldrei fyrir tveimur árum síðan að ég væri í þessari stöðu í dag.“ Einmanna Hann hefur hugsað vel um börnin sín þrjú í ferlinum. En hann fann fyrir miklum einmanaleika þegar hann missti eiginkonuna sína. „Við vorum saman í tuttugu og fimm ár og Ösp var besta manneskja í heimi. Hún undirbjó mig fyrir þetta. Á meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig fyrir framhaldið. Það hjálpaði framvindunni hvað mest.“ En einmanaleikinn kom og ástæðan fyrir viðtalinu sem Sindri tók við Jón var Facebook-hópur sem hann stofnaði. „Tengslanetin manns eru rosalega sterk en svo kemur tímabil að kunningjar og vinir hverfa svolítið þegar tíminn líður, sem er mjög eðlilegt. Fólk fer í sitt daglega líf og það er upptekið af sjálfu sér og það er ekkert að því. Ég er að lesa mikið af pistlum á pabbatips þar sem menn eru að tala um hvað þeir séu vinafáir, hvað þeir séu einmana og hvað þeir hafi lítinn tíma til að gera hluti fyrir sjálfan sig og ég þekki þetta rosalega vel,“ segir Jón sem stofnaði í kjölfarið hópinn Pabbatips-hittingar þar sem menn geta tengst og rætt saman. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Jón fer nánar út í þennan Facebook-hóp.
Ísland í dag Krabbamein Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira